Fréttablaðið - 06.03.2008, Síða 2
2 6. mars 2008 FIMMTUDAGUR
Valgerður, verður þú ekki kom-
in á eftirlaun áður en þessu
verður breytt?
„Ég er voða hrædd um það.“
Þingmenn allra flokka furða sig á að alls-
herjarnefnd hafi ekki fjallað um frumvarp
um afnám eftirlaunalaga ráðamanna.
Valgerður Bjarnadóttir lagði frumvarpið
fram í október.
Nóatún mælir með
598 kr.kg.
noatun.is
LÉTTIR ÞÉR LÍFIÐ
Gott á fimmtudegi
Ungnautahakk
SPRENGI
VERÐ!
LÖGREGLUMÁL Ungmenni undir
lögaldri afgreiddu bæði og seldu
áfengi á tveimur stórhátíðum í
hafnfirskum íþróttahúsum á síð-
ustu vikum.
„Þetta viljum við ekki hafa og
þessu ætlum við að breyta,“ segir
Geir Bjarnason, forvarnarfull-
trúi Hafnarfjarðarbæjar.
Fyrra tilfellið sem um ræðir
var árlegt og opið þorrablót á
vegum FH í byrjun febrúar í
íþróttahúsi félagsins í Kapla-
krika. Þar brást dyravarsla að
sögn Geirs.
„Það voru meðlimir úr forvarn-
arnefnd bæjarins á staðnum sem
sáu krakka sem þeir þekkja sjálf-
ir. Þetta voru krakkar sem fædd-
ir eru 1991 og fengu afgreiðslu á
barnum,“ segir Geir, sem telur
algerlega ólíðandi að sextán og
sautján ára ungl-
ingar séu á vín-
veitingaskemmt-
unum í
íþróttahúsum
bæjarins.
Á árshátíð
sjálfs Hafnar-
fjarðarbæjar í
íþróttahúsi
Hauka á Ásvöll-
um á laugardag-
inn hafði að
minnsta kosti
einn barþjónninn
að sögn Geirs ekki aldur til að
afgreiða áfengi. Haukar lögðu
starfsfólkið til.
„Það er staðfest að á Ásvöllum
var sautján ára stúlka að vinna á
barnum og önnur jafngömul var í
fatahenginu. Við hjá Hafnar-
fjarðarbæ viljum að starfsfólkið
á árshátíðinni sé allt orðið átján
ára og helst tuttugu ára. Það má
nefna að um hundrað starfsmenn
bæjarins fengu ekki aðgang að
hátíðinni vegna þess að þeir voru
ekki orðnir tvítugir,“ segir Geir.
Bæði fjölskylduráð Hafnar-
fjarðar og forvarnarnefnd bæj-
arins hafa nú ítrekað fyrri bókan-
ir sínar frá í nóvember vegna
vínveitingaskemmtana í íþrótta-
húsunum með opinn aðgang fyrir
almenning. Nefndirnar vilja að
vínveitingaleyfi séu aðeins veitt í
þessum húsum vegna árshátíðar
eða skemmtana eigenda þeirra
eða vegna leigu undir lokuð
einkasamkvæmi. Þrátt fyrir
þessa skýru stefnu Hafnarfjarð-
arbæjar gerði bæjarlögmaður að
sögn Geirs engar athugasemdir
þegar sýslumaður bar undir hann
hvort veita ætti FH-ingum slíkt
leyfi.
„Þetta er ekki nógu gott hjá
okkur,“ segir Geir, sem kveður
viðræður hafnar við fulltrúa FH
og Hauka um að stefnu bæjarins
verði fylgt. „Svona mál vinnast
bara í samvinnu. Þetta eru börnin
okkar og íþróttafélögin okkar og
við ætlum að gera betur.“
gar@frettabladid.is
Börn kaupa og selja
áfengi í Hafnarfirði
Sautján ára stúlka afgreiddi gesti á árshátíð Hafnarfjarðarbæjar í Haukahúsinu
og sextán ára gestir á þorrablóti FH í Kaplakrika gátu keypt áfengi á barnum
þar. Forvarnarfulltrúi bæjarins segir nú rætt við íþróttafélögin um breytingar.
GEIR BJARNASON
Forvarnarfulltrúi
Hafnarfjarðar.
ÁRSHÁTÍÐ HAFNARFJARÐARBÆJAR Um hundrað starfsmenn sem eru undir tvítugu
fengu ekki aðgang að árshátíð Hafnarfjarðarbæjar en innandyra afgreiddi sautján ára
stúlka gesti á barnum. MYND/FJARÐARPÓSTURINN
LÖGREGLUMÁL Mikið magn af
am fetamíni, tugir mogadon- og
ritalíntaflna, svo og sprautur og
nálar, fundust á Litla-Hrauni við
eftirlit í gær. Efnin og sprauturn-
ar fundust á tveimur gestum sem
ætluðu að heimsækja fanga í fang-
elsinu. Við leitina var notaður
fíkniefnahundur auk þess sem lög-
reglan á Selfossi var kölluð á stað-
inn.
„Við höfum undanfarið unnið að
því að draga úr eiturlyfjaneyslu
inni í fangelsinu,“ segir Margrét
Frímannsdóttir, forstöðumaður á
Litla-Hrauni. „Það er öllum ljóst
að töluvert hefur verið um hana.
Við höfum því verið með aðgerðir
inni í fangelsinu auk þess sem við
höfum hert allt eftirlit við komu
heimsóknargesta.
Fíkniefnahundurinn okkar, hann
Moli, var á ferðinni að þessu sinni,
ásamt sínum ágæta þjálfara.
Afraksturinn var þetta mikla
magn fíkniefna og neyslutóla.
Þennan árangur má fyrst og
fremst þakka að við höfum fíkni-
efnahund á Litla-Hrauni og góðan
þjálfara með honum. Þetta er sam-
stillt átak allra starfsmanna á
staðnum, með góðri aðstoð lög-
reglunnar á Selfossi, auk þess sem
margir fangar vilja að það dragi
úr þessari neyslu.“
„Þetta er frábær árangur hjá
starfsfólki Litla-Hrauns,“ sagði
Páll Winkel fangelsismálastjóri.
„Hann ber merki um hve fagleg
vinnubrögð eru viðhöfð þar.“ - jss
MARGRÉT FRÍMANNSDÓTTIR Forstöðu-
maður Litla-Hrauns segir aðgerðir gegn
fíkniefnaneyslu fanga hertar.
Fíkniefnahundur merkti við tvo heimsóknargesti á Litla-Hrauni:
Mikið magn fíkniefna tekið
ALÞINGI Árni Johnsen, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, blandaði sér í
umræðuna um gjaldmiðilsmálin á
Alþingi í gær.
Bjarni Harðarson Framsóknar-
flokki spurði forsætisráðherra
hvaða áform væru uppi innan for-
sætisráðuneytisins í gjaldeyrismál-
um. Vék hann að þrengingum í
efnahagslífinu, sagði krónuna ekki
gallalausa og bankana í erfiðri
stöðu. Hann sagði einhliða upptöku
evru ekki til umræðu en til væru
aðrar lausnir, svo sem upptaka
svissneska frankans eins og hann
sjálfur hefði fjallað um í greinum í
um eitt ár.
Svar Geirs H. Haarde var stutt.
„Ráðuneytið hefur ekki uppi áform
um að beita sér fyrir því að breyta
um gjaldmiðil,“ sagði Geir og bætti
við: „En ég skal þó viðurkenna að
ég hef ekki kynnt mér greinar
Bjarna Harðarsonar undanfarið ár
um þessi mál.“ Eftir að Jón Magn-
ússon, Frjálslynda flokknum, hafði
sagt núverandi ástand ómögulegt
og Pétur Blöndal Sjálfstæðisflokki
að við ættum að halda í krónuna tók
Árni Johnsen til máls. „Hún er
orðin mjög hvimleið þessi enda-
lausa umræða um krónuna og evr-
una og menn ættu nú að fara að sjá
metnað sinn í að hætta þessu horn-
grýtis kjaftæði,“ sagði Árni. Hann
kvað Íslendinga eiga að leggja
metnað sinn í að halda sjálfstæði,
tungunni og krónunni. „Það er
mergurinn málsins og þá skiptir
máli að hafa vinnufrið fyrir önnur
góð mál í þjóðfélaginu án þess að
bloggararnir í okkar umhverfi séu
að blaðra út og suður.“ - bþs
Árni Johnsen segir evruumræðuna hvimleiða og vill frið fyrir blaðrandi bloggurum:
Hættum þessu horngrýtis kjaftæði
LEIÐIST ÞÓFIÐ Árni Johnsen segir
umræðuna um krónuna og evruna vera
orðna hvimleiða.
UTANRÍKISMÁL Íslensk stjórnvöld
hafa formlega viðurkennt
sjálfstæði Kosovo. Ingibjörg
Sólrún Gísladótt-
ir utanríkisráð-
herra tilkynnti
Hashim Thaci,
forsætisráðherra
Kosovo, þetta
bréflega í
gærmorgun.
Í bréfinu lagði
Ingibjörg áherslu
á að Kosovo sýndi
í verki fulla
virðingu fyrir
mannréttindum
og réttindum
minnihlutahópa,
eins og ríkið
hefði skuldbundið sig til í
sjálfstæðisyfirlýsingunni.
Yfirvöld í Serbíu viðurkenna
ekki aðskilnað Kosovo frá
Serbíu. Ingibjörg tilkynnti
serbneskum yfirvöldum ákvörð-
un íslenskra stjórnvalda í gær. - bj
Viðurkenna sjálfstæði Kosovo:
Réttindi minni-
hluta verði virt
INGIBJÖRG
SÓLRÚN GÍSLA-
DÓTTIR
ALÞINGI Björn Bjarnason dóms-
málaráðherra telur að kanna eigi
til hlítar hvernig
best yrði staðið
að því að nýta
rafræn eftirlits-
kerfi til að
framfylgja
farbanni eða
fullnustu
refsinga.
Siv Friðleifs-
dóttir, Framsókn-
arflokki, spurði
ráðherra hvort
hann teldi koma
til greina að taka
upp ökklabönd til að tryggja
betur farbann grunaðra saka-
manna.
Í svari Björns kemur fram að
ökklabönd hafi reynst vel, til
dæmis í Bandaríkjunum,
Bretlandi og Svíþjóð. Þau megi
nýta við afplánun vægari
refsinga og til að hafa eftirlit
með kynferðisafbrotamönnum á
reynslulausn. - bþs
Björn Bjarnason um ökklabönd:
Kanna ber raf-
ræn eftirlitskerfi
BJÖRN BJARNA-
SON
VIÐSKIPTI Áformað er að greiða
fyrrum viðskiptavinum Sam-
vinnutrygginga út þeirra hluti í
lok maí. Yfir 50 þúsund einstakl-
ingar og fyrirtæki ættu að fá bréf
í lok mánaðarins með upplýsingar
um eignir sínar. Fréttastofa
Útvarps sagði frá þessu í gær.
Samvinnutryggingar urðu
nýverið að fjárfestingarfélaginu
Gift. Þeir sem tryggðu hjá
Samvinnutryggingum á árunum
1987 og 1988 verður úthlutað
eignum í Gift í maí, gangi
áætlanir eftir.
Útvarpið hefur eftir formanni
skiptanefndar Gift, að þeir sem
fái hluti geti átt þá áfram í von
um að gengi félagsins hækki. - bj
Samvinnutryggingar greiða út:
Eignir verða af-
hentar í maí
LÖGRGEGLUMÁL Tryggja á að
svokallað þvagleggsmál endur-
taki sig ekki með nýrri reglugerð
sem samgönguráðherra hefur
undirritað.
Reglugerðin skýrir verklags-
reglur vegna töku sýna þegar
grunur leikur á að ekið hafi verið
undir áhrifum fíkniefna. Hér
eftir skal þvagsýni ekki tekið ef
beita má öðrum vægari úrræð-
um.
Breytingin er til komin til þess
að koma í veg fyrir að atvik sem
upp kom á Selfossi fyrir ári
endurtaki sig. Þar var þvagsýni
tekið úr konu með þvaglegg gegn
hennar vilja á lögreglustöðinni. - bj
Ný reglugerð um sýnatökur:
Þvagleggsmál
ekki endurtekið
MENNTAMÁL Ákvörðun rektors
Háskólans á Bifröst um að vísa
þremur nemendum frá skólanum
vegna fíkniefnamisferlis var
staðfest á fundi háskólaráðs
seinnipart dags í gær. Þetta
staðfestir Bryndís Hlöðversdótt-
ir, aðstoðarrektor skólans.
Ágúst Einarsson, rektor
háskólans, rak nemendurna þrjá
úr skólanum eftir að fjölmennt
lögreglulið leitaði í húsnæði
þeirra fyrir síðustu helgi.
Lítilræði af kannabisefnum,
amfetamíni og kókaíni fannst hjá
nemendunum. Ekki náðist í
Ágúst við vinnslu fréttarinnar.
- bj
Fíkniefnamál á Bifröst:
Þrír nemendur
reknir úr skóla
SPURNING DAGSINS