Fréttablaðið - 01.03.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 01.03.2008, Blaðsíða 6
6 1. mars 2008 LAUGARDAGUR MENNTUN Skrifað hefur verið undir þjónustusamning um að Menntafélagið ehf. taki yfir rekstur Iðnskólans í Reykjavík og Fjöltækniskóla Íslands 1. júlí. Skólarnir verða reknir sem einn og fá nýtt, sameiginlegt nafn en ekki hefur verið ákveðið enn hvað nýi skólinn mun heita. Hann tekur til starfa í haust. Tveir menn munu stýra skól- anum; Baldur Gíslason, skóla- meistari Iðnskólans í Reykjavík, og Jón B. Stefánsson, skólameist- ari Fjöltækniskólans. „Skólinn verður á nokkrum stöðum til að byrja með en við erum metnaðar- fullir stjórnendur og horfum auð- vitað til þess að geta komið skól- unum í eitt hús þegar tímar líða,“ segir Baldur, „en það er ekki komið lengra.“ Hann bendir á að tilgangur yfirtökunnar sé sá að efla iðn- og starfsmenntun. Talsverð sam- legðaráhrif fáist. „Með þessu teljum við okkur vera að stíga mjög stórt skref í því að efla iðn- og starfsmenntun í landinu,“ segir hann. Í Fréttablaðinu kom nýlega fram að óánægja hefði verið meðal kennara Iðnskólans með það hvernig staðið hefði verið að sameiningunni, upplýsingaflæði hefði verið af skornum skammti og ekkert samráð verið haft við kennara. Baldur segir engan veginn hægt að segja að veruleg óánægja sé meðal kennara. „Svona óánægja er alltaf einstaklings- bundin. Í upphafi vann fámennur hópur gegn þessu. Í þeim hópi hefur mjög fækkað en það verða alltaf einhverjir sem ekki eru sáttir við svona aðgerð. Við erum að tala um stóra stofnun með 160- 170 starfsmenn og þó að einhver sé óánægður endurspeglar það ekki stöðuna,“ segir hann. Baldur segir að hugmyndin hafi verið kynnt fyrir rúmu, eða 1. febrúar í fyrra. „Við kynntum hugmyndina á stórum fundi og síðan er liðið heilt ár og rúmlega það þar til hugmyndinni er lokað í dag. Fyrir þessa kynningu höfðu menn ekki fengið að fylgjast með en eftir fundinn hafa kennarar verið upplýstir reglulega um gang mála.“ Menntafélagið ehf. er í eigu Sam- taka iðnaðarins, Landssambands íslenskra útvegsmanna, Samorku, Sambands íslenskra kaupskipa og Iðnaðarmanna félagsins í Reykja- vík. Kennara félag Iðnskólans ætlar að biðja umboðsmann Alþingis að kanna lögmæti samrunans. ghs@frettabladid.is IÐNSKÓLINN Í REYKJAVÍKFJÖLTÆKNISKÓLI ÍSLANDS Stórt skref í eflingu starfsmenntunar Menntafélagið ehf. yfirtekur rekstur Iðnskólans í Reykjavík og Fjöltækniskóla Íslands í sumar. Skólarnir verða reknir sem einn og fá nýtt nafn sem hefur ekki verið ákveðið. Skólameistarar verða tveir núverandi stjórnendur skólanna. MENNTAMÁLARÁÐHERRA UNDIRRITAÐI Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mennta- málaráðherra undirritaði nýlega þjónustusamning um að Menntafélagið ehf. tæki yfir rekstur Iðnskólans í Reykjavík og Fjöltækniskóla Íslands í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ferðaskrifstofa Playa Flamingo 20. maí. Flug og gisting í 7 nætur m eð íslenskri fararstjórn. Á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára. Ef 2 ferðast: 47.535 kr. NEYTENDAMÁL Ikea ætlar ekki að hlíta áliti kærunefndar lausafjár- og þjónustukaupa hjá Neytenda- stofu. Nefndin hafði úrskurðað að Ikea bæri að taka þátt í kostnaði við endurnýjun eldhúsinnrétt ingar sem var gölluð. Upphaflega ætlaði fyrirtækið að hlíta álitinu en hætti við, meðal annars vegna þess að Fréttablaðið sagði frá niðurstöðu nefndarinnar. Málið snýst um eldhúsinnrétt- ingu sem Guðjón Einarsson keypti hjá Ikea í nóvember 2002. Fjórum árum síðar kvartaði hann við Ikea og vildi fá nýja innréttingu. Sú gamla hefði elst hratt og orðið fljótlega mött og flekkótt. Tíu ára ábyrgð er á innréttingunni. Í rökstuðningi Ikea var því hafnað að fyrirtækið ætti að útvega nýja innréttingu. Skemmd- irnar mætti rekja til slæmrar umgengni. Aðspurður segist Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri Ikea, hafa hætt við að una niður- stöðunni eftir að hafa skoðað málið betur. Ástæðan sé meðal annars sú að Guðjón hafi „farið í blöðin“. Einnig geri hann athugasemdir við vottorð sem lagt var fyrir nefndina, frá manni sem sé titlað- ur trésmíðameistari. Maðurinn sé trésmiður, ekki trésmíðameistari. „Ég fékk þau skilaboð að Ikea ætlaði ekki að hlíta álitinu en mér væri velkomið að fara með þetta fyrir dómstóla,“ segir Guðjón. „Þá verð ég bara að gera það.“ - sþs/ghs Hættu við að borga þegar eigandi gallaðrar eldhúsinnréttingar „fór í blöðin“: Ikea hunsar álit Neytendastofu IKEA Eigandi eldhúsinnréttingarinnar sem um ræðir vildi fá nýja innréttingu vegna skemmda á hinni gömlu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM MENNTUN Skólagjöld til grunn- náms í Háskólanum í Reykjavík (HR) hafa hækkað um tæplega fjörutíu prósent síðan 2005. Á sama tíma hafa skólagjöld til meistaranáms hækkað um 21 til 24 prósent. MBA-námið hefur hækkað minnst, eða um sautján prósent. Nemandi í grunnnámi þarf nú að greiða 274 þúsund fyrir skóla- árið. Í meistaranámi borgar hann 622 til 728 þúsund eftir því á hvaða braut hann er. MBA-námið kostar 1,45 milljónir á ári. Aðspurður segir Jóhann Hjartar- son, fjármálastjóri HR, verðlags- breytingar aðalástæðuna fyrir þessum hækkunum. Grunnnámið hafi hækkað hlutfallslega mest vegna þess að gjöldin fyrir árin á undan hafi ekki fylgt verðlagi. Meistara- og MBA-námið hafi hins vegar byrjað árið 2005. Tekið skal fram að í MBA-námi í HR gildir sú regla að nemandi borgar sama skólagjaldið á hverju ári allt námið sitt, þó gjöldin hækki fyrir nýja nemendur. Nemendur sem voru í Tækni- háskólanum, sem sameinaðist HR árið 2005, borga einnig mun lægri skólagjöld eða tæpar fimmtíu þúsund krónur á ári. Þó eru fáir slíkir nemendur eftir í skólanum og fækkar ört, segir Jóhann. - sþs Grunnnámið hefur hækkað hlutfallslega mest í HR, kostar nú 274 þúsund á ári: Skólagjöld hækkað um 40 prósent 100 200 300 400 500 600 700 800 2005 2006 2007 2008 Grunnám Meistaranám – Aðrar deildir Meistaranám – Viðskiptadeild Í þúsundum króna SKÓLAGJÖLD Í HR UTANRÍKISMÁL Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að viðurkenna sjálfstæði Kosovo. Endanleg ákvörðun um dagsetningu liggur þó ekki fyrir. Í yfirlýsingu frá utanríkis- ráðuneytinu er tekið fram að „vegna hinna sérstöku aðstæðna í Kosovo“ muni „viðurkenning á sjálfstæði þess ekki hafa fordæmisgildi“. Kosovohérað lýsti 17. febrúar yfir stofnun sjálfstæðs ríkis. Nú þegar hafa mörg ríki á Vestur- löndum viðurkennt nýja ríkið, þar á meðal Bandaríkin og helstu ríki Evrópusambandsins. - gb Íslensk stjórnvöld: Hyggjast viður- kenna Kosovo Á að breyta reglum um skipan dómara? Já 81% Nei 19% SPURNING DAGSINS Í DAG? Á danska ríkisstjórnin að biðjast afsökunar á Múhameðs- teikningunum? KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.