Fréttablaðið - 01.03.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 01.03.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 LAUGARDAGUR 1. mars 2008 — 60. tölublað — 8. árgangur ST ÍL L 66 C‘EST CHIC! Balenciaga fær frábæra dóma á tískuvikunni í París 66 28. febrúar til 9. mars Opið 10–18 alla daga FASTEIGNIR Margir hafa gert skuld- bindandi samning um kaup á íbúð án þess að hafa sölutryggt íbúð sína. Þetta getur valdið snöggum verðlækkunum á fasteignamark- aðnum þar sem kaupendur verða tilneyddir til þess að lækka verð- ið mikið, að mati viðmælenda Fréttablaðsins. „Þetta er eitt af því sem getur gerst. Það gæti valdið vandræð- um,“ segir Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fast- eignasala. Tölur um hversu margir eru í fyrrnefndri stöðu liggja ekki fyrir. Hann telur það afar óheppilegt að stjórnvöld hafi ekki tímasett niðurfall á stimpilgjöldum fyrir kaupendur á fyrstu íbúð. Það geti haft slæmar afleiðingar þar sem það sé engum til hagsbóta ef mark- aðurinn hrynji. „Stjórnvöld hafa boðað það að stimpilgjöld verði afnumin af kaupum á fyrstu íbúð. Það eru góðar fréttir en óvissan um hvenær það gerist er skaðleg,“ segi Grétar. „Það liggur í augum uppi að fólk sem er að fara að kaupa sína fyrstu íbúð kaupir hana ekki ef það veit að það getur fengið hundraða þúsunda afslátt innan skamms. En hvenær kemur hann?“ Björgvin G. Sigurðsson við- skiptaráðherra segir það tíma- spursmál hvenær þetta verði til- kynnt. „Ég hugsa að stimpilgjöldin ráði ekki úrslitum um hvort fólk kaupir sér íbúð sem það kann vel við eða ekki. En ég get tekið undir það að óvissan er alltaf til ama. Það mun ekki líða á löngu þar til tímasetning verður tilkynnt á þessu,“ segir Björgvin. Farið er að hægjast um á fasteignamarkaði eftir mikinn uppgang síðustu ár. Veltan hefur dregist mikið saman frá því í haust, og er næstum tvö- falt minni en hún var á sama tíma í fyrra. Í síðustu viku minnkaði veltan frá vikunni á undan og var 3,3 milljarðar samkvæmt Fast- eignamati ríkisins. Hún var tæp- lega sex milljarðar á sama tíma í fyrra. Íbúðalánasjóður lánaði rúm- lega fimmfalt meira en bankarnir til húsnæðiskaupa í janúar. - mh / sjá síðu 38 Margir sitja uppi með íbúðir Margir hafa gert skuldbindandi samning um kaup á íbúð án þess að vera búnir að sölutryggja íbúð sína. Þetta gæti valdið vandræðum í því árferði sem nú er, segir framkvæmdastjóri Félags fasteignasala. BJART SYÐRA Í dag verður víðast hæg norðaustlæg átt en þó strekk- ingur eða allhvasst norðan til og á Vestfjörðum. Él nyrðra og eystra en víða bjart sunnan og vestan til. Frost yfirleitt 0-8 stig. VEÐUR 4 -3 -4 0 -1-4 66 1. mars 2008 LAUGA RDAGUR utlit@frettabladid.is DAÐRAÐ VIÐ TÍSKU NA Anna Margrét Björn sson Dásamleg vorleg og sexí nærföt í fölgrænu og bleiku frá Systrum, Laugavegi. La Base Pro frá Lancôme – til að setja undir farða svo að húðin ljómi og verði ger- samlega fullkomin. OKKUR LANGAR Í … Ármúla 22 • 108 Reyk javík • Sími 533 5900 • www.skrifstofa.is Opnunartími: mánud. - föstud. 9:00 til 18:00 og laugard. 11:00 - 15 :00 HÅG Capisco er mar gverðlaunaður skrifstofustóll sem he ntar einstaklega vel fyrir þá sem kjósa að vinna við hæðarstillanleg rafma gnsskrifborð. Það er mjög auðvelt að si tja í mjög lágri stöðu upp í það að ve ra hálfstandandi. Capisco skrifstofustó llinn er með10 ára ábyrgð og lífstíðarábyrgð á hæð arpumpu BR O S 01 37 /2 00 7 Hönnuður Peter Opsvik Capisco er heilsuvænn vinnufélagi Tilboðsverð frá kr. 7 8.273.- DÝRSLEGT Jean- Paul Gaultier not- aðist við dýraskinn og pelsa í öllum flíkum. Frumlegheit voru í fyrirrúmi hjá hels tu hönnuðum sem s ýndu á tískupöllum Parísa rborgar. Balmain v ar með rokkuð gla nsefni, Nicolas Ghésquier e hjá Balenciaga s ló aftur í gegn með framúr- stefnulegum sniðu m og Vivienne Wes twood fékk grunns kóla- krakka til að teikn a á efnin. Jean-Pau l Gaultier stuðaði dýra- verndunarsamtök með því að senda f yrirsætur íklædda r pelsum og skinni frá toppi til táar, nýstjarnan á svæðinu, Gaspa rd Yurchievich, var m eð dásamlega síða draumkennda kjóla og John Galliano heill aði áhorfendur me ð litríkri sixtíssýni ngu. Hér gefur að líta h ápunkta vikunnar. - amb HAUST 2008 Á TÍSK UVIKUNNI Í PARÍS C‘EST CHIC! SIXTÍS Dúkkulegt útl it og skærir litir hjá John Galliano fyr ir Dior. > TÍSKUFRÉTTIR VIK UNNAR Chanel listsýning í Hong Kong Risastór innsetning kostuð af tískuhúsin u Chanel var opnuð í Hong Kong í fyrradag í hví tu geim-legu rými. „ Hong Kong er svo orkumik il borg,“ sagði Bruno Pav- losky, yfrmaður tísk udeildar innar. Í rými nu er að finna sýningar á v erkum tuttugu alþjó ðlegra listamanna en þau e ru öll byggð á hinni frægu 2,55 Chanel-tösku. G ólf sýningarrýmisins, sem er hannað af Zöhu H adid, er þakið risavö xnum kamelíublómum og í loftinu fljóta um kr istalsský eftir Lori Cecchini o g Michael Lim. Með al annarra listamanna eru ljósm yndarinn Araki, rúss neski gjörningahópurinn B lue Noses og Yoko Ono. Aðaltískuviku ársi ns lýkur nú um he lgina en hún er að sjálfsögðu í höfuðborg tískunn ar, París. Af um se x hundruð sýningu m sem áttu sér stað í haust er líklegt að einungi s fjórar eða fimm hafi gífurleg áhrif á tískustraum a almennings næs ta árið og nokkrar sýningar eru iðulega dæmdar „ must-see“ af tísku spekúlöntum. Af s líkum má nefna sýningar Balencia ga og Christian Di or. Balenciaga er e ftirsóttasta tískumerki heims um þessar mundir eftir að hönnuður inn Nicolas Ghésquiere settist við stjórnvölinn f yrir um tveimur á rum. Hann fær alltaf gífurlegt lof frá gagnrýnendum fyrir frumleg snið og efni. Glansandi legging s sem sjást nú um allar trissur hefðu aldrei verið vinsæl nema fyrir línu Ghésquieres fyrir um tveimur árum, túlípana- pils og víðar kápu r hefðu heldur ald rei litið dagsins ljó s. Svokallaðar „goucho“ buxur er u komnar í allar b úðir um þessar mu ndir í kjölfar síðustu haust- og v etrarlínu hans. Sv o eru það „fetish“ skórnir sem hann kom fyrst m eð en eftirlíkingar eru farnar að birt ast í almennum skóbúðum. Í þetta sinn sýndi þessi m agnaði hönnuður o kkur einhvers konar blöndu aust rænna og vestræn na áhrifa og var b úinn að mýkja ímynd Balenciaga ögn með kvenlegu m svörtum kokkte ilkjólum og þröngum hnésíðum pilsum við jakka í grafískum mynst rum. Mikið bar á undarlega sn iðnum kjólum úr g úmmíkenndum efn um sem eru ef til vill tilraun ti l að færa okkur fr am á geimöld. Skó r voru enn í undarlegri kantinu m og voru himinhá ir með þríhyrndum perspex- hæl, og fyrirsætur voru skreyttar me ð stórum glitrandi armböndum og hálsfestum. Nú er bara að bíða í s vona sirka ár til að sjá þetta allt saman endurspegl ast í ódýrari merk jum. Önnur stórsý ning Parísar- borgar var John G alliano fyrir Dior en þar gaf að líta e inhvers konar Valley of the Dolls -keim. Fyrirsætur voru klæddar í m arglita sixtískjóla með tú berað hár og dúkk ulega augnmálnin gu. Það sem vakti mesta athyg li var, ef frá var te kin hin ýkta málni ng og hár- greiðsla, að fötin v oru, ólíkt mörgum fatnaði frá Gallia nos, einstak- lega klæðileg – stu ttir jakkar með A- línu pilsum, brydd ingar úr minkaskinni og fa llegir litir. Fylgihl utir eins og dásam legar töskur úr litríku leðri voru á berandi á pallinum enda veit Galliano að töskurnar færa mestan penin g í kassann. Ghésquiere og gúmm ikjólarnir RÓMANTÍSKT Fjólublátt og gult hjá Gaspard Yurchievich. KVENLEGT Falleg en frumleg snið hjá Nicolas Ghésquiere fyrir Balenciaga. ÞAÐ SEM KOMA SKAL Rauður kjóll úr glansandi gúmmíefni hjá Balenciaga. ROKKAÐ Stuttir og sexí kjólar hjá Balmain. Dömulega sanserað a hælaskó með slaufu frá Eroto kritos, fást í Trilogiu, Laugav egi. VEÐRIÐ Í DAG DÝRALÍF „Það er sennilega enginn með stærri hjörð hérna inni í borginni,“ segir Ásta Pálsdóttir, gæsamamma eins og hún kallar sig, en um sextíu gæsir venja komu sína á planið fyrir utan heimili hennar í Hátúni enda gefur hún þeim brauð í gogginn margsinnis á dag. „Þetta byrjaði á því að það voru hér fjórar gæsir inni í garði hjá mér skömmu eftir jól og þær voru eitthvað svo umkomulausar greyin að ég gaf þeim brauð. Þær hafa svo greinilega kjaftað frá því hinar voru fljótar að koma,“ segir hún og hlær við. Það getur verið tilkomumikið að sjá til Ástu þegar hún bregður sér af bæ eða þegar hún er að koma heim því þá fljúga gæsirnar nánast í fang hennar. „Þetta er voðalega gaman og þær eru afar spakar og éta úr lófanum á mér.“ En þessu fylgja nokkur útgjöld því gæsirnar klára hæglega tíu brauðhleifa á dag. „Þeir hafa reyndar hlaupið undir bagga í bakaríi Jóa Fel og síðan Bakarameistarinn, sem er voðalega gott því maður hefur varla efni á þessu.“ Fleiri vængjaðir njóta góðs af gæsku gæsa- mömmu því hún hefur komið fyrir körfum með góðgæti fyrir þresti og snjótittlinga í garðinum. - jse Sextíu gæsir halda til hjá gæsamömmu í Hátúni: Sannkallað gæsapartí í Hátúni Í MATARTÍMA HJÁ GÆSAMÖMMU Fjöldi gæsa fékk sér gott í gogginn hjá Ástu í gær þegar ljósmyndari Fréttablaðsins leit þar við. Skömmu eftir jól gaf Ásta fjórum gæsum í gogginn en þær hafa greinilega borið henni vel söguna því fljótlega voru um sextíu gæsir farnar að venja komu sína í Hátúnið til Ástu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Auglýsingasími – Mest lesið BRETLAND, AP Harry prins hefur undanfarnar tíu vikur verið við herþjónustu í Afganistan en verður nú kallaður heim eftir að fjölmiðlar greindu frá veru hans þar. Óttast er að talibanar reyni að ráða hann af dögum. Breska varnarmálaráðuneytið greindi fjölmiðlum frá því að Harry yrði sendur til Afganistan en gerði við þá samkomulag um að sitja á upplýsingunum til að stofna ekki öryggi Harrys og sveitar hans í hættu. Ástralskt tímarit og þýskt dagblað láku fréttinni. Harry er fyrsti meðlimur konungsfjölskyld- unnar til að sinna herþjónustu á bardagasvæðum frá því Andrés frændi hans flaug þyrlum í Falklandseyjastríðinu 1982. - sdg Ótti við morðtilraunir talibana: Harry prins sendur heim Á BARDAGASVÆÐUM Harry prins hefur verið í Afganistan í tíu vikur. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Gabríela Friðriksdóttir er bókuð langt fram í tímann á sýningum um heim allan. HELGAREFNI 36 „ÉG LEGGST EKKI Á BEKK OG HUGSA.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.