Fréttablaðið - 27.02.2008, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 27.02.2008, Qupperneq 22
[ ]Farangur þarf ekki að vera mikill ef skynsamlega er pakkað niður. Takið einungis með ykkur nærföt til skiptanna og auka sokkapar, greiðslukortið ætti svo að duga fyrir öðru. Íslenska fjölskyldufyrirtækið Seaways rekur seglskútuleigu í Göchek í Suður- Tyrklandi. Það mun standa fyrir tveimur skútusiglinganámskeiðum í apríl fyrir þá sem hafa aflað sér bóklegra skip- stjórnarréttinda. „Á námskeiðunum fer fram verkleg kennsla fyrir allan þann fjölda af punga- prófskonum og -körlum sem hafa aflað sér réttinda undanfarin ár,“ segir Önundur Jóhannsson flugstjóri, einn eigandi fyrir- tækisins og stjórnandi námskeiðanna. Hvert námskeið stendur yfir í tíu daga og hefst það fyrra hinn sjöunda apríl og hið seinna hinn átjánda. Fyrra námskeiðið hefst í Göceck og lýkur í Antalya en hið seinna hefst í Antalya og lýkur í Göceck. „Farið verður í skemmri siglingar á Göcek-flóa auk lengri ferða og nætursiglinga. Áð verður og varpað akkerum í fallegum víkum en þátttakendur munu búa um borð á meðan á námskeiðinu stendur,“ segir Önundur. Nemendur koma til með að fá þjálfun í stjórnun seglskipa, sem og annarri vinnu um borð að sögn Önundar. Sú vinna felur í sér skipsstjórn, notkun siglingatækja og beitingu skips, seglbúnaðar og vélar við ýmiskonar aðstæður. „Þarna gefst einstakt tækifæri til að sigla í fallegu umhverfi við frábærar aðstæður,“ segir Önundur, en að námskeiði loknu öðlast þátttakendur réttindi til að stjórna seglskipum. Þeir verða þó að hafa lokið bóklegu prófi. Auk námskeiðanna mun Seaways vera með skútur í tveimur siglingakeppnum í ár. „Við munum taka þátt í 9th International Göcek Regatta og 6th International Autumn Regatta. Við verðum með nokkrar skútur í báðum keppnum og er fólki frjálst að hafa samband og skrá sig,“ segir Önundur. Nánari upplýsingar má finna á www. seaways-sailing.com vera@frettabladid.is Nemendur búa um borð Önundur Jóhannsson kennir réttu seglskútuhandtökin. Seaways var með skútur í 8th International Göcek Regatta siglinga- keppninni síðastliðið vor og mun einnig taka þátt í ár. Áð í fallegri vík á leiðinni. Iceland Express er fimm ára í dag og býður af því tilefni fimm þúsund flugsæti á 6.995 krónur. „Það er alltaf gaman í afmælis- veislum og við viljum gefa öllum kost á að taka þátt í þessari með okkur,“ segir Linda Sörensen, sölufulltrúi hjá Iceland Express, um þau fimm þúsund flugsæti sem þar eru til sölu á spottprís í dag og á morgun. Áfangastaðirnir eru fimm; Alicante, Barcelona, Berlín, London og Kaupmanna- höfn og verðið aðra leiðina er bara 6.995 með öllum sköttum og gjöld- um. Ferðatímabilið er frá 1. mars til 15. maí þannig að nú þarf fólk að fara að skipuleggja vorfrí. Salan hefst klukkan 12 á hádegi í dag stundvíslega og lýkur klukk- an 17 á morgun, fimmtudag. Að sögn Lindu er mikill áhugi hjá þjóðinni á að nýta sér afmælis- boðið. „Fimm ára afmæli eru gjarnan dálítið lífleg og þetta verður engin undantekning,“ segir hún glaðlega. - gun Afmælisfjör Express Barcelona er einn af áfangastöðunum í afmælistilboði Iceland Express. Ekki dónalegt að spóka sig um á Römblunni í apríl. Langferðalagið undirbúið vel GOTT ER AÐ KYNNA SÉR TILVON- ANDI ÁFANGASTAÐI VEL ÁÐUR EN LAGT ER AF STAÐ. Ferðahandbækur eru mjög snið- ugar og gaman getur verið að lesa sér svolítið til um þau lönd sem stendur til að heimsækja áður en ferðalagið hefst. Þegar komið er á staðinn getur svo verið gott að nota bækurnar til þess að finna áhugaverða staði, veitingahús og hótel.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.