Fréttablaðið - 27.02.2008, Síða 12

Fréttablaðið - 27.02.2008, Síða 12
12 27. febrúar 2008 MIÐVIKUDAGUR BER SIG EFTIR BJÖRGINNI Hvítrúss- neski leigubílstjórinn Leonio Kulakov er ekki sýklahræddur maður eins og sést berlega þegar hann leyfir þresti að tína upp fæðu af tungu sinni í miðbæ Mínsk, höfuðborgar Hvíta- Rússlands. NORDICPHOTOS/AFP SPÁNN, AP Skoðanakannanir bentu í gær til þess að Jose Luis Rodriguez Zapatero forsætisráð- herra hefði staðið sig lítillega betur en áskorandi hans úr her- búðum íhaldsmanna, Mariano Rajoy, í sjónvarpskappræðum kvöldið áður. Þetta voru fyrstu slíku kappræðurnar sem keppi- nautarnir háðu í aðdraganda þingkosninganna 9. mars. Samkvæmt niðurstöðum könn- unar sem gerð var fyrir dagblað- ið El País sögðust 46 prósent aðspurðra telja Zapatero hafa haft betur en 42 prósent töldu Rajoy hafa gert það. Tólf prósent töldu að um jafntefli hefði verið að ræða. Aðrar kannanir skiluðu mjög svipuðum niðurstöðum. Sósíalistar, sem Zapatero fer fyrir, hafa líka naumt forskot á íhaldsmenn í nýjustu könnunum á fylgi flokkanna. Í kappræðunum áttu keppinaut- arnir heitar umræður um efna- hagsmál, aðskilnaðarhyggju Baska og innflytjendamál. Þeir gripu oft hvor fram í fyrir öðrum og hitnaði stundum í hamsi. Slíkar kappræður oddvita beggja stjórnmálafylkinga hafa ekki farið fram á Spáni síðan fyrir fimmtán árum. Áformað er að endurtaka leikinn 3. mars, sex dögum fyrir kosningar. - aa KEPPINAUTAR Zapatero og Rajoy takast í hendur að kappræðustjórnandanum Manuel Campo Vidal áhorfandi í sjón- varpssal í Madríd í fyrrakvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Fyrstu sjónvarpskappræður oddvita beggja stjórnmálafylkinga á Spáni: Telja Zapatero hafa haft betur TÆKNI Fyrsta farþegavélin sem notar vistvænt eldsneyti lenti í Amsterdam síðustu helgi. Vélin er að gerðinni Boeing 747 frá breska flugfélaginu Virgin og var flogið Heathrow-flugvellinum í Lundúnum. Einn af fjórum hreyflum vélarinnar er knúinn með vist vænu eldsneyti og er að sögn talsmanna flugfélagsins unnið úr brasilískum babassuhnetum og kókóshnetum. Richard Branson, forstjóri Virgin, var eini farþegi ferðarinnar. Talsmenn flugfélagsins segja ferðina tímamót í nýtingu á umhverfisvænu eldsneyti. - rh Flýgur á vistvænu eldsneyti: Flaug frá Lond- on á hnetuolíu T B W A \R E Y K JA V ÍK \ S ÍA - 9 0 8 0 2 9 8 Aseta ehf. Tunguhálsi 19 110 Reykjavík Sími 533 1600 aseta@aseta.is WACKER hágæðabrotvélar og víbratorar fyrir alvöruiðnaðarmenn RV Unique örtrefjaræstikerfið - hagkvæmt, vistvænt og mannvænt Nánari upplýsingar veita sölumenn og ráðgjafar RV Bodil Fur, sölumaður hjá RV Unique í Danmörku UniFlex II H Fiber ræstivagn RV U N IQ U E 02 08 02 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is SAMFÉLAGSMÁL Hjálpræðisherinn hlaut Samfélagsverðlaun Frétta- blaðsins í gær. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfis- götu. Auk verðlaunagrips hlutu samtökin eina milljón króna í verðlaunafé. „Hjá Hjálpræðishernum er engum úthýst,“ sagði Steinunn Stefánsdóttir, aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins og formaður dóm- nefndarinnar. „Hann hefur starf- að hér á landi í meira en hundrað ár. Kærleikur knýr starfsemina áfram og hefur starf hersins iðu- lega beinst að þeim sem minnst mega sín í samfélaginu.“ Auk Hjálpræðishersins voru Saman-hópurinn, ABC-hjálpar- starf, Lögfræðiaðstoð Orators og BAS-hópurinn tilnefnd til Samfé- lagsverðlaunanna. Verðlaunin eru veitt félagasamtökum sem hafa unnið framúrskarandi mannúðar- eða náttúruverndarstarf og lagt sitt af mörkum til að gera íslenskt samfélag betra fyrir okkur öll. Verðlaun voru veitt í fjórum öðrum flokkum í gær: Hvunndags- hetjan, Frá kynslóð til kynslóðar, Til atlögu gegn fordómum og heiðurs verðlaun. Hvunndagshetjan var valin Ragna Marinósdóttir, sem hefur nýtt reynslu sína af umönnun fatl- aðra sona sinna til hagsbóta öðrum foreldrum fatlaðra barna. Í flokkn- um Frá kynslóð til kynslóðar hlutu hjónin Þorsteinn Bjarni Einarsson og Sigríður Steingrímsdóttir verð- launin, en þau tóku börn í skamm- tímavist á heimili sínu í átján ár. Í verðlaunaflokknum Til atlögu gegn fordómum var tónlistarmað- urinn Hörður Torfason verðlaun- aður. „Það framlag hans að ganga á sínum tíma fram fyrir skjöldu sem samkynhneigður markaði djúp spor á Íslandi, spor sem aldrei mun fenna í,“ sagði Steinunn við afhendinguna. Að lokum hlaut Guðrún Hall- dórsdóttir, fyrrverandi skólastjóri Námsflokka Reykjavíkur, heið- ursverðlaun. Þau eru veitt ein- staklingi sem hefur helgað líf sitt því verkefni að bæta samfélagið. Guðrún var heiðruð fyrir framlag sitt til menntunar ungmenna og fullorðinna sem hafa staðið höllum fæti í skólakerfinu. Í dómnefnd voru, auk Steinunnar, Reynir Ingibjartsson, formaður Aðstandendafélags aldraðra, Gísli Marteinn Baldursson borgarfull- trúi, Hildur Petersen, stjórnarfor- maður SPRON, og Svanfríður Jónasdóttir, bæjarstjóri á Dalvík. salvar@frettabladid.is Hermenn kærleikans verðlaunaðir Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins voru veitt í Þjóð- menningarhúsinu í gær. Þau komu í hlut Hjálpræð- ishersins fyrir meira en hundrað ára kærleiksknúið starf hérlendis í þágu þeirra sem minnst mega sín. VERÐLAUNIN VEITT Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sagði starf Hjálpræðis- hersins vera ríkan þátt í skilningi Íslendinga á því hvað sé að vera hinn miskunnar- sami Samverji. Í bakgrunni eru þeir sem tilnefndir voru til Samfélagsverðlaunanna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Kærleikur knýr starfsem- ina áfram og hefur starf hersins iðulega beinst að þeim sem minnst mega sín í samfélag- inu.“ STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR AÐSTOÐARRITSTJÓRI FRÉTTABLAÐSINS

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.