Fréttablaðið - 26.02.2008, Síða 30
● fréttablaðið ● skipulag og hönnun 26. FEBRÚAR 2008 ÞRIÐJUDAGUR8
Óreiðan á skrifborðinu segir meira en mörg orð um manneskjuna sem
situr þar við vinnu sína.
Margir hafa sitt eigið skipulag í óreiðunni og vita hvar hver hlutur er meðan aðrir
örvænta og koma engu í verk ef skrifborðið flæðir í drasli. Fyrir þá sem vilja
byrja með hreint borð er hægt að grípa til einfaldra aðgerða og ekki þarf
að kosta miklu til til að koma skikki á hrúguna. - rat
Geisladiska með mikilvægum gögnum má ekki láta
þvælast um og rispast á borðinu innan um
draslið. Betra er að raða diskunum í
litlar möppur eða vasa svo ekki
glatist mikilvægar upplýs-
ingar og verkefni.
Geisladiskaveski
úr Eymundsson,
1.750 krónur.
Margir
leiðinda
smáhlutir
fylgja
tölvunni og
farsímanum
og þvælast um
skrifborðið;
hleðslutæki,
kortalesarar og
alls konar snúrur.
Þessu er best að rúlla upp
og henda ofan í kassa þegar það
er ekki í notkun svo hægt sé að ganga
að því vísu þegar á þarf að halda.
Munstraðir plastkassar úr Tiger í Kringl-
unni, tvær stærðir, 400 krónur stykkið.
Þartilgerðir
pennahald-
arar fást víða
og fara vel á
horni vinnu-
borðsins
undir penna
og fleira. Alveg
eins er hægt að not-
ast við hnífaparabakka
úr eldhússkúffunni undir
penna, heftara og ýmislegt
smádót sem liggur á
víð og dreif.
Hnífaparabakki
úr stáli úr
Byggt og búið
kostar 1.999
krónur.
Rauður penna-
standur úr Eymunds-
son, 680 krónur.
Þegar blaða-
bunk-
inn er
orðinn
það stór
að venju-
legar bréfa-
klemmur ná
ekki utan
um hann er
hægt að grípa
til annarra ráða
og leita í eldhús-
skúffuna. Stór og
sterk stálklemma, ætluð
til að loka kaffi eða hveiti-
pokum, getur klemmt saman
vænan bunka af pappír.
Byggt og búið í Kringlunni,
328 krónur.
Laus blöð og pappír geta
flætt um vinnuborðið og
allir kannast við vandræðin
þegar leita þarf að gögnum í
flóðinu meðan reiður kúnni
bíður í símanum eða finna
til launaseðlana sína fyrir
síðasta ár við skattaupp-
gjörið. Bréfaklemmur
eru einföld uppfinning
til að halda pappír til
haga og hægt er að búa
til flokka og merkja með
mismunandi litum bréfa-
klemmum.
Bréfaklemmubox úr
Eymundsson, 330 krónur.
Til
að halda
öllum skilaboðum til
haga er ráð að hafa minnisblokk við
höndina svo ekki fari dýrmætur tími til
spillis í að leita að bréfsnifsi eða tómu
umslagi til að krota á. Minnisblöð í
skærum litum koma líka að góðum
notum til að skrifa niður minnispunkta
fyrir mann sjálfan svo mikilvæg
stefnumót gleymist ekki í erli
dagsins.
Risskubbur frá
Eymundsson
í Kringlunni,
600 krónur.
Komdu skikki á skrifborðið
VERSACE