Fréttablaðið - 06.03.2008, Page 10
6. mars 2008 FIMMTUDAGUR
RV Unique örtrefjaræstikerfið
- hagkvæmt, vistvænt og mannvænt
Nánari upplýsingar
veita sölumenn og ráðgjafar RV
Bodil Fur,
sölumaður hjá
RV Unique í Danmörku
UniFlex II H Fiber ræstivagn
RV
U
N
IQ
U
E
02
08
02
Rekstrarvörur
- vinna með þér
Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík
Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665
sala@rv.is • www.rv.is
A
T
A
R
N
A
–
K
M
I
/
F
ÍT
Nóatúni 4 • Sími 520 3000
www.sminor.is
blettakerfi
8 kg.
15
mín. hraðkerfi 60
mín. kraftþvottakerfi
Snertihnappar
A+
ORKA Landsvirkjun sendi í gær frá
sér tilkynningu með yfirskriftinni
„Orkan í neðri hluta Þjórsár seld
með fyrirvara um að leyfi fáist“.
Þar segir að fyrirtækið hafi rætt
við fjölmörg hátæknifyrirtæki
sem hafi áhuga á raforkukaupum
úr virkjunum þeim sem fyrirhug-
aðar eru í neðri hluta Þjórsár.
Auk gagnaversins megi minna á
mögulega framleiðslu á hreinkísli
í Þorlákshöfn.
Ljóst sé að eftirspurn eftir orku
er langt umfram framboð. Lands-
virkjun hafi ekki aðra virkjunar-
kosti en í neðri hluta Þjórsár til-
tæka til raforkusölu á Suður- og
Vesturlandi.
Þá sé lítið svigrúm í raforku-
kerfinu til aukinnar framleiðslu
því raforkusala hafi aukist mikið.
Benda megi á að Becromal opni
orkufreka rafþynnuverksmiðju á
Akureyri síðar á árinu með raf-
magni frá Landsvirkjun, án nýrra
virkjana.
Þar sem ekki hafi enn verið
gefið út virkjunar- og fram-
kvæmdaleyfi fyrir virkjunum í
neðri hluta Þjórsár séu samningar
Landsvirkjunar við Verne og aðrir
orkusölusamningar sem fyrirtæk-
ið kunni að gera gerðir með fyrir-
vara um að tilskildar heimildir
fáist fyrir virkjunum í Þjórsá.
- kóþ
Samningsstaða Landsvirkjunar og áform reifuð í tilkynningu:
Orka í neðri hluta Þjórsár seld
ÖLMÓÐSEY Í ÞJÓRSÁ Landsvirkjun
segist vera byrjuð að semja um að selja
orkuna sem muni fást úr virkjunum í
Þjórsá, enda hafi fyrirtækið ekki aðra
virkjunarmöguleika á svæðinu.
MYND/LOFTMYNDIR
UMHVERFISMÁL Með auknu vatns-
streymi af bráðnun jökla verður
til nógu mikil orkuaukning í
núverandi virkjanakerfi fyrir
væntanlegt gagnaver Verne Hold-
ing á Suðurnesj-
um, til dæmis í
Kárahnjúka-
virkjun. Því þarf
ekki að virkja
Þjórsá, að sögn
talsmanns Sólar
á Suðurnesjum,
Guðbjargar R.
Jóhannesdóttur.
Því harmi
samtökin stefnu
Landsvirkjunar
og nýlegar yfir-
lýsingar for-
stjóra hennar, en fyrir tækið gerði
þann fyrirvara við orkusölu til
gagnaversins að leyfi fengist til
að virkja Þjórsá. Gagnaverið
muni nota lítinn hluta þeirrar
orku, sem færi til dæmis í álver í
Helguvík, einungis 25 MW til að
byrja með og í mesta lagi 50 MW.
Álver í Helguvík þyrfti allt að 435
MW.
„Þess vegna er gagnaverið nátt-
úrlega frábær þróun. Það er byrj-
unarskref en hér eru ýmsir aðrir
möguleikar,“ segir Guðbjörg og
telur til að nú þegar sé unnið að
háskólauppbyggingu og jafnvel
kvikmyndaveri á svæðinu. Hún
telur tímaskekkju að reisa orku-
frekt álver því það skemmi fyrir
öðrum möguleikum. - kóþ
Sól á Suðurnesjum:
Bráðnun jökla
bjargi Þjórsá
URRIÐAFOSS Í ÞJÓRSÁ Guðbjörg segir að ekki sé þörf á að virkja hér fyrir nýja gagna-
verið. Orkuþörf þess megi fullnægja með annarri orku. Einnig segir hún að álver í
Helguvík myndi eyðileggja fyrir annarri uppbyggingu á Suðurnesjum.
MYND/SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON
GUÐBJÖRG
RANNVEIG
JÓHANNESDÓTTIR
ORKA „Það er varla hægt að taka
það alvarlega þegar þessum
tveimur óskyldu hlutum er stillt
upp með þessum hætti,“ segir
Björgvin G. Sigurðsson viðskipta-
ráðherra um fyrirvara Lands-
virkjunar við orkusölu til gagna-
vers Verne í Keflavík.
Eins og greint var frá í Frétta-
blaðinu í gær gerir Landsvirkjun
það að skilyrði fyrir sölunni að
virkjunarleyfi fáist í Þjórsá.
Viðskiptaráðherra segist ekki
sjá hvernig gagnaver, sem noti 25
megavött, hafi nokkuð með virkj-
un Þjórsár að gera.
„Auðvitað er það ekki forsenda
gagnavers,“ segir Björgvin og
minnir á andstöðu sína við téðar
virkjanir.
Mörður Árnason, Samfylkingu,
vakti athygli þingheims á frétt
blaðsins í gær. Sagði hann Lands-
virkjun reka áróður „eins og hver
annar stjórnmálaflokkur“. Fyrir-
tækið notaði vinsælt mál, eins og
gagnaver, til að koma fram óvin-
sælu máli; virkjun í Þjórsá.
„Landsvirkjun er að nota gagna-
verið sem fjárkúgun, sem blakk-
meil á Alþingi. Hvað á þetta frí-
ríki, þetta sjálfstýrða apparat,
eiginlega að komast upp með af
dónaskap og frekju í garð kjör-
inna fulltrúa hér og í garð ríkis-
stjórnarinnar og alls almennings?“
spurði Mörður og var þá kallað
fram í að hann skyldi spyrja iðn-
aðarráðherra að þessu.
Kristján Þór Júlíusson, Sjálf-
stæðisflokki, kvað næst að óábyrgt
væri að nýta ekki Þjórsá. Hann
vænti þess að þingmenn fögnuðu
áformunum, líkt og iðnaðarráð-
herra hefði gert.
Helgi Hjörvar í Samfylkingunni
kom þá og efaðist um að rétt hefði
verið haft eftir upplýsingafulltrúa
Landsvirkjunar. Þetta væri lík-
lega óþarfa uppsláttur í blaðinu.
Að lokum tók Álfheiður Inga-
dóttir úr VG til máls og sagði
óþarft fyrir Helga að bera blak af
upplýsingafulltrúanum. Helgi
gæti lesið sér til um fyrirætlanir
Landsvirkjunar á heimasíðu fyrir-
tækisins.
Össur Skarphéðinsson iðnaðar-
ráðherra er erlendis og svaraði
engu um málið í gær.
klemens@frettabladid.is
Gagnaverið
óháð Þjórsá
Viðskiptaráðherra segir nálgun Landsvirkjunar á
tengsl gagnavers og Þjórsár sérkennilega. Þetta séu
óskyldir hlutir. Rætt var um málið á Alþingi í gær.
esjum
a orku-
BJÖRGVIN G.
SIGURÐSSON
MÖRÐUR
ÁRNASON
KRISTJÁN ÞÓR
JÚLÍUSSON
HELGI
HJÖRVAR