Fréttablaðið - 28.02.2008, Side 33

Fréttablaðið - 28.02.2008, Side 33
FIMMTUDAGUR 28. febrúar 2008 3 Eftir dálítið þunglyndislegan febrúarmánuð með útsölulokum og tómlegum búðum hressist andinn við með tískuviku þar sem sýnd er vetrartískan 2008-9. Vetrartískan boðar hér vorið á sérstakan hátt. Á eftir Mílanó og New York er komið að París. John Galliano er með hressara móti eftir tilþrifalitlar sýningar undanfarið. Andinn er á árunum kringum ´60 með tilkomumiklum hárgreiðslum og undir hljómar Mrs. Robinson Simons og Garfun- kels. Litirnir fushíableikur, turkisblár og sítrónugulur svo einhverj- ir séu nefndir. Næsti vetur verður því ekki dapurlegur í dökkum litum eins og oft áður, heldur í sterkum, áberandi litum. Kjólarnir eru þröngir, hálfsíðir en ekki snarstuttir eins og undanfarið og engar buxur í boði. Til að auka á verðmætið eru yfirhafnir úr strúts- skinni, krókódíl og loðfeldi, sannkallaðir gangandi dýrakirkjugarð- ar. Það vakti hins vegar athygli hversu fáar stjörnur létu sjá sig á sýningunni. Kannski of mikið að gera á milli þess að fara á Cesar- verðlaunaafhendinguna á föstudag í París og Óskarsverðlaunin á sunnudagskvöld í Hollywood. Það hefur reyndar verið sagt um fleiri tískusýningar að þessu sinni að stjörnurnar hafi látið sig vanta. Sharon Stone, Nicole Kidman og Janet Jackson hafa ekki enn sést í París. Manish Arora, indverski hönnuðurinn sem hefur slegið í gegn síð- ustu misseri, gladdi svo sannarlega augað á sunnudagskvöld á ann- arri Parísarsýningu sinni, hvort sem hönnunin heillar eða ekki. Arora sem byrjaði sinn feril sem búningahönnuður í Bollywood er tryggur uppruna sínum og reynir alls ekki að elta vestræna tísku. Höfuðstöðvar hans eru enn í Indlandi þar sem hann skapar vinnu fyrir fjölda manns þrátt fyrir aukin umsvif í vestrænum tískuheimi. Hönnun Arora er eins og ævintýri fyrir börn, full af litum, fígúrum, litríkum perlum og pallíettum eins og Indverjum einum er lagið. Fyrirsæturnar báru skrautlegar grímur á andlitum líkt og þær væru komnar beint út barnaleikriti. Umgjörð sýningarinnar var sömu- leiðis litrík og hann, eins og fleiri um þessar mundir, fer þá leið að hafa lifandi tónlist á sýningunni. Martin Margiela er þekktur fyrir að gera tilraunir í hönnun sinni og hann brá ekki út af venjunni í þetta skiptið með skóhælum gerð- um úr nöglum, flíkurnar nákvæmlega hannaðar líkt og eftir stærð- fræðiformúlu, uppháir bogalagaðir kragar á kápum frá öxlum næst- um upp að nefi. Litirnir dökkir. Í bland dálítið af hlébarðamunstri og blómum, rétt til hressingar í drunganum. Hann skreytir sömuleiðis flíkurnar með smáatriðum eins og rennilásum og áprentuðum mynd- um. Athyglisverðar tilraunir í efni. bergb75@free.fr Dýrakirkjugarðar og naglar á sýningarpöllum í París Úr háborg tískunnar BERGÞÓR BJARNASON SKRIFAR FRÁ PARÍS Kremaður málmur í ýmsum litum NÝJU AUGNSKUGGARNIR FRÁ NIVEA BEAUTÉ GEFA HUGTAKINU AÐ MÁLA SIG NÝJA MERKINGU, ÞVÍ LITAGLEÐIN FÆST Í FRUMLEGUM MÁLARATÚBUM. Augnskuggarnir frá Nivea Bea- uté koma í öllum regnbog- ans litum og gefa áferð bráðins málms, en útkoman er ægifögur og ljómandi og endist lengi. Með Creamy Metal-augnskuggum Nivea Beauté er fegurð augn- anna undirstrikuð, en í þeim er púður sem gefur góða endingu og kemur í veg fyrir smit, þannig að augun virðast alltaf nýmál- uð. Auðvelt er að blanda litunum saman og leyfa listræna fagur- keranum að njóta sín fyrir fram- an spegilinn. - þlg H im in n o g h a f / S ÍA Vantar þig aukapening? Pósthúsið leitar að duglegu og morgunhressu fólki til að bera út blöð milli 6 og 7 á morgnana. Um er að ræða holla og hressandi útiveru, annars vegar á virkum dögum og hins vegar um helgar. Njóttu þess að taka daginn snemma, hreyfðu þig og fáðu borgað fyrir það. Allar nánari upplýsingar veitir dreifingardeild Pósthússins í síma 585 8330. Einnig er hægt að sækja um á www.posthusid.is – ódýrari valkostur Pósthúsið ehf | Suðurhrauni 1 | 210 Garðabæ | Sími: 585 8300 | posthusid.is Pósthúsið er ungt og öflugt dreifingarfyrirtæki á sviði blaða- og vörudreifingar. Hjá Pósthúsinu starfa um sjöhundruð manns að uppbyggingu á fjölbreyttum og skemmtilegum vettvangi.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.