Fréttablaðið - 26.02.2008, Side 42

Fréttablaðið - 26.02.2008, Side 42
22 26. febrúar 2008 ÞRIÐJUDAGUR Öskjuhlíðarskóli tók form- lega í notkun skynörvunar- aðstöðu í lok síðustu viku. Aðstöðunni, sem meðal ann- ars samanstendur af vatns- rúmi og boltabaði, er ætlað að koma til móts við þá nem- endur sem eiga við skynt- ruflanir að stríða, eru með skerta líkamsstarfsemi eða skerta líkamsvitund. „Við teljum að þessi að- staða muni auka skynvitund nemenda og þar með gæði skólastarfsins,“ segir Dagný Annasdóttir, skólastjóri Öskjuhlíðarskóla. „Hug- myndin að henni kviknaði fyrir tveimur árum þegar við gerðum þarfagreiningu fyrir nemendur skólans. Þá voru þeir um hundrað talsins og kom í ljós að um helmingur var á einhverfu- rófi auk þroskahömlunar eða fjölfötlunar. Þetta háa hlutfall kom okkur á óvart,“ segir Dagný. Í kjölfarið var farið að kanna hvað væri hægt að gera til að bæta að- búnað barnanna þannig að skilyrði til skólastarfsins yrðu betri. „Við vissum að skyn- örvunar aðstaða hentaði ein- hverfum nemendum sérstak- lega vel og kynntum okkur slíka aðstöðu hjá frændum okkar í Danmörku. Við völd- um það besta sem þeir höfðu upp á að bjóða og fengum styrk frá Barnaspítalasjóði Hringsins til að kaupa tæki og annan búnað.“ Skólinn fékk síðan tvær lausar skólastofur til að hægt væri að losa rými í skólahúsnæðinu sjálfu. Reykjavíkurborg veitti svo viðbótarframlag ásamt því að bæta við stöðugildi til að sérstakur starfsmaður gæti haldið utan um aðstöðuna. Dagný segir mikla ánægju vera með aðstöð- una hjá starfsfólki, foreldr- um og sérstaklega börnun- um. „Fyrir okkur sem telj- umst eðlileg er sjálfsagt að heyra, finna lykt og bragð og að geta áttað sig á hlut- um með snertingu. Þetta er ekki eins sjálfsagt fyrir okkar nemendur en þeir eru margir með skerðingu á þessum sviðum. Eins getur stöðu- og jafnvægisskyn þeirra verið takmarkað.“ Dagný segir börnin þurfa miklu meiri örvun til að koma jafnvægi á þessa þætti. Boltabaðið ýtir undir margs konar skynjun og í gegnum vatnsrúmið koma bylgjur og tónlist sem líkam- inn skynjar. vera@frettabladid.is ÖSKJUHLÍÐARSKÓLI: NÝ AÐSTAÐA Örvar skynvit- und nemenda EYKUR SKYNJUN Börnin skynja bylgjur í gegnum vatnsrúmið. ÖSKJUHLÍÐARSKÓLI Dagný Annasdóttir, skólastjóri Öskjuhlíðarskóla, ásamt Ernu Líndal Kjartansdóttur sem mun halda utan um aðstöðuna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Kristjánsborgarhöll í Kaupmannahöfn brann, í fyrra skiptið, þenn- an dag árið 1794. Hún var síðan endur reist en brann aftur árið 1884. Kristjánsborg hýsti áður danska kóngafólkið en eftir brunann 1794 flutti það yfir í Amalíu- borg. Nú hýsir Kristjáns- borg framkvæmdar-, löggjafar- og dómsvald- ið í Danmörku. Þingið á þó flest sætin í höllinni. Hvergi annars staðar í heiminum þekkist það að meginstoðir stjórnkerfisins séu hýstar í einu og sömu byggingunni. Höllin státar af þremur ólíkum stefnum í arkitektúr sem rekja má til brunanna tveggja árin 1794 og 1884. Aðalbygging hallar- innar er þó mun yngri, eða frá árinu 1928, og er hún byggð í síð- búnum barokkstíl. ÞETTA GERÐIST 26. FEBRÚAR 1794 Kristjánsborg brennur KRISTJÁNSBORGARHÖLL timamot@frettabladid.is Þakkir til þeirra sem sýndu okkur hlýhug við andlát og útför Sigríðar Garðarsdóttur Aðalstræti 74, Akureyri. Gylfi Garðarsson Hafdís Pálsdóttir Sigurpáll Pálsson n Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, systir og mágkona, Jónína Rannveig Snorradóttir Fögrusíðu 11c, Akureyri, sem lést á heimili sínu miðvikudaginn 20. febrúar, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju 28. febrúar kl. 10.30. Arngrímur Ævar Ármannsson Daníel Snorri Jónsson Hulda Dagmar Reynisdóttir Sigurbjörg Jónsdóttir Stefán Steinarsson Ármann Pétur Ævarsson Rakel Hinriksdóttir Sandra Björk Ævarsdóttir Þórir Snorrason Guðrún Ingimundardóttir Lovísa Snorradóttir Hilmir Helgason Unnur Björk Snorradóttir Jónas Marinósson Elskulegur eiginmaðurinn minn, bróðir okkar og mágur, Friðþjófur Þorkelsson Bugðutanga 40, lést á Líknardeild Landspítalans að Landakoti miðvikudaginn 20. febrúar. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 28. febrúar n.k. kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Louise Anna Schilt (Loekie) Sigurlaug Þorkelsdóttir Einar Þorkelsson Kristín G. Jóhannsdóttir Svanhildur Þorkelsdóttir Brynhildur Þorkelsdóttir Valdimar Kristinsson Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, bróðir og afi, Ellert Eggertsson Hraunbæ 90, lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 22. febrúar. Jarðarför auglýst síðar. Elín Halla Þórhallsdóttir Rebekka Rós Ellertsdóttir Páll Jónsson Eggert Ellertsson Andri Þór Ellertsson Anna Lilja Marteinsdóttir Sigríður Elísabet Sæmundsdóttir Sæmundur Eggertsson Eyþór Eggertsson Ingveldur Ólöf Björgvinsdóttir og afabörn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, Jónas Reynir Jónsson frá Melum, Sólheimum 23, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans, Landakoti föstudaginn 22. febrúar. Elín Þórdís Þórhallsdóttir Elsa Jónasdóttir Gunnar Guðjónsson Ína H. Jónasdóttir Eggert Sv. Jónsson Þóra Jónasdóttir Birna Jónasdóttir Gunnar Vignisson barnabörn og fjölskyldur. Útför Jóns Hilmars Sigurðssonar frá Úthlíð fer fram frá Hallgrímskirkju miðvikudaginn 27. febrú- ar kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á SEM samtökin. Reikningur 323-26-1323, kt. 510182-0739. Systkini og aðrir aðstandendur. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Elías Guðbjartsson sjómaður, Hrafnistu Reykjavík, áður til heimilis að Klapparstíg 11 Reykjavík, lést á Hrafnistu í Reykjavík laugardaginn 23. febrúar sl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Viðar Elíasson Guðrún Halldórsdóttir Hilmar Elíasson Linda B. Gunnarsdóttir Svanur Elí Elíasson Selma Björk Elíasdóttir Halldór Guðbjartur Elíasson Sesselja Guðbjörg Ragnarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát okkar ástkæra föður, tengdaföður, bróður, afa og langafa, Eggerts Ólafssonar Skarðshlíð 23e, Akureyri. Guð blessi ykkur öll, Sigurlaug Anna Eggertsdóttir Bergvin Jóhannsson Steinunn Pálína Eggertsdóttir Jóhann Jóhannsson Stefán Eggertsson Elín Valgerður Eggertsdóttir Hilmar Stefánsson Sigurður Grétar Eggertsson Rósa Helgadóttir Kristín J. Swan afa- og langafabörnin. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Margrét Sigurðardóttir Hjallaseli 21 (áður Réttarholtsvegi 57) andaðist á Landspítalanum við Hringbraut, laugardag- inn 23. febrúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Ásmundur Sigurðsson Ruth Woodward Sonja Sigurðardóttir Svanhvít Sigurðardóttir Gunnar Kr. Sigurðsson Guðríður Jónsdóttir Erla Hafdís Sigurðardóttir Sigurður V. Magnússon Jenný Sigurðardóttir Ragnar Geirdal Þorsteinn Sigurðsson Laufey V. Hjaltalín Stefnir Páll Sigurðsson Ásdís Sigurðardóttir Matthías Sigurðsson Ragnheiður Guðmundsdóttir Sigurður G. Sigurðsson Sigurveig Björgvinsdóttir Kristín Ármannsdóttir Birgir Ómarsson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.