Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.02.2008, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 26.02.2008, Qupperneq 24
● fréttablaðið ● skipulag og hönnun 26. FEBRÚAR 2008 ÞRIÐJUDAGUR2 Hönnuðurinn Signý Kolbeins- dóttir hefur hreiðrað vel um sig við skrifborðið sitt en þar ver hún miklum tíma. Signý Kolbeinsdóttir situr löng- um stundum við skrifborðið í stof- unni hjá sér og kemur alls kyns fantasíum á blað. „Þetta er eigin- lega skrifstofan mín og þarna er allt sem ég þarf. Ég ákvað nýlega að gera svolítið fínt í kringum mig og keypti nýja borðplötu og hillur í IKEA,“ segir Signý. Á skrifborðinu kennir ýmissa grasa en tölvan, prentarinn og skanninn eru þeir hlutir sem Signý notar hvað mest. Þar eru þó líka bækur, box undir smáhluti, pennaveski, kerti, myndavélin og sýnishorn af verkum hennar. Signý hefur lengi verið undir jap- önskum áhrifum í verkum sínum en hún var þar á ferðalagi með fjölskyldu sinni um skeið. „Í nýjustu verkum mínum hef ég verið að nota kolkrabba, sveppi, sem eru mikið notaðir í japanskri matargerð, og hið fræga Fuji- fjall. Ég hef meðal annars gert póstkort og plaköt með þessum myndum.“ Undir glerplötu sem er yfir skrifborðinu hefur Signý komið myndunum fyrir auk ann- arra hluta sem hún segir gott að geta gripið til. Signý útskrifaðist sem vöru- hönnuður fyrir nokkrum árum en hefur að mestu snúið sér að teikn- ingu. „Draumurinn er þó að geta tvinnað þetta eitthvað saman og að búa til dæmis til veggfóður með myndunum mínum,“ segir Signý. Hún starfar sjálfstætt og hefur meðal annars teiknað aug- lýsingar fyrir hin ýmsu fyrir- tæki. - ve Undir japönskum áhrif- um í vinalegu vinnuhorni Á skrifborðinu geymir Signý ýmsa nytjahluti en einnig margt sem er henni kært. Myndirnar hennar eru á víð og dreif og eins teikning eftir þriggja ára son gamlan hennar, Snorra, sem á kannski einhvern daginn eftir að feta í fótspor móður sinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Hönnunarvettvangur hefur undan- farið þrjú ár starfað að undirbún- ingi Hönnunarmiðstöðvar Íslands. Þessum undirbúningi er nú lokið og langþráður draumur hönnuða að líta dagsins ljós. Hönnunarvettvangur var tíma- bundið þróunarverkefni rekið af iðnaðarráðuneytinu, Nýsköpunar- miðstöð Íslands, Samtökum iðnaðar- ins, Útflutningsráði, Reykjavíkur- borg og Form Ísland – samtökum hönnuða. Eitt af verkefnum Hönnunar- vettvangs var að undirbúa og stuðla að stofnun hönnunarmiðstöðvar. Markmiðið er að efla hvers kyns hönnun sem mikilvægan þátt í ís- lensku atvinnulífi og að auka sam- keppnishæfni og verðmætasköpun íslensks efnahagslífs. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að gera þjónustusamning við miðstöð- ina og fram undan er gerð starfs- samnings menntamála- og iðnaðar- ráðuneytis við fagfélög hönnuða um rekstur hennar. Stofnendur Hönnunar mið- stöðvar innar eru fagfélög sem áður störfuðu saman undir merkj- um Form Ísland. Stofnendur Hönn- unarmiðstöðvar Íslands og fulltrú- ar þeirra eru: Leirlistarfélag Ís- lands, Félag vöru- og iðnhönnuða, Félag íslenskra gullsmiða, Félag íslenskra landslagsarkitekta, Text- ílfélagið, Félag húsgagna- og inn- anhúsarkitekta, Félag íslenskra teiknara, Arkitektafélag Íslands og Fatahönnunarfélag Íslands. Guðbjörg Gissurardóttir, fyrr- verandi framkvæmdastjóri Hönn- unarvettvangs, mun aðstoða við stofnun og rekstur miðstöðvar- innar fyrst um sinn eða þar til nýr framkvæmdastjóri verður ráðinn. Ekki er enn ljóst hvar Hönnunar- miðstöðin verður til húsa en það og annað mun skýrast á næstu dögum. Sjá nánari upplýsingar á www.ice- landdesign.is. - rh Hönnunarmiðstöð Íslands tekin til starfa Guðbjörg Gissurardóttir aðstoðar við stofnun og rekstur Hönnunarmiðstöðv- ar Íslands þar til nýr framkvæmdastjóri verður ráðinn.               !  """!  !               Foss-stál Tekur a› sér alla almenna stálsmí›i fijónustar bæ›i fyrirtæki og einstaklinga Stál, ál og rústfrítt Logsu›a, rafsu›a, álsu›a Gerum tilbo› í verk Foss-stál ehf. Gagnhei›i 9 - 800 Selfoss - Símar: 4824353, 8684292 - Netfang: foss_stal@simnet.is Vi› leggjum metna› okkar í gó›a og vanda›a fljónustu! Foss-stál Tekur að sér alla almenna stálsmíði Þjónustar bæði fyrirtæki og einstaklinga stál, ál og rústfrítt Logsuða, rafsuða, álsuða gerum tilboð í verk „...fyrst á visir.is“ ...ég sá það á visir.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.