Fréttablaðið - 27.02.2008, Side 50

Fréttablaðið - 27.02.2008, Side 50
30 27. febrúar 2008 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Tveir af þremur nýliðum í Landsbankadeild karla eiga ekki löglegan keppnisvöll samkvæmt leyfiskerfi KSÍ en leita nú allra leiða í samvinnu við KSÍ og Reykjavíkurborg til að búa þannig um hnútana að þeir geti spilað á sínum völlum. Þróttur hefur spilað á aðalleik- vangi Laugardalsvallar undanfar- in ár en vill nú spila á Valbjarnar- velli þar sem liðið hefur spilað í 1. deildinni. Fjölnir er hinsvegar komið upp í úrvalsdeild karla í fyrsta sinn og vill halda áfram að spila heimaleiki sína á grasvellin- um í Grafarvoginum. Þróttarar hafa ekki góða reynslu af því að spila á Laugar- dalsvellinum. „Það er gríðarlega mikið undir fyrir félag eins og Þrótt að spila í efstu deild. Ef við getum fengið fleiri stig út á stemmninguna á Valbjarnarvelli þá er það virkilega þess virði að setja allt á fullt til þess að geta spilað þar. Við höfum fallið úr deildinni síðustu þrjú skipti sem við höfum spilað á aðalvellinum,“ segir Ásmundur Vilhelmsson, framkvæmdastjóri Þróttar. „Þetta er meiri heimavöllur. Það er meiri stemmning þarna og meiri nálægð milli leikmanna og áhorfenda,“ segir Ásmundur en völlurinn er ekki löglegur eins og staðan er í dag. „Þetta er bara í ákveðnu ferli í samvinnu við KSÍ og Reykjavík- urborg. Við erum bara að reyna verða okkur út um það sem vantar til þess að uppfylla leyfið. Það er ekki alveg komið á hreint hvað það þurfa að koma mörg sæti í stúkuna sjálfa. Það verða að vera ákveðið mörg sæti og í dag erum við bara með gömlu trébekkina í stúkunni og það dugar ekki sam- kvæmt leyfiskerfi KSÍ,“ segir Ásmundur. Fjölnismenn þurfa einnig að finna stað fyrir sæti á sínum velli. „Við höfum haft mestar áhyggj- ur af heimavellinum okkar og þetta er aðallega spurning um sætafjöldann. Við þurfum að koma upp einhverri bráðabirgðaaðstöðu með einhverjum sætum. Það er spurning hversu mörg þau verða og hvort 400 til 500 sæti muni duga. Við vonumst til þess að spila okkar heimaleiki á Fjölnisvellin- um. Það er alveg ljóst að við upp- fyllum ekki skilyrði leyfiskerfis- ins í dag,“ segir Ásgeir Heimir Guðmundsson, formaður Fjölnis, og bætir við: „Borgin og KSÍ eru að henda einhverju sín á milli og við höfum lent á milli eins og Þróttur. Það kom fram á KSÍ-þinginu að það sé fullur skilningur á okkar stöðu,“ segir Ásgeir Heimir. Það eru ekki góðar aðstæður fyrir áhorfendur á Fjölnisvellin- um og völlurinn fær risapróf strax í fyrsta leik þegar stórlið KR kemur í heimsókn. „Fyrsti heima- leikurinn er á móti KR, við erum að vonast til þess að sjálfur völlur- inn verði orðinn sæmilegur og svo þurfum við að koma öllum þessum KR-ingum fyrir,“ segir Ásgeir Heimir í léttum tón. Vandamálið við Valbjarnarvöll- inn hefur einnig verið sjálfur leik- völlurinn sem hefur verið ósléttur og illa farinn. Þróttarar brugðust hinsvegar við því strax síðasta haust. „Það var farið í að laga sjálfan völlinn strax og tímabilið var búið. Við fórum í að gera við grasið og verstu svæðin voru tekin upp. Við erum bjartsýnir á að grasið verði mjög gott í sumar,“ segir Ásmundur. Bæði félög eru með stærri plön upp á borðinu því Fjölnismenn ætla að ráðast í byggingu stúku og framtíðarvöllur Þróttara er þar sem gervigrasið í Laugardal er í dag. Þau plön breyta þó engu með vandamál liðanna í dag, nú þegar aðeins rúmir tveir mánuðir eru í fyrsta leik í Landsbankadeild karla. Það er þó ekki annað að heyra en að bæði félög ætli að finna leiðir til þess að leika heima- leikina á sínum velli næsta sumar. ooj@frettabladid.is Vantar pláss fyrir KR-ingana Nýliðar Þróttar og Fjölnis leita nú allra leiða til þess að spila heimaleiki sína á Valbjarnarvelli og Fjölnisvelli en hvorugur þeirra uppfyllir leyfiskerfi KSÍ. NOKKRIR UPP Á HÓL Fjölnisliðið þakkar áhorfendum stuðninginn eftir að þeir höfðu tryggt félaginu sæti í efstu deild í fyrsta sinn. Eins og sést er áhorfendaaðstaðan ekki góð við Fjölnisvöllinn. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Knattspyrnusamband Íslands stendur nú fyrir átaki til þess að fjölga konum í dómarastéttinni og því var haldið sérstakt dómaranámskeið eingöngu ætlað konum undir leiðsögn reynsluboltans Gylfa Orrasonar um síðustu helgi. „Það er að mínu mati löngu tímabært að fá konurnar til þess að taka einnig þátt í þessum hluta knattspyrnunnar, að vera dómarar, en ekki bara sem þjálfarar og leikmenn. Hingað til hefur ef til vill vantað fyrirmyndir fyrir stelpur til þess að þær fari út í að gerast dómarar og við vonumst til að bæta úr því sem fyrst,“ sagði Gylfi Orrason sem var ánægður með hvernig til tókst um síðustu helgi. „Mér fannst námskeiðið takast vel til og það var greinilega mikill áhugi fyrir hendi hjá þeim stelpum sem mættu. Þær fengu í hendurnar nýtt námsefni á vegum Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, sem var greinlega að hitta í mark og snéri vel að því verkefni sem við erum með í gangi núna. Við munum svo halda áfram með þennan hóp og stefnan er að mynda ákveðinn kjarna sem mun dæma saman strax næsta sumar. Magnús Jónsson, dómarastjóri KSÍ, hefur lagt mikla áherslu á að kýla þetta verkefni í gegn og hann mun sjá til þess að þær fái verkefni í næstefstu deild kvenna til að byrja með,“ sagði Gylfi sem kvað það undir stelpunum sjálfum komið hversu langt þær geti svo náð í framhaldinu. „Við ætlum að vera þeim innan handar og aðstoða þær og fylgjast vel með þeim dæma til að byrja með og svo er framhaldið í raun í þeirra höndum. Ef þær eru nógu ákveðnar og tilbúnar að leggja alla vinnuna á sig, þá geta hlutirnir gerst tiltölulega hratt fyrir sig. Þær gætu fljótt verið farnar að dæma í efstu deild og svo í framhaldinu gætu þær aflað sér réttinda til þess að dæma erlendis, sem er náttúrulega skemmtileg gulrót fyrir þá sem taka dómarastarfið sér fyrir hendur. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur stefnt að því að alþjóðlegir leikir í kvennaknattspyrnu séu dæmdir af konum og þar skortir ekki gæði heldur fjölda dómara. Að mínu mati eru bestu kvendómararnir frá Norðurlöndum og ég sé ekki af hverju Ísland gæti ekki náð sama stalli í framtíðinni,“ sagði Gylfi. GYLFI ORRASON, FYRRVERANDI DÓMARI: VAR TIL LEIÐSAGNAR Á SÉRSTÖKU DÓMARANÁMSKEIÐI FYRIR KVENDÓMARA Orðið löngu tímabært að konur láti til sín taka FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohnsen hefur ekki verið í náðinni hjá Frank Rijkaard, þjálfara Barce- lona, upp á síðkastið og það er liðn- ir átta leikir og rúmar fimm vikur síðan hann var síðast í byrjunalið- inu hjá Börsungum í 1-0 sigurleik á Racing í deildinni 20. janúar. Síðan hefur hann aðeins fengið að koma inn á sem varamaður fjórum sinnum og í raun aðeins spilað 54 af síðustu 720 mínútum í boði. Það gerir aðeins 7,5 prósent leiktímans. Barcelona mætir Valencia í kvöld í fyrri leik lið- anna í spænska bikarnum og getur leikið sinn fimmt- ánda leik í röð án taps. Eiður Smári fékk mikið af tæki- færum frá miðjum nóvem- ber fram til 20. janúar. Hann var þá 11 sinn- um í byrjunar- liðinu í 14 leikj- um og fékk að spreyta sig í samtals 747 mín- útur af 1.260 í boði eða 59,3 pró- sent leiktímans. Þegar farið yfir hvaða leikmenn hafa fengið að spila í þessum und- anförnum átta leikjum kemur í ljós að Eiður Smári er langneðstur og það þótt menn eins og Samuel Eto´o hafi verið í burtu vegna Afr- íkukeppninnar mestan hluta þessa tíma. Undrabarnið Lionel Messi hefur spilað mest eða í 633 mínútur eða þremur mínútum lengur en Andr- és Iniesta. Ungu strákarnir Bojan Krkic (248 mín. lengur en Eiður) og Giovani Dos Santos (200 mín. lengur en Eiður) fá miklu meira að spreyta sig en okkar maður sem hefur þó verið í hópnum í sjö af þessum átta leikjum. - óój SPILATÍMI Í SÍÐUSTU 8 LEIKJUM BARCELONA: (Byrjunarliðsleikir í sviga) Lionel Messi 633 mínútur (7) Andrés Iniesta 630 (7) Thierry Henry 546 (7) Deco 506 (6) Xavi 479 (5) Bojan Krkic 302 (3) Ronaldinho 257 (2) Giovani Dos Santos 254 (3) Rafael Márquez 248 (3) Touré Yaya 213 (2) Edmílson 130 (2) Samuel Eto´o 107 (1) Eiður Smári Guðjohnsen 54 (0) Eiður Smári Guðjohnsen í síðustu leikjum Barcelona: Settur út í kuldann SVEKKTUR Eiður Smári Guðjohnsen hefur verið mikið á bekknum. NORDICPHOTOS/GETTY > Ekkert heyrt frá Guðmundi Nokkur nöfn hafa verið nefnd til sögunnar í sambandi við hugsanlegan aðstoðarmann Guðmundar Guðmundssonar, nýráðins landsliðsþjálfara í handbolta. Aron Kristjánsson, Patrekur Jóhannesson og Óskar Bjarni Óskarsson eru þar á meðal en enginn þeirra hafði talað við Guðmund þegar Fréttablaðið heyrði í þeim í gær. „Ég get staðfest að engar viðræður hafa átt sér stað og ég er núna bara með hug- ann við úrslitaleikinn í bikarnum,“ sagði Óskar Bjarni en kvaðst vera til í að skoða málið ef til hans yrði leitað. „Það yrði heiður að aðstoða landsliðið og ég myndi íhuga boðið vel ef til þess kæmi. Það eru annars margir til kallaðir og ég er viss um að Guðmundur finnur á endanum góðan mann sér við hlið.“ 575 1221 Renault Kerax 420.40 8x4 Ekinn 31.000 km. Tilboðsverð: 8.500.000 án vsk. Renault Mascott 130.65 Ekinn 130.000 km. Tilboðsverð: 1.390.000 án vsk. M.B. Atego 815 Ekinn 151.355 km. Tilboðsverð: 1.950.000 án vsk. Stórir og sterkir á tilboði KÖRFUBOLTI KR vann mikilvægan þriggja stiga sigur, 70-73, á Val í Iceland Express-deild kvenna í Vodafone-höllinni í gær og eru nýliðarnir úr Vesturbænum ennþá í baráttunni um deildar- meistaratitilinn. KR var með örugga forustu framan af leik, komst í 8-21 og var 26-37 yfir í hálfleik. Vals- stúlkur unnu sig hægt og bítandi inn í leikinn og þriggja stiga skot Molly Peterman rúllaði upp úr um leið og lokaflautið gall. Cand- ace Futrell skoraði 13 af 27 stig- um sínum í fjórða leikhlutanum og hélt KR á floti með því að setja mörg ótrúleg sirkusskot niður á lokasprettinum. Hildur Sigurðardóttir átti einnig mjög góðan leik í liði KR og var með 18 stig, 11 fráköst og 9 stoðsend- ingar. Hjá Val skoraði Molly 26 stig og Signý Hermannsdóttir var með 21 stig og 10 fráköst. Hanna B. Kjartansdóttir sneri aftur í boltann eftir barnsburð- arhlé og var með 6 stig og 8 stoð- sendingar á 18 mínútum. - óój KR vann Val 70-73 í Iceland Express-deild kvenna í Vodafone-höllinni í gær: Mikilvægur sigur KR-kvenna

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.