Fréttablaðið - 27.02.2008, Side 45

Fréttablaðið - 27.02.2008, Side 45
MIÐVIKUDAGUR 27. febrúar 2008 25 Háskólatónleikar fara fram í Nor- ræna húsinu í dag kl. 12.30. Þar kemur fram píanóleikarinn Peter Máté og leikur Sonata per piano- forte eftir John A. Speight og Hor- alská suita eftir Eugen Suchon. Sonata per pianoforte var samin árið 1998 að beiðni Peters Máté fyrir sónötu-prógramm. Hún er í gömlu formi í fjórum þáttum en með nýstárlegu yfirbragði. Peter frumflutti sónötuna í Salnum í Kópavogi árið 2000 og flutti hana nýlega í Moskvu og á Akureyri. Horalská suita er í fimmta hefti af sex með verkum fyrir píanó; þau bera nafnið Myndir frá Sló- vakíu. Verkin eru samin fyrir píanóleikara á ýmsum stigum, allt frá frá byrjendum til einleikara. Kröfur til flytjanda vaxa með hverju hefti. Öll verkin spretta úr þjóðlagabrunni Slóvaka. Aðgangseyrir er 1.000 kr., 500 kr. fyrir eldri borgara og öryrkja en ókeypis fyrir nemendur Háskóla Íslands. - vþ Máté leikur Speight og Sucho PETER MÁTÉ Leikur fögur píanóverk á Háskólatónleikum í Norræna húsinu í dag. Eyjólfur Már Sigurðs- son, forstöðumaður Tungumálamiðstöðvar H.Í., flytur fyrirlestur sem nefnist „Evrópa og tungumálin“ í stofu 101 í Odda á morgun kl. 16.30. Í fyrirlestrinum fjall- ar Eyjólfur um könnun sem gerð var á vegum Evrópusambandsins árið 2005 um tungumála- kunnáttu þáverandi aðildarlanda auk Búlg- aríu, Króatíu, Rúmeníu, Tyrk- lands og tyrkneska hluta Kýpur. Opinber stefna Evrópu- sambandsins er fjöltyng- isstefna, enda eru aðild- arlönd þess nú 27 talsins og opinber tungumál þeirra 23 talsins. Í sam- ræmi við þessa stefnu hefur sambandið sett sér þá stefnu að Evrópubúar verði færir um að tala og skilja tvö tungumál auk móðurmálsins. Eyjólfur dregur saman helstu niðustöður úr könnuninni og rýnir í þær í ljósi annarra heimilda. -vþ Fjölbreytt tungumál Evrópu EYJÓLFUR MÁR SIG- URÐSSON Dagskrá Listahátíðar í Reykjavík 2008, sem fer fram dagana 5. maí til 15. júní næstkomandi, var kynnt á blaðamannafundi í Hafnarhúsinu í gær. Það verður margt um dýrðir á hátíðinni og verður mynd- list gert sérlega hátt undir höfði. Sérleg áhersla var lögð á myndlist á Listahátíð í Reykjavík árið 2005 og þótti takast með eindæmum vel til. Því hefur verið ákveðið að end- urtaka leikinn í ár og bjóða upp á sannkallaða myndlistarveislu. Aðrar listgreinar líða þó ekki fyrir það, heldur verður jafnframt boðið upp á glæsilegt úrval fjölbreyttra viðburða. Stærsta verkefnið á Listahátíð í ár er Tilraunamaraþon sem haldið verður í Hafnarhúsinu. Maraþonið fer fram á vegum Listasafns Reykjavíkur og Serpentine Gall- ery í London, en þar hafa einmitt farið fram rómaðir maraþonvið- burðir undanfarin ár. Maraþoninu er stýrt af Hans Ulrich Obrist, sýn- ingarstjóra Serpentine Gallery, í samvinnu við Ólaf Elíasson. Um opnunarhelgi hátíðarinnar verður Hafnarhúsinu breytt í tilrauna- stofu þar sem myndlistarmenn, arkitektar, kvikmyndagerðarmenn og vísindamenn munu skapa vett- vang uppgötvana með margvísleg- um verkum, gjörningum og inn- setningum. Á meðal þátttakenda í mara þoninu verða Marina Abram- ovic, Brian Eno, Katrín Sigurðar- dóttir, Hekla Dögg Jónsdóttir, Gustav Metzger og Darri Lorenz- en. Að auki verða á dagskrá hátíðar- innar aðrir spennandi myndlistar- viðburðir. Á Kjarvalsstöðum verður boðið upp á sýninguna Draumar um ægifegurð í íslenskri samtímalist, en á henni má sjá hug- myndir listamanna um náttúruna í ljósmyndum og myndbandsverk- um. Á Listasafni Íslands verður sett upp sýningin List mót bygg- ingarlist sem fjallar um hin flóknu tengsl þessara tveggja greina. Dagskrá hátíðarinnar fer einnig að nokkru leyti fram utan höfuð- borgarsvæðisins. Þannig verður sett upp sýning í Listasafninu á Akureyri á vegum hátíðarinnar. Sýningin nefnist Andspænis Kína og á henni getur að líta málverk og skúlptúra eftir níu þekkta kín- verska listamenn. Hátíðin býður jafnframt upp á sýningar í söfnum og sölum víða annars staðar á lands- byggðinni. Þeir dagskrárliðir sem ekki flokk- ast til myndlistar eru ekki síður freistandi. Einn af meisturum djass- ins, nífaldi Grammy-verðlaunahaf- inn Wayne Shorter heldur tónleika í Háskólabíói. Þar verða einnig ein- söngstónleikar hinnar stórglæsi- legu bandarísku Denyce Graves, en hún er ein af skærustu stjörnum óperuheimsins um þessar mundir. Íslenski dansflokkurinn og dans- flokkurinn Carte Blanche frá Berg- en vinna saman að verkinu Ambra sem sýnt verður í Borgarleikhús- inu, en verkið verður jafnframt sýnt á listahátíð í Bergen síðar. Ofurhljómsveitin Super Mama Djombo frá Gíneu-Bissá kom til Íslands síðastliðið haust og tók hér upp hljómdisk. Hljómsveitin snýr aftur á vegum Listahátíðarinnar og heldur tónleika á skemmtistaðnum Nasa við Austurvöll. Að ofan hefur aðeins verið rakinn lítill hluti þeirrar dagskrár sem Listahátíð í Reykjavík býður upp á í ár, en þegar er ljóst að listunnend- ur hafa úr nógu að velja í maí næstkomandi . vigdis@frettabladid.is Myndlist í aðalhlutverki DAGSKRÁIN KYNNT Frá blaðamannafundi Listahátíðar í Hafnarhúsinu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 336 11586 22788 27740 41782 61517 71954 77529 88825 104403 4296 15735 24990 30886 43484 65085 73061 78538 89599 105236 4907 16072 25313 36587 51903 66143 74258 80449 91473 109311 6788 17589 25660 36908 54399 66419 75401 81377 92018 114010 6942 19107 27439 37463 56370 68004 75814 82174 98834 122369 9302 21059 27718 37814 59156 71697 76067 82212 103956 123065 Happdrætti húsnæðisfélags S.E.M. - - Útdráttur 24. feb 2008 - 319 12255 25797 38582 50501 64532 77145 91829 102220 114065 542 12665 26478 38852 50683 64699 77162 92143 102443 114538 694 13489 26584 38985 50996 64810 78254 92371 103201 114625 785 13709 26613 39416 51371 65153 78594 92991 103360 115042 1001 13712 26655 39464 51855 65985 78926 93098 103440 115069 1085 14346 26804 39799 52350 66169 79203 93548 103800 115232 1757 14506 26808 40275 52898 66245 80293 93550 104328 115326 1939 14796 26952 40544 53049 66495 80320 93715 104618 115607 2879 14803 27025 41206 53138 66986 80545 94891 105513 115689 3103 14851 27722 41465 53490 67069 80618 95669 105688 115775 3177 15058 27850 41643 53878 67255 80940 95734 105781 115844 3188 15798 28170 42270 54075 67772 80965 96277 106018 116093 3402 15833 28512 42336 54723 67797 81057 96350 106493 116558 4587 16752 28906 42338 55243 68054 81234 96458 106866 116775 4964 16858 29535 42627 55648 68102 82266 96741 106978 117055 5637 16868 29807 42762 55766 68349 82295 97249 107003 117611 6828 17209 29899 42838 55801 69167 83173 97538 107066 117673 7240 17533 30485 43113 55903 69236 84113 97681 107072 117793 7276 17676 30936 44012 57437 69823 84289 97741 107095 117805 7925 17677 30977 44316 57492 69881 84317 97804 107110 118970 8099 17703 31081 45967 57676 70540 84399 98266 107312 118972 8314 18595 31654 46834 57910 70771 84699 98547 108463 119296 8739 19506 31993 47139 58055 70801 85007 98869 108890 119448 8745 19638 32376 47611 58845 70940 85865 98911 109083 119487 8791 20822 32450 47737 59202 71377 86173 99009 109424 119573 9195 20889 32588 47773 61216 72010 86213 99361 109607 119579 9231 21030 32624 48008 61345 72055 86584 99519 109643 120374 9310 21313 33917 48041 61412 72768 89037 99590 110182 120546 9649 22047 34473 48305 61464 73057 89159 99692 110368 121753 9650 22900 34677 49062 61511 73106 89446 99763 111133 122462 10289 22923 35121 49081 61546 73981 89525 100266 111145 122684 10697 23123 35551 49202 61606 74004 89640 100680 111810 122811 10741 23193 36647 49225 61675 75159 90174 100739 111886 122851 10927 23750 37313 49765 62169 75263 90464 100832 112545 123399 10928 24009 37484 49901 63108 75339 90482 100840 112790 123559 11242 24540 37515 49926 63297 75485 90717 100985 112821 124173 11839 24804 37663 50049 63540 75585 91181 101043 113779 124188 12093 24903 37818 50277 64263 76079 91185 101493 113864 12182 25693 37969 50340 64347 76549 91798 101717 114038 Helgarferð frá Heimsferðum 50.000 Ferðaviningur frá Heimsferðum kr. 200.000 Vinninga ber að vitja innan árs. Upplýsingasími 5887470, og á heimasíðu sem@sem .is Þökkum ómetanleagan stuðning Birt án ábyrgðar veislusalur í Öskjuhllíð Sími: 578 5300 www.rubin.is rubin@rubin.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.