Fréttablaðið - 01.03.2008, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 01.03.2008, Blaðsíða 70
46 1. mars 2008 LAUGARDAGUR P latan All is well kom út hjá Bedroom Community á dögunum og hefur verið lofuð í hástert af tónlistargagnrýnendum um allan heim, svo sem Rolling Stone, Pitchfork og Stylus. Sam er aðeins 26 ára gamall og tónlistin sem hefur átt hug hans og hjarta frá blautu barnsbeini er amerísk þjóðlagatónlist. Sam er alinn upp í Vermont í Bandaríkjunum og þar eru foreldrar hans þjóðlagatónlistarmenn. Sam byrjaði að spila á írsku fiðluna þegar hann var þriggja ára og fór að koma fram með foreldrum sínum þegar hann var sjö ára. Platan er samt sem áður engin venjuleg þjóðlagaplata í hefðbundnum skilningi. Sam er nánast búinn að endursemja lögin, búa til nýja hljóma og nýjar laglínur. Sum lögin eru það mikið breytt að þau eru komin langt frá upprunalegri mynd. Lag og texti fá nýja merkingu þegar Sam er búinn að fara frjáls- legum höndum um þau. Sam þykir mjög sérstakur í besta skiln- ingi þess orðs og mjög skapandi einstakl- ingur en hann er sjálflærður í nánast öllu sem hann tekur sér fyrir hendur. „Ég hætti eiginlega í skóla og fór að gera alls konar hluti. Ég lærði mest á að spila með mönnum eins og til dæmis Leroy Jenkins. Hann er hetja sem ég var búinn að líta upp til í mörg ár og hlusta á allt sem hann hefur gert. Hann er frá Chicago og var hluti af framúr- stefnu-djasssenunni á sjöunda áratugnum. Einn daginn var ég svo mættur heim til hans og við tókum fram fiðlurnar okkar og spiluðum saman. Hann hafði rosalega mikil áhrif á mig tónlistarlega, fór með mig í annan hljóðheim og ýtti mér út úr ákveðn- um boxum,“ rifjar Sam upp. Ekki bara tónlist Sam er margt til lista lagt og þó hann sé fyrst og fremst tónlistarmaður er ekkert listrænt honum óviðkomandi. Hann teiknar og býr til teiknimyndasögur. Nýlega hefur hann verið að gera vídeó sem hann birtir á YouTube og heimasíðunni samamidon.com. „Mamma og pabbi gáfu mér vídeóupptöku- vél og þá fór ég að búa til lítil myndbönd og birta þau á netinu,“ segir hann og hlær. Hann er nýbúinn að sýna þau í galleríi í fyrsta sinn í Þýskalandi en þar var hann á tónleikaferð. „Vanalega sýni ég vídeóin á einhverjum tónleikastöðum og rokkklúbb- um. Það var mjög gaman að prófa að sýna í galleríi.“ „Ég var unglingur þegar ég byrjaði að teikna og semja teiknimyndasögur. Ætli það sé ekki vegna þess að ég fæ leiða á að gera bara tónlist. Að teikna er góð leið til að vera aðeins einn með sjálfum sér og leyfa ímynd- unaraflinu að njóta sín. Ég passa mig samt að taka þetta ekki alvarlega, ég birti teikn- ingarnar á heimasíðunni minni eða hengi þær upp á tónleikum og sel kannski fyrir fimm dollara stykkið. Kannski hef ég gaman af því að teikna vegna þess að ég er ekki að semja mína eigin tónlist. Þetta eru gömul þjóðlög þó ég sé búinn að taka þau og snúa þeim við sem er vissulega skapandi ferli og útkoman eitthvað glænýtt.“ Írsk fiðla og þjóðlög í Vermont „Ég byrjaði að sækja í tónlistarsenuna í New York um 2000 og hef búið þar alveg frá árinu 2004.“ Bakgrunnur Sams í þjóðlaga- tónlist er frekar sérstakur. „Mamma og pabbi eru þjóðlagatónlistarmenn og ég lærði mjög mikið af þeim. Þau spiluðu bæði á banjó og sungu. Ég byrjaði að koma fram með þeim þegar ég var sjö ára. Það var samt bara afslappað, ég var ekki píndur sem krakki til að koma fram og mátti hætta þegar ég vildi og stundum kom ég fram með þeim og stundum ekki. Á sama tíma hitti ég Thomas vin minn og við stofnuðum hljóm- sveit og spiluðum þjóðlög á írska fiðlu og gáfum út fyrstu plötuna okkar þegar ég var 13 ára.“ Voru fleiri krakkar í kringum þig að hlusta á þjóðlagatónlist? „Nei, eiginlega ekki. Bara ég og Thomas, og Stefán bróðir minn. Þetta var okkar nörda skapur og okkur þótti fínt að vera gera eitthvað sem öðrum fannst skrítið. Þess vegna var mjög skrítið fyrir mig að koma til New York og allar plötubúðir voru að setja inn gamla ameríska þjóðlagatónlist og einhver sena að skapast í kringum það. Þegar ég flutti til New York ætlaði ég að skilja þjóðlagatónlistina eftir heima og taka meira þátt í framúrstefnurokk- og djass- senunni. Thomas var með hljómsveit sem heitir the Dovesman og ég spila líka með þeim og svo er ég í annarri hljómsveit sem heitir Stars Like Fleas og er hluti af indí- rokk-senunni. En ég hef aldrei sagt skilið við þjóðlögin. Ég spila mikið á fiðlu og banjó í New York en ég geri það frekar með fólki sem er ekki endilega hluti af þjóðlagasen- unni, fólki eins og Nico Muhly. Mér finnst meira spennandi að taka þessi lög og setja þau í nýjan búning.“ Píanósnillingurinn Nico Muhly er einn þeirra tónlistarmanna sem hefur gefið út hjá Bedroom Commun- ity-útgáfunni hans Valgeirs. Morðballöður Lögin á plötunni eru mörg hver fræg þjóð- lög sem eru til í ýmsum myndum og hafa farið í gegnum marga flytjendur. „Þessi lög eru svo gróf og dularfull og enginn veit hvaðan þau koma. Textinn hefur breyst mann frá manni, einhverjar línur eða heilu erindin hafa skolast til, en það er það sem gerir þau spennandi. Þess vegna hef ég líka svo gaman að því að leika mér með þessi lög. Ég reyni að halda í það hversu skrítin þau eru í staðinn fyrir að reyna fá einhvern botn í þau.“ Mörg þessara laga eru afar falleg þó að textinn sé oft myrkur, þess vegna eru þau kölluð morðballöður. Allt er fínt og slétt á yfirborðinu en ef kafað er dýpra í textann leynist annar sannleikur, einhver myrkra- verk eða þyngri undirtónn. „Titillinn All is well er bara nafnið á einu laginu,“ útskýrir Sam. „Ég pæli ekki of mikið í titlum en kannski er það af því að það er svo mikið af morðballöðum á plötunni.“ Frá Brooklyn í Breiðholtið „Nico Muhly sem ég þekki frá New York fór með plötuna mína But this Chicken Proved Falsehearted til Íslands og leyfði Valgeiri að heyra og síðan fékk ég tölvupóst frá Val- geiri og við fórum að tala um möguleikann á að vinna saman. Ég kom síðan og spilaði með Nico á Airwaves 2006. Þá hafði ég safn- að saman hlaða af lögum og við Valgeir sett- umst niður í stúdíóinu um miðja nótt og spiluðum í tvo tíma. Þessar upptökur urðu svo grunnurinn að lögunum á plötunni. Val- geir mixaði meðan ég var í burtu og Nico gerði allar útsetningar fyrir kammersveit og svo vorum við að bara að senda á milli. Ég kom svo aftur og við löguðum lögin til í sameiningu.“ En af hverju að koma alla leið frá New York, Mekka tónlistarbransans þar sem hljóðver og plötuútgáfur eru á hverju horni, og taka upp plötu á Íslandi? „Hljóðverið og allt rýmið sem Valgeir hefur byggt í Gróðurhúsinu í Breiðholtinu er alveg sérstakt og andrúmsloftið þar er mjög gott þannig að ég stökk á tækifærið að fá að vinna þar. Það er bæði hljóðverið og staðurinn sem gerir það mjög aðlaðandi að taka upp þarna. Ferlið hjá Valgeiri hentar mjög vel, hann vinnur mjög hljóðlega en kemur með fullt í lögin. Ég bjó í raun og veru í stúdíóinu á meðan á þessari vinnu stóð þannig að allt ferlið verður mjög áreynslulaust. Maður tekur upp nokkrar laglínur, skellir sér í sund eða Bláa lónið og heldur svo áfram. Þetta er mjög góð aðferð. Ísland er svo ótrúlegt land og mig langar til að sjá meira af því en bara Reykjavík,“ segir Sam og staðfestir að það sé á dagskrá að koma og spila tónleika fyrir Íslendinga innan skamms. Tónlistarmenn og listamenn almennt eru greinilega tilbúnir að ferðast langar leiðir til Íslands fyrir réttu stemninguna. Hvern- ig væri … Allt í fína lagi Í Gróðurhúsi einu í Breiðholti ræktar Valgeir Sigurðsson tónlistarmenn og gefur út plötur þeirra undir merkinu Bedroom Community. Sam Amidon er einn þeirra listamanna sem Valgeir hef- ur bætt á plötulistann hjá sér. Hanna Björk Valsdóttir náði tali af Sam þar sem hann var um það bil að stíga á svið í Bretlandi. Maður tekur upp nokkrar laglínur, skellir sér í sund eða Bláa lónið og heldur svo áfram. Þetta er mjög góð aðferð. Ísland er svo ótrú- legt land og mig langar til að sjá meira af því en bara Reykjavík. SAM AMIDON Þykir mjög sérstakur í besta skilningi þess orðs og mjög skapandi einstaklingur en hann er sjálflærður í nánast öllu sem hann tekur sér fyrir hendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.