Fréttablaðið - 06.03.2008, Side 25

Fréttablaðið - 06.03.2008, Side 25
MMTUDAGUR 6. mars 2008 25 Skuldatryggingarálag (CDS) á fimm ára skuldabréf stóru við- skiptabankanna lækkaði umtals- vert eftir fréttir af fjármögnun Kaupþings á þriðjudag með sölu skuldabréfa og lántöku í Evrópu. Álag á bréf Kaupþings lækkaði um sem nemur 70 punktum og bréf Landsbankans og Glitnis um 20 til 50 punkta. Í gærmorgun, áður en fregnir bárust af breyttum horfum láns- hæfis ríkisins, stóð CDS-gildi Kaupþings í 665 punktum, Glitnis í 648 punktum og Landsbankans í 485 punktum og hefur samkvæmt heimildum blaðsins sjaldan munað jafnlitlu á álaginu sem lagt er á bréf Glitnis og Kaupþings. - óká Kippur eftir út- spil Kaupþings Horfum varðandi Aaa-lánshæfi íslenska ríkisins hefur verið breytt úr stöðugum í neikvæðar sam- kvæmt nýju mati alþjóðlega mats- fyrirtækisins Moody‘s. Einkunnin er sú hæsta mögulega. Breyttar horfur eru fyrst og fremst til komnar vegna lækkunar fyrirtækisins á fjárhagsstyrkleika- einkunn Kaupþings, Glitnis og Landsbankans fyrir helgi, að því er fram kemur í tilkynningu sem Moody‘s sendi frá sér í gær. Breytingin nær til einkunnar skuldabréfa ríkisins og fyrir land- seinkunn innlána í erlendri mynt. Horfurnar haldast stöðugar fyrir skuldbindingar í erlendri og inn- lendri mynt. Joan Feldbaum Vidra, sérfræð- ingur Moody‘s, segir í rökstuðningi fyrir ákvörðuninni að mikilvægur þáttur fyrir Aaa-einkunn ríkis sé bankakerfi með háa meðaleinkunn fyrir fjárhagslegan styrk og bend- ir á að ekkert annað land í Aaa- flokki hafi bankakerfi með einkunn undir C. Hún segir stjórnvöld þó fullfær um að fást við áfall í banka- kerfinu en bætir við að neikvæðar horfur gefi til kynna þá skoðun Moody‘s að „frekari framrás bankakerfisins á erlendri grundu muni reyna á getu stjórnvalda til að bregðast við áfalli á virkan hátt“. Í umfjöllun greiningardeildar Glitnis er bent á að Standard & Poor‘s hafi síðan í nóvember haft lánshæfismat ríkisins á neikvæð- um horfum. Greiningardeild Landsbankans segir boltann hjá stjórnvöldum. „Enda segir í tilkynningu Moody´s að breyttar horfur endurspegli ekki róttækt endurmat á lánshæfi íslenska ríkisins heldur áhyggjur af atriðum sem stjórnvöld geta tekið á,“ segir í Vegvísi Landsbank- ans og bætt er við að með þessu sé gefið til kynna að á næstunni þurfi að efla gjaldeyrisforða Seðlabank- ans og festa í sessi samstarf við erlenda seðlabanka, sem tæki af allan vafa um aðgengi að lausafé og hver hefði hlutverk lánveitanda til þrautarvara. - óká VIÐ STJÓRNARRÁÐIÐ Breyttar lánshæf- ishorfur ríkisins eru raktar til lækkunar breytts mats Moody‘s á fjárhagslegum styrk bankanna; verra lánshæfi þeirra leiði sjálfkrafa til endurmats á áhættu ríkisins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Lánshæfishorfur ríkisins versna SKULDATRYGGINGARÁLAG (CDS-SPREAD) 5. MARS Banki Álag í punktum Kaupþing 665 Glitnir 648 Landsbankinn 485 Skuldatryggingarálag á bréf bankanna var óbreytt milli daga við lokun markaða í gær, þrátt fyrir breyttar lánshæfishorfur ríkisins. Casall fatnaður Opnunartilboð: 20% afsláttur Jamis reiðhjól Árgerð 2007 Opnunartilboð: 40%afsláttur Chrysalis dúnsvefnpoki frá The North Face Verð: 25.990 kr. Opnunartilboð: 17.990kr. Nike T-bolir Opnunartilboð: 20%afsláttur unarhátíð um helgina Nike Pro hátæknifatnaður – aðeins það besta til íþróttaiðkunar – kynning á fimmtudag og laugardag. „Þetta eru ef til vill ekki kjöraðstæður til að skrá félag á markað. Það helgast af lausafjárskortinum,“ segir Grétar Már Axelsson, sérfræðingur hjá Grein- ingu Glitnis. Skipti, móðurfélag Símans, verða skráð í Kauphöll- ina og viðskipti með bréf í fyrirtækinu hefjast 19. þessa mánaðar. Þrjátíu prósenta hlutur verður hins vegar seldur í hlutafjárútboði dagana 10. til 13. mars. Almenningur og fagfjárfestar geta þá keypt hluti fyrir 100 þúsund krónur að lágmarki og í mesta lagi 25 milljónir króna. Gengið í útboðinu verður 6,64 til 8,10. Ekki fást upplýsingar um hvernig þetta gengi var fundið. „Við fyrstu sýn virðist þetta vera heldur hátt, miðað við sambærileg félög,“ segir Grétar Már. Miðað við þetta gengi er verðmæti þrjátíu prósenta hlutar í félaginu á bilinu 14,7 til 17,9 milljarðar króna. Samkvæmt því verður hæsta mögulega virði félags- ins við skráninguna 59,7 milljarðar króna. Skuldir félagsins nema um fimmtíu milljörðum króna, eftir því sem næst verður komist. Skipti keyptu Landsímann af ríkinu á tæpa 67 millj- arða króna á síðari hluta ársins 2005. Síðan þá hafa orðið töluverðar breytingar á félaginu. Til stóð að Skipti yrðu skráð á markað fyrir ára- mót, en það var meðal skilyrða við sölu ríkisins á fyr- irtækinu. Það frestaðist vegna tilboðs Skipta í sló- venska símann. Fjármálaráðherra heimilaði frestun á skráningunni fram til loka þessa mánaðar. - ikh Hátt gengi á Skiptum GEIR H. HAARDE Undirritar samning um sölu Símans til Skipta, núverandi móðurfélags Símans. Aðstandendur félagsins fylgj- ast með. Tæplega þriðjungshlutur í Skiptum fer á hlutabréfa- markað í mánuðinum. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. Þórólfur Gíslason hefur sagt af sér sem stjórn- armaður og stjórnar- formaður Fjárfesting- arfélagsins Giftar. Afsögnin kemur mönnum á óvart og var hún fyrirvaralaus. Stjórnarmenn í Gift vísa á Þórólf um skýr- ingar, en neita því að deilur séu í stjórninni. Ekki hefur náðst í Þór- ólf, þrátt fyrir ítrekað- ar tilraunir. Stjórnarfundur var haldinn í félaginu fyrir helgi. Þangað kom Þórólfur ekki. Sam- kvæmt heimildum Fréttablaðs- ins barst öðrum stjórnarmönn- um bréf á mánudag, þar sem fram kom að Þórólfur ætlaði að hætta. Engar skýringar fylgdu í bréfinu. Ólafur Frið- riksson, skrifstofu- stjóri í landbúnaðar- ráðuneytinu, tekur við stjórnarformennsku í Gift fram að næsta aðalfundi. Óvíst er hvenær hann verður haldinn. Gift var stofnað í fyrrasumar upp úr Eignarhaldsfélaginu Samvinnutrygging- um. Eigið fé félagsins hleypur á tugum millj- arða króna. Þeir sem tryggðu hjá Sam- vinnutryggingum á tilteknu ára- bili eiga að fá hluti í Gift. Ekki liggur fyrir hversu mikið fellur hverjum og einum í skaut, en þess er vænst að það liggi fyrir í mánuðinum. - ikh Hætti án skýringa ÞÓRÓLFUR GÍSLASON

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.