Fréttablaðið - 01.03.2008, Blaðsíða 83

Fréttablaðið - 01.03.2008, Blaðsíða 83
LAUGARDAGUR 1. mars 2008 59 Bandaríska indí-hljómsveitin The Pains of Being Pure at Heart spilar á Organ í kvöld. Einnig koma fram Lada Sport, <3 Svanhvít! og DJ Einar Sonic. The Pains of Being Pure at Heart var stofnuð í New York fyrir ári síðan. Helstu áhrifavaldar hennar eru Wedding Present, The Mighty Lemon Drops og The Jesus and Mary Chain. Sveitin er um þessar mundir á tónleikaferð um Bretland þar sem hún hefur fengið mjög góðar viðtökur. Eftir tónleikaferðina ætlar hún að hefja vinnu við sína fyrstu stóru plötu. Tónleikarnir á Organ hefjast klukkan 22 og kostar 1.000 krónur inn. Bandarískir indí-tónarKántrísöngkonan Dolly Parton hefur frestað fyrirhugaðri tón- leikaferð um Bandaríkin vegna bakverkja. Læknar hinnar 62 ára söngkonu hvöttu hana til að taka sér sex til átta vikna frí til að jafna sig almennilega. „Ég legg mig alla í að kynna nýju plötuna mína en ég vil helst ekki meiða mig á því,“ sagði söng- konan. „En hei, reyndu að dilla þessum hvolpum framan á þér í smá stund og sjáðu hvort þú færð ekki í bakið líka. En í alvöru talað, læknarnir segja að ég verði orðin fín aftur fyrr en varir ef ég hvíli mig og þá tek ég þetta með trukki.“ Nýjasta plata Dollyar, Back- woods Barbie, er nýkomin út og er fyrsta platan sem Dolly gefur út sjálf á Dolly Records. Ameríkutúrinn átti að hefjast í dag, en byrjar ekki fyrr en 22. apríl. Evróputúr er svo fyrirhug- aður í sumar. Dolly fékk í bakið Ofurfyrirsætan Naomi Campbell var lögð inn á brasilíska sjúkrahúsið Sirio Libanes í byrjun vikunnar þar sem hún gekkst svo undir aðgerð degi síðar. Fyrst var talið að um sýkingu væri að ræða, en samkvæmt brasilíska blaðinu Folha var aðgerðin gerð eftir að blaðra fannst á eggjastokki fyrirsæt- unnar. Læknar töldu að hætta á bólgum væri mikil og vildu því fjarlægja blöðruna sem fyrst. Talsmaður fyrirsætunnar sendi frá sér tilkynningu þess efnis að fyrirsætunni heilsaðist afar vel eftir aðgerðina. „Hún er að hvíla sig og hlakkar til að snúa aftur til vinnu. Hún vill þakka læknunum sem önnuðust hana,“ segir talsmaðurinn. Læknir fyrirsæt- unnar, Pinotti, staðfesti að aðgerðin hefði gengið vel og sagði ekkert hafa komið upp á sem væri áhyggju- efni. Naomi mun væntanlega dveljast á spítalanum í nokkra daga í viðbót á meðan hún jafnar sig. Naomi í uppskurð JAFNAR SIG Í BRASILÍU Ofurfyrirsætan Naomi Campbell fór í skurðaðgerð í Brasilíu fyrr í vikunni eftir að læknar fundu blöðru á eggjastokk hennar sem þeir töldu nauðsynlegt að fjarlægja. DOLLY JAFNAR SIG NÚ Í BAKINU Reyndu að dilla þessum hvolpum! Ashlee Simpson og Fall Out Boy-rokk- arinn Pete Wentz hyggjast ganga í það heilaga á næst- unni. Simpson er nú með trú- lofunarhring á fingri. „Það þýðir bara að hann er ekki búinn að biðja pabba um hönd mína ennþá,“ sagði Ashlee um hringinn í sjónvarpsþættinum The Sauce, og gaf þannig til kynna að formlegt bónorð væri ekki langt undan. Næsta plata Madonnu, sem kemur út 29. apríl, hefur hlot- ið nafnið Hard Candy. Fyrsta smáskífan af plötunni, þar sem Justin Timber- lake syngur með stórstjörnunni, kemur í verslanir í lok mars. Þeir Pharrell Willi- ams og Timba- land komu einnig að gerð plötunnar, og kvaðst Timbaland á dögunum ennþá vera „í skýjunum“ yfir að hafa fengið að vinna með Madonnu. Hin nýgifta Grey’s Anatomy-stjarna Katherine Heigl vill eignast börn sem allra fyrst. Hún segist vilja byrja að reyna í júlí á þessu ári en þar sem eiginmaður hennar, Josh Kelley, vill bíða í ár hafa hjónakorn- in miðlað málum og fallist á að hefja barn- eignartilraunir í desember. Heigl og Kelley gengu í það heilaga um síðustu jól. Nicole Richie og dóttir hennar og tónlistarmannsins Joels Madden, Harlow, prýða forsíðu nýjasta tölublaðs tímaritsins People. Nicole talar þar um hvernig dóttirin hefur breytt lífi hennar og tiltekur sérstaklega mataræði. „Fólk heldur að maður þurfi að passa hvað maður borðar á meðgöngunni, en það er þegar maður er með barn á brjósti. Ég borða hrikalega bragð- lausan mat, kjúklinga- súpu með núðlum, grænmeti og fisk,“ segir hún. FRÉTTIR AF FÓLKI N O R D IC PH O TO S/ G ET TY Kauptu Devil Wears Prada á DVD í næstu BT verslun og þú færð bíómiða* á hina stór-skemmtilegu rómantísku gamanmynd 27 Dresses sem nú er sýnd í kvikmyndahúsum. *Meðan birgðir endast 1.499
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.