Fréttablaðið - 28.02.2008, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 28.02.2008, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR 28. febrúar 2008 3 Eftir dálítið þunglyndislegan febrúarmánuð með útsölulokum og tómlegum búðum hressist andinn við með tískuviku þar sem sýnd er vetrartískan 2008-9. Vetrartískan boðar hér vorið á sérstakan hátt. Á eftir Mílanó og New York er komið að París. John Galliano er með hressara móti eftir tilþrifalitlar sýningar undanfarið. Andinn er á árunum kringum ´60 með tilkomumiklum hárgreiðslum og undir hljómar Mrs. Robinson Simons og Garfun- kels. Litirnir fushíableikur, turkisblár og sítrónugulur svo einhverj- ir séu nefndir. Næsti vetur verður því ekki dapurlegur í dökkum litum eins og oft áður, heldur í sterkum, áberandi litum. Kjólarnir eru þröngir, hálfsíðir en ekki snarstuttir eins og undanfarið og engar buxur í boði. Til að auka á verðmætið eru yfirhafnir úr strúts- skinni, krókódíl og loðfeldi, sannkallaðir gangandi dýrakirkjugarð- ar. Það vakti hins vegar athygli hversu fáar stjörnur létu sjá sig á sýningunni. Kannski of mikið að gera á milli þess að fara á Cesar- verðlaunaafhendinguna á föstudag í París og Óskarsverðlaunin á sunnudagskvöld í Hollywood. Það hefur reyndar verið sagt um fleiri tískusýningar að þessu sinni að stjörnurnar hafi látið sig vanta. Sharon Stone, Nicole Kidman og Janet Jackson hafa ekki enn sést í París. Manish Arora, indverski hönnuðurinn sem hefur slegið í gegn síð- ustu misseri, gladdi svo sannarlega augað á sunnudagskvöld á ann- arri Parísarsýningu sinni, hvort sem hönnunin heillar eða ekki. Arora sem byrjaði sinn feril sem búningahönnuður í Bollywood er tryggur uppruna sínum og reynir alls ekki að elta vestræna tísku. Höfuðstöðvar hans eru enn í Indlandi þar sem hann skapar vinnu fyrir fjölda manns þrátt fyrir aukin umsvif í vestrænum tískuheimi. Hönnun Arora er eins og ævintýri fyrir börn, full af litum, fígúrum, litríkum perlum og pallíettum eins og Indverjum einum er lagið. Fyrirsæturnar báru skrautlegar grímur á andlitum líkt og þær væru komnar beint út barnaleikriti. Umgjörð sýningarinnar var sömu- leiðis litrík og hann, eins og fleiri um þessar mundir, fer þá leið að hafa lifandi tónlist á sýningunni. Martin Margiela er þekktur fyrir að gera tilraunir í hönnun sinni og hann brá ekki út af venjunni í þetta skiptið með skóhælum gerð- um úr nöglum, flíkurnar nákvæmlega hannaðar líkt og eftir stærð- fræðiformúlu, uppháir bogalagaðir kragar á kápum frá öxlum næst- um upp að nefi. Litirnir dökkir. Í bland dálítið af hlébarðamunstri og blómum, rétt til hressingar í drunganum. Hann skreytir sömuleiðis flíkurnar með smáatriðum eins og rennilásum og áprentuðum mynd- um. Athyglisverðar tilraunir í efni. bergb75@free.fr Dýrakirkjugarðar og naglar á sýningarpöllum í París Úr háborg tískunnar BERGÞÓR BJARNASON SKRIFAR FRÁ PARÍS Kremaður málmur í ýmsum litum NÝJU AUGNSKUGGARNIR FRÁ NIVEA BEAUTÉ GEFA HUGTAKINU AÐ MÁLA SIG NÝJA MERKINGU, ÞVÍ LITAGLEÐIN FÆST Í FRUMLEGUM MÁLARATÚBUM. Augnskuggarnir frá Nivea Bea- uté koma í öllum regnbog- ans litum og gefa áferð bráðins málms, en útkoman er ægifögur og ljómandi og endist lengi. Með Creamy Metal-augnskuggum Nivea Beauté er fegurð augn- anna undirstrikuð, en í þeim er púður sem gefur góða endingu og kemur í veg fyrir smit, þannig að augun virðast alltaf nýmál- uð. Auðvelt er að blanda litunum saman og leyfa listræna fagur- keranum að njóta sín fyrir fram- an spegilinn. - þlg H im in n o g h a f / S ÍA Vantar þig aukapening? Pósthúsið leitar að duglegu og morgunhressu fólki til að bera út blöð milli 6 og 7 á morgnana. Um er að ræða holla og hressandi útiveru, annars vegar á virkum dögum og hins vegar um helgar. Njóttu þess að taka daginn snemma, hreyfðu þig og fáðu borgað fyrir það. Allar nánari upplýsingar veitir dreifingardeild Pósthússins í síma 585 8330. Einnig er hægt að sækja um á www.posthusid.is – ódýrari valkostur Pósthúsið ehf | Suðurhrauni 1 | 210 Garðabæ | Sími: 585 8300 | posthusid.is Pósthúsið er ungt og öflugt dreifingarfyrirtæki á sviði blaða- og vörudreifingar. Hjá Pósthúsinu starfa um sjöhundruð manns að uppbyggingu á fjölbreyttum og skemmtilegum vettvangi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.