Fréttablaðið - 24.02.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 24.02.2008, Blaðsíða 20
ÞAÐ HEITASTA Í ... HÓTELUM, VEITINGASTÖÐUM, GRÆJUM, BÚÐUM, MÖRKUÐUM OG FERÐANÝJUNGUMMIÐBAUGUR Hótelið er hannað af hinum heimsþekkta ítalska arkitekt Claudio Nardi sem hefur gert það gott í heimalandinu en þó ekki síður víðs vegar um heiminn – allt frá einkahúsum í Dubai til listasafna í Póllandi, en á síðasta ári vann tillaga hans fyrstu verðlaun í samkeppni um nýja byggingu Nýlistasafnsins í Kraká. En aftur að aðalmálinu – hótelinu Riva Lofts sem tímaritið Wallpaper útnefndi það besta í heiminum nú í janúar síðastliðnum. Hótelið er lúxussveitahótel í Flórens sem gæti verið sniðugt að bóka með dágóðum fyrirvara því á því eru aðeins svít- ur og það aðeins níu talsins. Hver svíta hefur sérinngang, átta þeirra eru með eldhúsi og eru þær allt frá þrjátíu fermetrum að stærð upp í 100. Sumar eru með litlum einkagarði til að sóla sig í og aðrar opnast út í sameiginlegan garð. Innanstokksmunir eru allir hágæða hönnun og listmunir umkringja gesti en þeir hafa einnig aðgang að sameiginlegri lesstofu þar sem arineldur kraumar og sundlaug úr hvítum sandsteini. Þeim sem vilja vita meir er bent á síðuna www.rivalofts.com. - jma 2 FERÐALÖG Þ etta undurfagra hótel er hannað af arkitektinum Frank Gehry sem einnig hannaði Guggenheim-safnið í Bilbao. Byggingin er eins og listaverk og skartar silfurlituðum og fjólubláum „málmöld- um“ og er staðsett í miðri Marques de Riscal-vínekrunni á Spáni en hún gefur af sér eitt frægasta vín héraðsins. Her- bergin á hótelinu eru einnig afar svöl með viðarpanelum og marmara á gólfum og svo er hægt að baða sig í sólinni uppi á þaki þar sem einnig er að finna bar. Auðvitað er kjörið að drekka rauðvín allan liðlangan daginn, en það er meira að segja hægt að leyfa líkamanum að njóta góðs af andoxunarefnum rauðvíns með því að fara í svokallað „Vino- therapie“ spa á hótelinu en þar eru allar húðsnyrtivörur framleiddar úr vínberj- um og meira að segja hægt að baða sig í víni. Veitingastaður hótelsins er frábær en þar eldar Michelin-stjörnukokkurinn Francis Paniegu baskamat. Svo er auð- vitað bráðnauðsynlegt að skreppa í vín- smökkunarferð um héraðið og til borg- arinnar Elciego sem er konfekt fyrir öll skynfærin. Skál! - amb www.starwoodhotels.com RAUÐVÍN, DEKUR & AVANT-GARDE ARKITEKTÚR Marqués de Riscal-hótelið í Rioja-héraðinu er hannað af Frank Gehry WALLPAPER* TILNEFNIR BESTA HÓTELIÐ Riva Lofts í Flórens F erðalög eru þetta sinn tileinkuð veitingastöð- um og öldurhúsum í nokkrum helstu stórborgum heims. Hluti af því að kynnast nýrri menningu er að bragða á þjóðarréttum hennar, og svo er engin betri leið til þess að upplifa stórborg en að tylla sér á dásamlegum veitingastað, gæða sér á mat og drykk og skoða fólkið í kringum sig. Matur skilur eftir svo margar minningar. Ég er viss um að helstu minningar okkar af áfangastöðum séu tengdar matnum sem við borðuðum. Til dæmis hugsa ég aldrei um Skotland án þess að minnast þess að hafa leitað skjóls undan kulda Edinborgar inni á ævafornum pöbb og teygað dökkbrúnan Guinness og borðað haggis og rófustöppu. Tókýó er auðvitað ekki Tókýó án japansks matar, og morgunverður klukkan 6 á fiskmarkaðnum þegar sushi-ið var næstum spriklandi er mér ferskur í minni. Steak tartar og rauðvínsglas á Brasserie d’Île Saint-Louis í París klikkar aldrei, né góður kebab í Berlín. Vondur matur getur líka haft sín áhrif: Ég fékk til dæmis nóg af moussaka á Grikklandi fyrir lífstíð og djúpsteikt Mars-súkkulaði í Norður-Englandi (steikt í sömu olíu og fiskur og franskar) er með því versta sem ég hef bragðað. Þegar haldið er í helgarferðir til líflegra vestrænna borga er um að gera að vera upplýstur um bestu veitingastaðina og jafnvel bóka þá tímanlega. Það er tilgangslaust að fara til dæmis til London og enda á einhverjum vondum pastastað þegar maður hefur aðeins þrjú kvöld til stefnu. Vefir eins og Time Out, og dagblöð eins og Sunday Times og New York Times, eru með frábæra matargagnrýni og auðvelt að verða sér úti um upplýsingar um sniðugustu staðina. Eins verður maður að sníða ferðina að sjálfum sér, ef þú ert ekki týpan sem nennir að hanga á fínum stöðum eins og 101 og fílar artí staði eins og Sirkus og Boston þá ertu væntanlega ekki týpan heldur til að drekka Cosmopolitan á Hudson-hótelinu í New York. Þegar maður hefur stuttan tíma fram undan er gott að vera vel skipulagður og svo klikkar aldrei að fá góð ráð frá heimamönnum. Og þrátt fyrir að Andy Warhol hafi sagt „McDonald’s er það fallegasta við Stokkhólm,“ erum við honum ósammála í þetta sinn. Í útlöndum er um að gera að breyta út frá vananum og prófa eitthvað sem þú hefur aldrei prófað áður. SAMA HVAÐ WARHOL SAGÐI skrifar Anna Margrét Björnsson ferðalög kemur út mánaðarlega með sunnudagsblaði Fréttablaðsins. Ritstjóri Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is Útlit Arnór Bogason og Kristín Agnarsdóttir Forsíðumyndina tók Silja Magg af Lauren á veitingastaðnum Yaffa í New York Penni Júlía Margrét Alexandersdóttir Ljósmyndir Yvan Rodic, Silja Magg Auglýsingar Stefan P. Jones stefan@365.is [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FERÐALÖG ] ferðalög MARS 2008 + FÓTBOLTAFERÐIR, FRANK GEHRY HÓTEL Í BARCELONA, MATARSKÓLI Í MARRAKESH, LISTSÝNINGAR Í MARSMÁNUÐI OG WALLPAPER DESIGN AWARDS HIPP & KÚL HELSINKI SLAVNESK MELANKÓLÍA MÆTIR SKANDINAVÍSKRI HÖNNUN ET, DREKK&VER GLAÐUR! LEIÐARVÍSIR AÐ SPENNANDI VEITINGAHÚSUM, BÖRUM OG NÆTURKLÚBBUM Í LONDON, PARÍS, NEW YORK OG STOKKHÓLMI Á FERÐ & FLUGI LJÓSMYNDARINN PÁLL STEFÁNSSON MEÐ SÝNINGU FRÁ FERÐUM SÍNUM UM HEIMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.