Fréttablaðið - 01.03.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 01.03.2008, Blaðsíða 38
38 1. mars 2008 LAUGARDAGUR F asteignamarkaðurinn er að kólna eftir gróskumikið tímabil. Verð á fasteignum hefur hækkað mikið á undanförnum árum, einkum frá því árið 2004 eftir innreið bankanna á húsnæðislánamark- að, en nú eru blikur á lofti. „Ballið er búið,“ sagði fasteignasali í samtali við blaðamann á dögunum og var mikið niðri fyrir. Í samræmi við aukin umsvif og lífleg við- skipti hefur faseignasölum fjölgað jafnt og þétt undanfarin ár. Um 260 manns hafa atvinnu af því að selja fasteignir, sam- kvæmt upplýsingum frá Félagi fasteigna- sala. „Fasteignasölur hafa sprottið upp í góðærinu eins og margt annað. Þær eru ansi margar og það er viðbúið að þeim fækki ef ástandið verður áfram eins og það er,“ sagði Jón Grétar Jónsson, fram- kvæmdastjóri Húsakaupa, í viðtali við Fréttablaðið í vikunni. Veltan minni Síðan alþjóðlegur óróleiki á fjármálamörk- uðum gerði vart við sig, á haustmánuðum í fyrra, hefur velta á fasteignamarkaði minnkað mikið. Aðgengi að lánsfé er erfið- ara fyrir vikið auk þess sem gríðarlega háir vextir á húsnæðislánum stuðla að minni umsvifum á fasteignamarkaðnum. Meðal- vextir á hefðbundnum verðtryggðum hús- næðislánum hjá bönkunum eru 6,35 pró- sent en hjá Íbúðalánasjóði eru vextir á almennum lánum 5,75 prósent. Til saman- burðar má nefna að algengir vextir á hús- næðislánum á Norðurlöndunum eru þrjú til fjögur prósent. Til viðbótar bætist svo verðbólga sem stjórnvöldum hefur ekki tekist að hemja, þrátt fyrir að stýrivextir Seðlabanka Íslands séu með þeim hæstu í heimi, 13,75 prósent. Verulega hefur færst í vöxt að kaupendur íbúða taki sér lán í erlendri mynt og borgi þannig lægri vexti, en með innbyggðri gengisáhættu. Vandi gæti skapast Fari svo að fasteignamarkaðurinn snögg- kólni, eins og margt bendir til, getur verð fallið hratt. Hér á landi hefur sú venja skap- ast að fólk geri skuldbindandi samninga um kaup á húsnæði án þess að vera búið að sölu- tryggja íbúð sína. Þetta getur leitt til þess að fólk verður tilneytt til þess að selja eign- ir sínar á undirverði, sem þá getur stuðlað að lækkandi markaðsverði haldist núver- andi markaðsaðstæður áfram. „Þetta er eitt af því sem getur gerst,“ segir Grétar Jónas- son, framkvæmdastjóri Félags fasteigna- sala. Hér á landi búa nú tæplega tuttugu þús- und manns sem eru af erlendu bergi brotin. Frá því um mitt ár 2006 hefur útlendingum fjölgað mikið. Margir þeirra hafa keypt sér íbúðir og haft áhrif á það að velta á fast- eignamarkaðnum hefur haldist mikil lengi. Fari svo að samdráttur verði í efnahagslíf- inu, eins og margir spá, þá gæti komið til þess að útlendingarnir seldu eignir sínar og flyttu úr landi. „Ef til þessa kemur þá gætu áhrifin á markaðinn orðið mun meiri en margir gera sér grein fyrir. Ástæðan er sú að við vitum ekki alfarið hvernig það fólk sem hingað hefur komið hagar sér á mark- aðnum, það er hvaða verð það sættir sig við að selja á og svo framvegis. Þetta getur haft töluverð áhrif ef það kemur til mikilla flutninga frá landinu,“ segir Grétar. Í Danmörku, helst þó á Kaupmannahafn- arsvæðinu, hefur húsnæði lækkað mikið í verði á undanförnu ári. Á vissum svæðum hefur það fallið um þrjátíu prósent en heilt yfir í kringum 20 til 25 prósent. Lækkunin er einkum tilkomin vegna mikilla nýbygg- inga á sama tíma og eftirspurn jókst ekki í sama hlutfalli. Einnig hafði það áhrif að útlendingar fluttu í stórum stíl á vissum svæðum og seldust íbúðir þeirra á nokkru undirverði. Þetta hafði áhrif á verðið til lækkunar þó ekki hafi þetta ráðið úrslitum. Stimpilgjöld afnumin „Stjórnvöld hafa boðað það að stimpilgjöld verði afnumin af kaupum á fyrstu íbúð. Það eru góðar fréttir en óvissan um hvenær það gerist er skaðleg,“ segir Grétar. „Það ligg- ur í augum uppi að fólk sem er að fara að kaupa sína fyrstu íbúð kaupir hana ekki ef það veit að það getur fengið hundruð þús- unda afslátt innan skamms. En hvenær kemur hann?“ Stjórnvöld hafa enn ekki gefið upp hve- nær stimpilgjöld verða afnumin. Veltan á markaðnum er minni fyrir vikið, segja greinendur og fasteignasalar. Ólíklegt er að þetta hafi úrslitaáhrif á veltu á mark- aðnum til framtíðar litið. Óvissan er þó til þess fallin að gera greiningu á markaðsað- stæðum erfiðari. „Fasteigna- sölur hafa sprottið upp í góðær- inu eins og margt ann- að. Þær eru ansi margar og það er viðbúið að þeim fækki ef ástand- ið verður áfram eins og það er. Ballið búið Fasteignamarkaðurinn er ekki eins líflegur nú og undanfarin ár. Mun minni viðskipti eru með fasteignir en áður. Gríðarlega hár lána- kostnaður og erfitt aðgengi að lausafé vegna óróa á fjármálamörkuðum hafa kælt niður markaðinn. Magnús Halldórsson kynnti sér ástand á fasteignamarkaðnum og leitaði við- bragða hjá fólki sem hefur innsýn á markaðinn. NÝBYGGINGAR Í ÚLFARSFELLI Miklar nýbyggingar í því árferði sem nú er á fasteignamarkaðnum geta leitt til þess að verð falli. Þá getur framboðið af húsnæði orðið mikið á meðan eftirspurn- in helst áfram lítil, meðal annars vegna bágra lánskjara og óróa á fjármálamörkuðum. Eins og sést á þessari mynd sem tekin er í Úlfarsfelli er víða gróska í nýframkvæmdum þrátt fyrir að blikur séu á lofti á fasteignamarkaðnum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Þetta gefur ákveðna vísbendingu um að það þurfi að breyta hlutverki Íbúðalánasjóðs,“ segir Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæð- isflokksins, um þá staðreynd að Íbúðalána- sjóður lánaði fyrir 4,5 milljarða í janúar á þessu ári en bankarnir 850 milljónir. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu eru útlán bankanna vegna íbúðakaupa í sögulegu lágmarki en það hefur haft umtalsverð áhrif á fasteignamarkaðinn. Velta á markaðnum var 3,7 milljarðar í síðustu viku en var 5,6 milljarðar á sama tíma í fyrra. Vikurnar á eftir stigmagnaðist veltan. Eins og horfur eru nú er ólíklegt að það gerist í þetta skiptið, þar sem aðgengi að lánsfé er miklu takmarkaðra en það hefur verið undanfarin ár, bæði hér á landi og erlendis. Illugi segir það nú vera verkefni stjórnvalda að koma starfsemi Íbúðalánasjóðs í annan farveg en nú er. „Ég geri ekki lítið úr félags- legu hlutverki Íbúðalánasjóðs. Ég tel hins vegar að það sé hægt að sinna því hlutverki með öðrum hætti en nú er gert. Íbúðalána- sjóður vinnur gegn Seðlabankanum þar sem hann heldur vöxtum niðri en Seðlabankinn reynir að halda þeim háum til þess að hemja verðbólgu. Þetta er óskynsamlegt,“ segir Illugi. „Þeir sem þurfa á aðstoð að halda eiga að geta fengið hana með öðrum leiðum en þeim að fá niðurgreidd lán frá Íbúðalána- sjóði.“ Guðmundur Bjarnason, forstjóri Íbúða- lánasjóðs, segist ekki vilja tjá sig um hvernig breytingum á sjóðnum verður háttað ef til þeirra kemur. „Stjórnvöld verða að svara fyrir allar breytingar á sjóðnum. Ég lít hins vegar svo á að það verði að gæta að því grundvall- arhlutverki að allir hafi jafnan rétt og jafnan aðgang að lánum til íbúðakaupa. Það er hlutverk þessa kerfis sem er orðið meira en fimmtíu ára gamalt og hefur verið þverpólitísk sátt um til þessa,“ segir Guðmundur. Ekki náðist í Jóhönnu Sigurðardóttur félags- málaráðherra við vinnslu fréttarinnar. MARGFALT MEIRI ÚTLÁN ÍBÚÐALÁNASJÓÐS Útlán bankanna og Íbúðalánasjóðs frá janúar 2007 til janúar 2008 Bankarnir Íbúðalánasjóður 8 6 4 2 0 Milljarðar króna jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. oktl nóv. des. jan. 10 8 6 4 2 0 12. janúar 2007 21. febrúar 2008 VELTA Á FAST- EIGNAMARKAÐI Milljarðar króna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.