Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.02.2008, Qupperneq 50

Fréttablaðið - 26.02.2008, Qupperneq 50
30 26. febrúar 2008 ÞRIÐJUDAGUR sport@frettabladid.is Hinn 22 ára gamli Óli Tómas Freysson úr FH gerði sér lítið fyrir og bætti Íslandsmet karla í 200 metra hlaupi innanhúss um 16/100 úr sekúndu þegar hann hljóp á 21,65 sekúnd- um á Bikarkeppnismóti Frjálsíþróttasambands Íslands um síðustu helgi. Fyrri methafinn, Sveinn Elías Elíasson, hljóp einnig undir gamla Íslandsmetinu en varð að sætta sig við annað sætið á tímanum 21,73 sekúndum. Óli Tómas Freysson var afar sáttur með árangurinn þegar Fréttablaðið tók hann tali í gær. „Þetta var mjög ánægjulegt. Ég setti stefnuna á að ná metinu og það var svo sem líklegt að bæði ég og Sveinn Elías myndum hlaupa undir metinu og bara spurning hvor færi lengra undir það,“ sagði Óli Tómas sem hefur jafnan lagt megináherslu á 100 metra hlaup. „200 metra hlaupið hefur verið að koma inn hjá mér síðasta árið eða svo en ég hef jafnan einbeitt mér mest að 100 metra hlaupi og 60 metra hlaupi. Munurinn er talsvert mikill að hlaupa þær vegalengdir samanborið við 200 metra hlaupin þar sem hraðaúthaldið í lok hlaupsins skiptir mestu máli og ég hef hingað til ekki verið nógu góður í að klára 200 metra hlaupin. Ég hef hins vegar lagt meiri áherslu á lengri spretti upp á síðkastið og ég finn að þetta er að koma betur hjá mér,“ sagði Óli Tómas sem telur sig eiga mikið inni og hefur sett sér skýr markmið fyrir næsta sumar. „Undirbúningstímabilið miðast náttúrlega fyrst og fremst við keppnina utanhúss næsta sumar þó svo að vissulega sé aðeins hliðrað til í æfingarprógramminu fyrir innanhússmótin. Fram undan eru tvö innanhússmót þar sem ég ætla mér að reyna að bæta Íslandsmetið í 60 metra hlaupi en þjálfarinn minn, Einar Þór Einarsson, sem er búinn að reynast mér mjög vel, á einmitt það met. Fyrir næsta sumar horfi ég mikið til Íslandsmetsins í 100 metra hlaupi sem er 10,56 sekúndur en ég á best 10,83 sekúndur. Það ber svolítið á milli en ég tel mig eiga talsvert inni og set stefnuna á að bæta metið,“ sagði Óli Tómas ákveðinn. SPRETTHLAUPARINN ÓLI TÓMAS FREYSSON: BÆTTI ÍSLANDSMETIÐ Í 200 METRA HLAUPI INNANHÚSS UM HELGINA Stefnan sett á metið í 100 metra hlaupi utanhúss FÓTBOLTI Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, tilkynnti í gær 20 manna hóp sem fer á Algarve Cup. Tveir nýliðar eru í hópnum, Hallbera Gísladóttir úr Val og Rakel Hönnudóttir úr Þór. - óój LANDSLIÐSHÓPURINN Markverðir: Guðbjörg Gunnars- dóttir, Val og Sandra Sigurðardóttir, Stjörnunni. Aðrir leikmenn: Katrín Jónsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir Dóra María Lárusdóttir, Ásta Árna- dóttir, Guðný Björk Óðinsdóttir, Sif Atladóttir, Pála Marie Einarsdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir, allar úr Val, Edda Garðarsdóttir, Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, Ólína G. Viðarsdóttir og Katrín Ómarsdóttir, allar úr KR, Greta Mjöll Samúelsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir, báðar úr Breiðabliki, Dóra Stefánsdóttir, Malmö, Erla Steina Arnardóttir, Kristianstad, Sara Björk Gunnarsdóttir, Haukum og Rakel Hönnudóttir, Þór. Kvennalandsliðið í fótbolta: Tveir nýliðar HANDBOLTI Guðmundur Guðmunds- son og HSÍ tilkynntu í gær skamm- tímasamning sín í milli um það að hann þjálfi íslenska landsliðið fram yfir komandi Ólympíuleika takist Íslandi að tryggja sér sæti á leikunum í Peking. Guðmundur þjálfaði landsliðið áður á árunum 2001-2004 og náði meðal annars 4. sætinu á EM 2002 í Svíþjóð og 7. sætinu á HM 2003 í Portúgal. „Ég hef ennþá brennandi áhuga á handbolta og er búinn að vera viðloðin þjálfun í átján ár. Það er mikill heiður að fá að taka við landsliðinu en ég var samt ekki að stefna á þetta á neinn hátt. Þetta þróaðist bara þannig að þetta kom upp og þá var bara að hrökkva eða stökkva og ég ákvað að stökkva,“ segir Guðmundur, sem fékk ekki langan umhugsunarfrest. „Ég íhugaði þetta yfir helgina og það skipti mig öllu máli að hafa stuðn- ing minna æðstu stjórnenda hjá Kaupþingi til þess að taka þetta að mér. Ef að það hefði ekki verið þá hefði ég ekki gefið kost á mér í þetta. Það er nú þannig með mig að ég hef oft verið ginkeyptur fyrir ögrandi verkefnum,“ segir Guðmundur. Formaður HSÍ þakkar einum helsta styrktaraðila sambandsins sinn þátt í að samninganefnd HSÍ fann loksins nýjan þjálfara. „Kaupþing er að sýna okkur mikið traust og styðja vel við íslenskan handbolta með því að gefa Guð- mund lausan í þessi verkefni. Það var mikið atriði að nýr þjálfari þekkti vel til liðsins og þekkti til boltans og það vó þungt,“ sagði formaðurinn um af hverju leitað var til Guðmundar. Hann kannast vel við leikmenn og umhverfi landsliðsins. „Ég fylgst gríðarlega vel með liðinu, var að aðstoða Alfreð og var síðan með liðið í þrjú og hálft ár. Ég þekki hvað þarf til í þetta starf,“ sagði Guðmundur, sem ját- aði það á blaðamannafundinum að fjölmiðlafárið í kringum ráðningu í landsliðsþjálfarastöðuna hafi ekki truflað sig í að taka þessa ákvörðun. „Það er bara eðlilegt að menn hafi skoðanir og skoðanaskipti í kringum landsliðið. Þetta er lands- lið þjóðarinnar og það er engum sama um það og þess vegna er öll umræða í kringum það eðlileg. Aðalatriðið er að það er búið að taka ákveðna ákvörðun núna og nú mun ég leggja allt kapp á það að undirbúa liðið sem best fyrir þessa leiki sem fram undan er,“ sagði Guðmundur en hann er ekki enn búinn að finna sér aðstoðarmann. „Ég fæ hjálp frá HSÍ í því en ég hef mínar skoðanir á því hver það muni verða,“ sagði Guðmundur, sem vildi ekki gefa upp hvert hann myndi horfa í leit sinni að aðstoðar- manni. Þetta verður í fyrsta sinn í 28 ár sem HSÍ leitar til þjálfara sem hefur verið með íslenska landslið- ið áður en síðastur til að koma aftur að landsliðinu var Hilmar Björnsson árið 1980, sem áður hafði hann þjálfað liðið frá 1968- 1972. Hilmar þjálfaði liðið síðan til 1983 þegar Bogdan Kowalczyk tók við því. ooj@frettabladid.is Sá fyrsti í 28 ár Guðmundur Guðmundsson er aftur tekinn við handboltalandsliðinu en það gerðist síðast 1980 að þjálfari sneri aftur í landsliðsþjálfarastólinn. GUÐMUNDARNIR TVEIR Guðmundur Guðmundsson, nýráðinn landsliðsþjálfari og fjær er Guðmundur Ingvarsson formaður HSÍ. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ÞESSI ER MEÐ TUDOR EKKERT MÁL CTEK HLEÐ SLUTÆKI V ERÐ FRÁ K R 7.900.- > Margir vænlegir kostir í stöðunni Það er ekki ljóst hver verður aðstoðarmaður Guðmundar Guðmundssonar, nýráðins landsliðsþjálfara í handbolta. Guðmundur var sem kunnugt er áður með landsliðið og þá var núverandi framkvæmdastjóri HSÍ, Einar Þorvarðar- son, aðstoðarmaður hans. Einar kvað í samtali við Frétta- blaðið ekkert vera ákveðið með hugsanlegan aðstoðar- mann nema þá að hann sjálfur myndi ekki taka það hlutverk að sér. „Það er engin hætta á því að ég taki starfið að mér, svo mikið er víst. Það eru hins vegar margir vænlegir kostir í stöðunni og við komum til með að skoða þá vandlega, en ekki á þeim hraða sem fjölmiðlarnir vilja að við gerum,“ sagði Einar á léttum nótum. FÓTBOLTI Everton sigraði Manchester City 0-2 á Borgar- leikvanginum í Manchester í gærkvöld. Heimamenn í City voru meira með boltann framan af leik en vel skipulögð vörn Everton gaf engin færi á sér. Everton komst svo yfir stuttu síðar þegar hinn eitraði Yakubu fékk góða send- ingu frá Cahill og afgreiddi boltann í netið framhjá Joe Hart í markinu. Varnarmaðurinn Joleon Lescott bætti svo öðru marki við fyrir Everton með hnitmiðuðum skalla eftir sendingu Lee Carsley utan af vinstri kantinum og þar við sat í hálfleik. Everton hélt uppteknum hætti í byrjun seinni hálf- leiks og Richard Dunne þurfti að bjarga á línu en eftir það náði City að kom- ast betur inn í leikinn og auka pressuna á Evert- on en sem fyrr gekk lið- inu illa að skapa sér marktækifæri. City-maðurinn Martin Petrov fékk svo að líta rauða spjaldið í uppbótar- tíma en sigur Everton var þá vitanlega í höfn. - óþ Everton vann City í ensku úrvalsdeildinni í gær: Everton í 4. sætið EITRAÐUR Varnarmenn City réðu illa við Yakubu í gærkvöld. NORDIC PHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.