Fréttablaðið - 26.02.2008, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 26.02.2008, Blaðsíða 30
● fréttablaðið ● skipulag og hönnun 26. FEBRÚAR 2008 ÞRIÐJUDAGUR8 Óreiðan á skrifborðinu segir meira en mörg orð um manneskjuna sem situr þar við vinnu sína. Margir hafa sitt eigið skipulag í óreiðunni og vita hvar hver hlutur er meðan aðrir örvænta og koma engu í verk ef skrifborðið flæðir í drasli. Fyrir þá sem vilja byrja með hreint borð er hægt að grípa til einfaldra aðgerða og ekki þarf að kosta miklu til til að koma skikki á hrúguna. - rat Geisladiska með mikilvægum gögnum má ekki láta þvælast um og rispast á borðinu innan um draslið. Betra er að raða diskunum í litlar möppur eða vasa svo ekki glatist mikilvægar upplýs- ingar og verkefni. Geisladiskaveski úr Eymundsson, 1.750 krónur. Margir leiðinda smáhlutir fylgja tölvunni og farsímanum og þvælast um skrifborðið; hleðslutæki, kortalesarar og alls konar snúrur. Þessu er best að rúlla upp og henda ofan í kassa þegar það er ekki í notkun svo hægt sé að ganga að því vísu þegar á þarf að halda. Munstraðir plastkassar úr Tiger í Kringl- unni, tvær stærðir, 400 krónur stykkið. Þartilgerðir pennahald- arar fást víða og fara vel á horni vinnu- borðsins undir penna og fleira. Alveg eins er hægt að not- ast við hnífaparabakka úr eldhússkúffunni undir penna, heftara og ýmislegt smádót sem liggur á víð og dreif. Hnífaparabakki úr stáli úr Byggt og búið kostar 1.999 krónur. Rauður penna- standur úr Eymunds- son, 680 krónur. Þegar blaða- bunk- inn er orðinn það stór að venju- legar bréfa- klemmur ná ekki utan um hann er hægt að grípa til annarra ráða og leita í eldhús- skúffuna. Stór og sterk stálklemma, ætluð til að loka kaffi eða hveiti- pokum, getur klemmt saman vænan bunka af pappír. Byggt og búið í Kringlunni, 328 krónur. Laus blöð og pappír geta flætt um vinnuborðið og allir kannast við vandræðin þegar leita þarf að gögnum í flóðinu meðan reiður kúnni bíður í símanum eða finna til launaseðlana sína fyrir síðasta ár við skattaupp- gjörið. Bréfaklemmur eru einföld uppfinning til að halda pappír til haga og hægt er að búa til flokka og merkja með mismunandi litum bréfa- klemmum. Bréfaklemmubox úr Eymundsson, 330 krónur. Til að halda öllum skilaboðum til haga er ráð að hafa minnisblokk við höndina svo ekki fari dýrmætur tími til spillis í að leita að bréfsnifsi eða tómu umslagi til að krota á. Minnisblöð í skærum litum koma líka að góðum notum til að skrifa niður minnispunkta fyrir mann sjálfan svo mikilvæg stefnumót gleymist ekki í erli dagsins. Risskubbur frá Eymundsson í Kringlunni, 600 krónur. Komdu skikki á skrifborðið VERSACE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.