Fréttablaðið - 01.03.2008, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 01.03.2008, Blaðsíða 36
36 1. mars 2008 LAUGARDAGUR S ýning á verkum þriggja kvenna þykir ekki til- tökumál lengur í mynd- listarheimi landsmanna. Konur hafa á undanförn- um áratugum sótt æ meira inn á svið myndlistar úr skjóli hinna fornu mennta kvenna, hand- íðum og á vissan hátt fært út landa- mæri efnis og aðferða í sköpun myndlistar þótt söguleg dæmi þekk- ist um karlmenn sem tóku textíl í sína þjónustu: jafn ólíkir myndlist- armenn og Muggur og Dieter Roth unnu með mynstur í efni og saum. Konurnar þrjár sem eiga verk á samsýningu Listasafns Íslands sem var opnuð fyrir réttri viku eru í yngri kantinum, hafa allar skapað sér gott orð og njóta viðurkenning- ar heima og heiman: tvær þeirra hafa verið fulltrúar þjóðar sinnar í tvíæringnum í Feneyjum: Árið 2003 var Emmanuelle Antille fulltrúi heimalands síns á 50. Tvíæringnum í Feneyjum, með myndbandi sínu Angels Camp, frá 2001-2003. Gabrí- ela Friðriksdóttir var fulltrúi Íslands á Tvíæringnum í Feneyjum árið 2005 með verki sínu Versations Tetralogia, sem vakti ómælda athygli sökum sérstæðrar samþætt- ingar á myndmáli, tónlist og sviðs list. Sú þriðja, Guðný Rósa Ingimarsdóttir, hefur einnig notið alþjóðlegrar athygli: Árið 2005 var hún einn af fulltrúum Belgíu á sér- sýningu í Madríd, á hinni þekktu liststefnu ARCO. Þar kynntust gest- ir hinum sérstæða heimi hennar, sem birtist gjarnan þögull og nær- færinn gegnum teikningar, sem virðast spretta fram án upphafs og endis. Bergson snýr aftur Samsýningin er tilraun safnstjór- ans, Halldórs Björns Runólfssonar, til að draga í dilk listamenn sem komnir eru á alþjóðlegan vettvang, spyrða saman í einn pakka einstakl- inga sem virðast eiga sameiginlega þætti sem hann í þessari samsýn- ingu, með Hörpu Þórisdóttur list- fræðingi og sýningarstýru, setur undir tímarýni franska heimspek- ingsins Henris Bergson sem var áhrifamikill í hugmyndaróti áratug- anna fyrir fyrri heimsstyrjöldina, jafnvel hér á landi, en Guðmundur Finnbogason, heimspekingur og frumkvöðull um skipan fræðslu- laganna fyrstu hér á landi, samdi doktorsritgerð sína um Bergson. Heimspeki Bergson hvarf í reynslu ungra Evrópubúa í skotgröfum fyrra stríðs í Evrópu. Sú heims- mynd, sem speki og hugsun Berg- sons spratt upp úr, varð að rústum í vargöld vígvalla álfunnar: fyrsta nútímastríði Evrópu með gífurlegu mannfalli á fáum klukkustundum, gasbeitingu og loftbardögum. Heimspekin varð ekki söm eftir það. Í launkofa Grundvöllur sýningarinnar er því sóttur í heimspeki sem varð úrelt, en hefur síðan komið fram á nýjan leik. Verk kvennanna þriggja koma nýjum augum fyrir sjónir sem ósamstæð: Antille hefur fyrir löngu áunnið sér frægð fyrir áleitin verk sín af nánasta umhverfi þar sem samspil fjölskyldu og vina tekur á sig sérstæðan svip. Myndefnið er sótt í launkofa unglinga, fjölskyldu, vina sem hún staðsetur í úthverfi borga Evrópu: blokkahverfi, hjóla- brettabogi, yfirgefnar íbúðir. Hin ráðvillta æska meginlandsins er henni hugstæð, ekki í uppreisn, heldur þögulli og tómri veröld, einkaheimi gengisins sem finnst líka í hinum ríku löndum fjallaríkja álfunnar, Sviss og Austurríki. Hún sýnir á Fríkirkjuveginum teikning- ar og þar finnur áhorfandinn snerti- flöt hennar og Gabríelu. Í ljósmynd- um sínum rekur hana á svipuð mið og sjá má í mörgum mynda banda- rísku ljósmyndaranna Sally Mann og Nan Goldin sem báðar nota sína nánustu sem myndefni. Fæddar á fárra ára bili „Þessar þrjár konur eru á svipuðum aldri,“ segir Halldór Björn, „Guðný Rósa er fædd 1969, Antille 1972 og Gabríela 1971.“ Hann viðurkennir að tækni þeirra sé um margt ólík. Því að stilla þeim saman? „Bergson sagði manninn upplifa tilveruna takmarkað í gegnum rýmið. Þó skiptir rýmið hann öllu máli í vöku. Hann getur ekki látið sem rýmið sé ekki til. Rýmið skilyrðir manninn og hann getur aldrei gleymt því. Tíminn er allt annað hugtak. Mað- urinn lifir í tíma og gleymir sér í tíma. Það er í tímanum sem við erum skapandi. Við klippum sitt á hvað, stökkvum fram og til baka, fram og aftur og til hliðar, sitt á hvað, ótt og títt. Förum inn í okkur á vit drauma og endurminninga, væntinga og vona, áreita og innra lífs. Og þetta gerum við með eld- ings hraða. Við getum skotið okkur til fyrri tíma eins og ekkert sé. Þessi kenning er að koma fram um leið og kvikmyndin verður til. Bergson segir það streymið – La Duree – sem ákvarðar persónuleika okkar.“ Himnur og hraun „Guðný Rósa vísaði mér veginn að þessari sýningu með þessari sein- virku tækni sinni, prjóni og hekli, sem síðar verður að teikningu sem er samt enn þá prjón. Nú er hún búin að taka skurðarhnífinn í þjón- ustu sína og sker úr netum sínum.“ Ég nefni við hann að verk Guðnýjar séu einhvers konar himnur sem rofni og hafa nánast líkamlega skír- skotun, sem safnstjórinn samsinnir. En hvernig rímar það við hinar tvær? Halldór segist hafa séð ný mynd- bönd Gabríelu hjá Eddu Jónsdóttur í Gallerí i8, en þau eru áframhald á þeim verkum sem Gabríela sýndi í Feneyjum, unnin af sama hóp. Hall- dór segir hana enn leita aftur í tím- ann til hinna myrku miðalda, hún sé komin í nánd við Bosch og Bruegel í sköpun myndheims: „Hún segir mér að horfa ekki á yfirborðið held- ur líta á rofin sem verða á hennar himnum bæði í málverkum sínum, skúlptúrum og myndbandsverk- um,“ segir Halldór. Hún er líka að vinna í streymi tímans: „Það er hraunið, það er skinnið, það eru hrúður á himnu okkar innri manns.“ Úr fornu virki Það eru fjölbreytileg verk sem Gabríela sýnir hér að þessu sinni: myndbönd, málverk, teikningar og skúlptúrar. „Þetta safn hefur þann möguleika að þú getur verið hér með ólíkar sýningar: þú getur verið með satanista í þessum sal og ein- hvern úr krossinum hérna á móti,“ segir Gabríela sem situr innan um verk sín með laptopp í fanginu og vinnur meðan aðstoðarkona hennar er á þönum í kring: „Þannig er þetta safn gott til samsýninga, hver getur verið í sínu mengi,“ segir hún. Það er mikið að gera hjá Gabríelu og hún viðurkennir að það sé gaman að lifa og hafa nóg að sýsla. Hún er enda komin á það ról að verk henn- ar eru á faraldsfæti og fara víða. Hún er komin heim eftir langa dvöl í Belgíu í sögufrægum kastala sem hún viðurkennir að hafi haft rík áhrif á sköpun hennar: „Það var risastór garður og síki og það var eitthvað svo inspírerandi að vinna þarna.“ Myndböndin sem hún sýnir nú eru tvö, frá 2006 og 2007. Hún vinn- ur alltaf með sama hópnum, annað vídeóið fjallar um þann hóp sem hún vinnur með. Hún segir þennan hóp telja tólf og segir myndböndin vera afar mikilvæg: þau hreyfist í tíma meðan allt hitt standi kjurt: þau verk taka sér tíma í huga áhorf- andans. „Ég er hrifin af streymi, ég er hrifin af öllu sem lekur og hreyf- ist. Og það tengist tónlistinni.“ Hún er meira heilluð af hljóð- inu en textanum. „Tungu- málið stelur, það er svo sterkt. Það er svo skýrt og frekt og tekur í burtu svo mikið.“ Verkin sem hún sýnir nú eru öll orðin til eftir hið annasama ár þegar Feneyjasýningin var undirbúin. Gabríela segir skúlpt- úrana og teikningar vera skissur, þreifingar á formum og efnum sem mynda kjarna að sögu- þræði eða mynd. Hún safnar saman í kjarna sem verður síðan að myndbandsverki: „Ég leggst ekki á bekk og hugsa.“ Þetta verður allt til í ferlinu, í þreifingum við þau efni sem hún notar svo í myndbands- verkunum. Gabríela seg- ist alltaf vinna í málverk. Hér safnar hún öllum gerðum verka saman, en víða segir hún sýningar sínar um þessar mundir hreinni: bara málverk, eða bara teikningar eða bara myndbönd. Hú er mikið bókuð og heldur sambandi við tvö gallerí á meginlandinu sem dreifa verkum hennar. Hún er bókuð langt fram í tímann: sýning er í undirbún- ingi í Sviss og þátttaka í sýningu í leikhúsi þar: „Ég fer ekki á helm- inginn af þessum sýningum,“ segir hún. Galleríin senda verkin um allt. Virki á miðju meginlandi Höfuðvígi Antille er í fjalllendum Evrópu. Hún sýnir mest þar enda fædd í Sviss og býr í Lousanne. Verk hennar í myndböndum snúast líka um streymi tímans, sjónarhorni er vikið til í tvískiptum verkum. Við sjáum sama atvikið frá tveimur sjónarhornum og tímanum er hnik- að lítillega til, hver nýr staður skap- ar nýtt sjónarhorn, nýjan tíma, nýja upplifun. Antille hefur lýst áhuga á kvikmyndinni sem formi, hún vill taka verslunarvöruna, kvikmynd- ina og snúa henni á haus. Allir stað- ir eiga sögu og gefa hana frá sér þegar nýtt auga lítur atburðinn augum. Sköpunin er áhorfandans, nýtt og frítt spil. Ekki er vafamál að hún er þekktust þeirra þriggja og tilraun Hall- dórs að kalla til þekktan og virtan erlendan lista- mann og stilla honum við hlið innlendra krafta er ekki síst byggð á full- veldi íslenskra myndlist- armanna um þessar mundir. Kynning í dag Sýningin Streymið er til- raun til að leiða saman hesta tveggja frábærra, íslenskra listamanna og eins erlends, og brjóta með því upp þá algengu lensku að sýnendur séu annaðhvort innlendir eða erlendir. Með því telur Listasafn Íslands að best verði komið til móts listmenningu, sem í senn er staðbundin og alþjóð- leg og virðir engin hugarfarsleg höft en telur sig eiga heima hvar sem er og hvenær sem er án tillits til uppruna. Inntak sýningarinnar undirstrikar svo ekki verður um villst að streymi tímans, sem franski heimspekingurinn Henri Bergson skilgreindi sem grundvöll frelsis og mótunar hvers manns, er sammannlegt fyrirbæri, sem ekki virðir nein landamæri. Streymið stendur fram til fimmtudagsins 1. maí. Á morgun kl. 14 er leiðsögn um sýninguna: Margrét Elísabet Ólafs- dóttir fagurfræðingur nálgast verk listakvennanna þriggja út frá vangaveltum Halldórs Björns um tímann. Spurt verður hvernig hægt sé að fjalla um tíma í myndlist, hvort hann birtist okkur á áþreifan- legan, sjónrænan hátt eða hvort við getum aðeins skynjað hann í gegn- um verkin. Þar sem verkin á sýn- ingunni eru af ýmsum toga, s.s. ljós- myndir, teikningar, málverk og myndbönd, er hægt að velta því fyrir sér hvort og þá hvernig ólíkir miðlar hafa áhrif á tímatengda upp- lifun sýningargesta. Rofið, himnur og launkofar Þrjár konur á sama reki festa tímann og leysa hann upp á stórri samsýningu Listasafns Íslands sem var opnuð í Listasafni Íslands um síðustu helgi. Páll Baldvin Baldvinsson tók hús á húsbændum í gamla íshúsinu við Fríkirkjuveg, milli Kvennaskólans og Frí- kirkjunnar, og hitti þar gestkomandi listakonur. MYNDLIST Gabríela Friðriksdóttir innan um sín furðudýr á sýningunni Streymi í Listasafni Íslands. MYND/FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON MYNDLIST Emmanuelle Antille hengir upp myndir sínar fyrir réttri viku á Listasafni Íslands. Ljósmyndir hennar af fólki í launkofa sínum eru undarlega persónulegar fyrir áhorfandanum. MYND/FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Tungumál- ið stelur, það er svo sterkt. Það er svo skýrt og frekt og tekur í burtu svo mikið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.