Fréttablaðið - 06.03.2008, Síða 12

Fréttablaðið - 06.03.2008, Síða 12
 6. mars 2008 FIMMTUDAGUR Hluthafafundur í Landic Property hf. verður haldinn föstudaginn 14. mars 2008 kl. 11.00 á starfsstöð félagsins í Kringlunni 4–12, í Reykjavík. DAGSKRÁ: 1. Breytingar á samþykktum félagsins: Tillaga er lögð fram um breytingu á grein 2.1. þannig að hluthafafundur félagsins heimili stjórn lántöku og útgáfu skuldabréfa með breytirétti fyrir allt að fjárhæð 1.383.116.455 kr. (eða samsvarandi fjárhæð í evrum taki stjórnin ákvörðun um að nýta sér framangreinda heimild til að skrá hlutafé félagsins í evrum) til að mæta kaupum á hlutum í fasteigna- félögum og -sjóðum og skuldbindingum þeim tengdum samkvæmt kaupsamningi, dags. 13. febrúar 2008. Muni breytirétturinn verða virkur skv. eftirfarandi: Frá 13. febrúar 2010 um allt að 376.884.702 kr. á genginu 14,0, frá 13. febrúar 2011 um allt að 351.903.548 kr. til viðbótar á genginu 14,7, frá 13. febrúar 2012 um allt að 335.146.237 kr. til viðbótar á genginu 15,435 og frá 13. febrúar 2013 um allt að 319.181.968 kr. til viðbótar á genginu 16,207. Lagt er til að hluthafar falli frá forgangsrétti sínum til áskriftar að hinu nýja hlutafé. Heimild þessi skuli gilda fram til 13. febrúar 2013, en falla þá niður að því leyti sem hún hafi ekki verið nýtt. 2. Önnur mál, löglega upp borin. Framangreindar tillögur liggja frammi á skrifstofu félagsins til frekari kynningar fyrir hluthafa. Stjórn Landic Property hf. HLUTHAFAFUNDUR Í LANDIC PROPERTY HF. HEKLA vélasvið Klettagörðum 8-10, Sími 590 5000, www.hekla.is, velasvid@hekla.is. Opið 9-19 fimmtudag og föstudag og 12-18 laugardag Tilboðsverð í dag: 3.200.000 + vsk Ein af tilboðsvélum dagsins KOMATSU WA380 Árgerð 1998, ekin 9.500 tíma. Á GÓÐUM NOTUÐUM TÆKJUM HJÁ VÉLASVIÐI HEKLU ERU SAMNINGADAGAR NÚ T B W A \R E Y K JA V ÍK \ S ÍA BANDARÍKIN, AP Hillary Clinton gaf í gær í skyn að þau Barack Obama gætu tekið þá ákvörðun að bjóða sig fram saman, þannig að annað þeirra yrði varaforsetaefni en hitt forsetaefni. „Það getur verið að þetta stefni þangað. En fyrst verðum við að ákveða hvort verður efst á seðlin- um. Ég tel að íbúar í Ohio hafi greinilega sagt að það eigi að vera ég,“ sagði hún í sjónvarpi í gær þegar hún var spurð út í þennan möguleika. Clinton vann sigur í þremur ríkjum af fjórum í forkosningum á þriðjudaginn. Hún fékk 54 pró- sent atkvæða í Ohio, 51 prósent í Texas og 58 prósent í Rhode Island, en Obama sigraði með 60 prósent atkvæða í Vermont. Sigurinn í Ohio skiptir Clinton verulegu máli því síðustu 44 ár hefur það aldrei gerst að sigur- vegari forsetakosninga hafi tapað í forkosningum í Ohio. Munurinn á milli þeirra er þó enn það mjór að Clinton á engan veginn sigurinn vísan. „Við erum ennþá með óyfirstíg- anlega forystu,“ sagði Obama á þriðjudagskvöld og sagðist sann- færður um sigur í forsetakosning- unum í nóvember. Reiknað er með að næstu vik- urnar muni aukin harka færast í baráttu þeirra, en síðustu prófkjör Demókrataflokksins verða ekki fyrr en í júní. Á endanum verða það nærri 800 forystumenn flokksins sem ráða úrslitum, því þeir ganga óbundnir til atkvæða á landsþingi flokksins í lok ágúst. Deilur þeirra Obama og Clinton næstu vikurnar koma sér afar vel fyrir John McCain, sem á þriðju- daginn tryggði sér meirihluta- stuðning kjörmanna á landsþingi Repúblikanaflokksins í haust, þegar forsetaefni flokksins verð- ur valið. McCain getur nú styrkt stöðu sína í rólegheitum meðan fram- bjóðendur demókrata rífa hvort annað niður. McCain hélt í gær á fund George W. Bush forseta í Hvíta húsinu og fékk stuðning hans til framboðs af hálfu Rep- úblikanaflokksins, en gæti þó þurft að glíma við harða andstöðu margra flokksfélaga sinna, eink- um kristilegra hægrimanna sem eiga erftt með að sætta sig við að hann verði forsetaefni flokksins. Þeir McCain og Bush deildu hart í forkosningum Repúblikana- flokksins fyrir forsetakosningarn- ar árið 2000, og hafa iðulega verið á öndverðum meiði í lykilmálum á borð við fjármögnun kosningabar- áttu, skattalækkanir, hlýnun jarð- ar og pyntingar. gudsteinn@frettabladid.is Clinton og Obama búa sig undir átök John McCain nýtur þess að enn er mjótt á mununum milli Hillary Clinton og Baracks Obama, sem þurfa að berjast hart næstu vikurnar. HILLARY CLINTON Ánægð með sigurinn sem kom í veg fyrir að hún dytti strax út úr kosningabaráttunni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.