Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.03.2008, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 06.03.2008, Qupperneq 22
22 6. mars 2008 FIMMTUDAGUR hagur heimilanna 1997 1999 2001 2003 2005 2007 HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS „Ég held að albestu kaup sem ég hef gert hafi verið lestarmiðinn góði,“ segir Helgi Pétursson og verður mjúkur á manninn enda reyndist lestamiðinn hinn mesti örlagavaldur. „Ég var skammt fyrir utan London og keypti lestarmiðann til að koma mér inn í borg og þegar ég hef nýlokið því erindi mínu hitti ég konuna og ég er alveg viss um að það var miðinn sem leiddi mig á leið til hennar. Svo það þurfa ekki mikil fjárútlát að fylgja svona firnagóð- um kaupum líkt og þeim sem ég gerði þarna.“ En gæfan hefur þó ekki alltaf verið hans fylgikona í viðskiptunum eins og hann fékk að reyna í bílakaupum einum. „Ég festi kaup á frönskum bíl af gerðinni Simca,“ segir Helgi og ljóminn frá Lundúnaferðinni forðum rennur af honum. „Þetta var í upphafi áttunda áratugarins. Það er reyndar löngu hætt að framleiða þessa bíla núna og ég held að það útskýri málið. Eitt af því sem plagaði mig nokkuð við þenn- an bíl var það að rúðuþurrkurnar virkuðu aldrei sem getur verið afar hvimleitt þegar menn vilja aka á norðlægum slóðum. Ég reyndi þó að bæta úr þessu með því að taka mér streng til handargagns og festa tusku á hann og svo dró ég hann til skiptis um framgluggann hjá farþegasætinu og glugga ökumanns. Þetta er gamalt og þekkt trix en afar lýjandi.“ NEYTANDINN: HELGI PÉTURSSON HJÁ ORKUVEITU REYKJAVÍKUR Lestarmiði leiddi hann til konunnar Útgjöldin > Verð á harðfiski í nóvember hvers árs. Danska flugfélagið Sterling lætur börn greiða fullt verð fyrir flugmiðann, að sögn norska dagblaðsins Aften- posten. Þegar flugmiði er keyptur á netinu á sterling.com þarf greiðand- inn að gefa upplýsingar um það hvort barnið sé undir tólf ára aldri eða ekki en greiða þarf fullorðinsverð fyrir miðann. Aftenposten segir að reglan sé sú að öll börn yfir tveggja ára aldri greiði fullorðinsverð hjá Sterling, Ryanair og Easyjet. Michael T. Hansen, yfirmaður hjá Sterling, segir að Sterling skipti farþegunum í fullorðins- og barna- hóp af öryggisástæðum. „Við biðjum fólk að gefa upplýsingar um börn á aldrinum 2-11 ára af því að þau eru of ung til að sitja við neyðarútganga. Við veitum barnaafslátt, til dæmis þegar við förum í auglýsingaherferðir, en annars gefum við ekki barnaafslátt,“ segir hann. ■ Flugverð Fullorðinsverð fyrir börn hjá Sterling Í lok febrúar lögðu þrettán þingmenn allra flokka á Alþingi fram þingsályktunartillögu þar sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra er falið að hefja undirbúning að setningu reglna um hámarksmagn transfitusýra í matvælum. Vilja þingmennirnir að hámarkið verði tvö grömm í hverjum hundrað grömmum af fitumagni vörunnar, sem er sambærilegt við það sem gildir í Danmörku. Í greinargerð sem fylgir ályktuninni segir að neysla á transfitusýrum auki líkur á hjarta- og æðasjúkdómum mun meira en neysla á mettaðri fitu, sem þó er vel þekktur áhættu- valdur fyrir slíka sjúkdóma. Þá eykur neysla transfitusýra hættu á offitu og sykursýki 2. Elva Gísladóttir, verkefnisstjóri næringar hjá Lýðheilsustöð, segir að til séu tvenns konar transfitusýrur. Annars vegar séu þær sem myndist á náttúrulegan hátt í vömb jórturdýra. Hins vegar myndist transfitusýrur þegar olía sé hert en hörð fita er notuð til að matvæli fái ákveðna eiginleika eins og til dæmis aukið geymsluþol. Meðal vara sem mögulega innihalda transfitusýrur eru smjörlíki, steikingarfeiti, kökur, kex og franskar kartöflur, auk djúpsteikts skyndimatar, örbylgjupopps, snakks og sælgætis. Elva segir það val framleiðenda hvort þeir noti slíkar vörur, þar sem til sé steikingarfeiti og smjörlíki sem innihaldi ekki transfitusýrur. „Það er alls ekki þannig að það þurfi að taka þessar vörur af markaði,“ segir Elva. „Það skiptir máli hvað er notað í staðinn, til dæmis olía þó það sé skárri kostur að það sé mettuð fita en transfitusýra.“ Elva segir tvær leiðir mögulegar. Annars vegar að fara sömu leið og Danir en þá þurfi að fræða framleiðendur og efla eftirlit. Eftirlit með merkingum á vöru er í dag í höndum heilbrigðisnefnda sveitarfélaga. Hin leiðin sé að fræða neytendur með næringar- gildismerkingum, sem kosti líka fé. „Það skiptir máli að svona löggjöf fylgi fé til eftirlits og fræðslu.“ - ovd Segir það skipta máli að löggjöf um minna magn transfitusýra í mat á Íslandi fylgi fé til eftirlits og fræðslu: Vilja minnka herta fitu í mat á Íslandi OF MIKIÐ AF HERTRI FITU Íslendingar neyta 3,5 gramma af hertri fitu á dag í stað 2 gramma sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir æskilega hámarksneyslu. „Ef maður leigir með vini sínum getur uppvask og þvottur gleymst en við þessu er gott ráð,“ segir Atli Fannar Bjarkason blaðamaður. „Gott er að ýta undir að vinurinn verði blankur frekar snemma í mánuðinum, til dæmis með því að hvetja hann til að kaupa alls kyns óþarfa. Svo þegar hann er að farast úr hungri dæsir maður yfir óhreina tauinu og býður meðleigjandanum að þvo og vaska upp gegn því að þú splæsir máltíð á veitingastað. Þannig er maður búinn að láta meðleigjandann vinna í þrjá til fjóra tíma fyrir svona tvö þúsund kall, svart. Glatað tímakaup fyrir hann og þú stendur uppi sem sigurvegari.“ GÓÐ HÚSRÁÐ: LÁTIÐ VININN VINNA FYRIR LÉLEGT KAUP 3.100 kr. 3.692 kr. 4.184 kr. 4.777 kr. 4.515 kr. 5.474 kr. ÍS LE N SK A S IA .I S U TI 4 12 62 0 2. 20 08 Höfum opnað nýja og stórglæ Komið á frábæra opnunarhátíð um helgina. Fjöldi opnunartilboða, vörukynningar frá Adidas, Nike og Asics. Kristall Plús að drekka og blöðrur fyrir börnin. HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500 Opið: Fim. 11-21 Fös. 11-18 Lau. 10-18 Sun. 13-18
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.