Fréttablaðið - 06.03.2008, Qupperneq 30
30 6. mars 2008 FIMMTUDAGUR
UMRÆÐAN
Utanríkis- og öryggismál
Hverri þjóð er nauðsynlegt að móta og fylgja vel skil-
greindri stefnu í utanríkismálum
sem hafi fyrst og fremst að mark-
miði að vernda hagsmuni og
öryggi ríkis og þjóðar út á við
sem inn á við og taka þátt í alþjóð-
legu samstarfi sem stuðlar að
framgangi þess markmiðs, að
teknu tilliti til viðurkenndra
hagsmuna annarra ríkja og þess
veruleika sem alþjóðasamfélagið
býr við.
Til að hægt sé að framfylgja
utanríkisstefnu þjóðríkis þarf
hún að vera vel skilgreind. Skil-
greina þarf m.a. grundvallarhug-
myndafræði stefnunnar og
grundvallarmarkmið og skapa
pólitíska samstöðu um þau og
hvernig ríkið hyggist ná þeim
fram. Stefnan þarf að byggjast á
yfirvegaðri greiningu á ytra
umhverfi ríkisins, skilningi á
grundvallaratriðum í utanríkis-
stefnu annarra ríkja, skilningi á
þeim kröftum sem áhrif hafa á
þróun þeirra og skilningi á þeim
breytingum sem kunna að verða
á sviði utanríkismála á hverjum
tíma, bæði hnattrænt og svæðis-
bundið. Þá þarf utanríkisstefnan
að vera trúverðug, þ.e. að ljóst sé
að grundvallarforsendur hennar
standist, að markmið hennar séu
raunhæf og að pólitískur vilji og
geta sé til staðar til að framfylgja
henni til lengri tíma litið.
Ef vel á að takast til krefst
mótun utanríkisstefnu í síbreyti-
legum heimi kerfisbundinna og
sjálfstæðra vinnubragða, fræði-
legra sem hagnýtra, og víðtækr-
ar öflunar upplýsinga og gagna,
sem og samstarfs, samráðs og
skoðanaskipta við aðrar stofnan-
ir, fræðimenn og áhrifaaðila á
sama sviði nær sem
fjær.
Breytingar í alþjóða-
málum sem varða
Ísland
Á undanförnum tveim-
ur áratugum hafa orðið
sögulegar breytingar í
alþjóðamálum, þær
mestu frá dögum seinni
heimsstyrjaldarinnar.
Þær sem mestu máli
skipta fyrir Ísland eru
m.a. breytingar í örygg-
ismálum vegna brotthvarfs varnar-
liðsins, breytingar á norrænu sam-
starfi vegna aðildar þriggja
Norðurlanda að Evrópusamband-
inu, hrun fyrrum Sovétríkjanna og
þátttaka fyrrum kommúnistaríkja í
Evrópusambandinu og Nató. Þá má
nefna breytingar á alþjóðlegu við-
skiptaumhverfi með alþjóðavæð-
ingu íslensks atvinnulífs og frjáls-
ara flæði fjármagns og vinnuafls,
m.a. í kjölfar EES-samningsins og
breytingar vegna aðildar Íslands
að Schengen-svæðinu og þar með
þá staðreynd að Evrópa er án landa-
mæra að stórum hluta. Þá má nefna
að í fyrsta sinn í sögunni virðist
sem alþjóðleg glæpastarfsemi hafi
teygt anga sína til Íslands.
Fyrirsjáanleg er þörf á umræðu
um stöðu Íslands í Evrópu og mótun
framtíðarstefnu um tengsl Íslands
og Evrópusambandsins á næstu
árum ekki síst vegna þróunar síð-
ustu missera, sem og umræðu um
mögulega breytingu á starfsemi
Nató, m.a.vegna óvissu um framtíð
bandalagsins og um skipan örygg-
ismála í Evrópu almennt, sem gæti
orðið á dagskrá fyrr en síðar.
Mín skoðun er sú, að öryggismál
Íslands til lengri framtíðar séu í
óvissu. Staða þeirra mála í dag er
ekki til umræðu í þessari grein.
Við skynjum öll að nýrra og rót-
tækari viðhorfa gætir í umhverfis-
málum sem verða æ
alþjóðlegri í eðli sínu
og því utanríkispólitísk
í vaxandi mæli. Vís-
indamenn hafa einkum
áhyggjur af stigvax-
andi áhrifum gróður-
húsalofttegunda á
umhverfi mannsins og
á veðurskilyrði á jörð-
inni sem munu trúlega
hafa mun alvarlegri
áhrif á lífsskilyrði
okkar en hingað til
hefur verið haldið. Sú
þróun kann að valda nýrri spennu í
alþjóðamálum og leiða til átaka á
heimsvísu ef ekki næst víðtækt
alþjóðlegt samkomulag um aðgerð-
ir gegn vandanum. Hluti af þeim
breytingum er hröð bráðnun heims-
skautasvæða jarðar sem kann að
valda hækkun sjávarborðs en um
leiða gjörbreyta siglingaleiðum, m.
a á norðurslóðum, sem gæti haft
veruleg áhrif á landfræðilega stöðu
Íslands með tilliti til alþjóðlegra
siglinga og hernaðarlegs mikilvæg-
is landsins.
Við þetta má bæta að á síðustu
árum hafa íslensk fyrirtæki fjár-
fest í vaxandi mæli í fjarlægum
heimshlutum og reka þar starfs-
stöðvar m.a. með íslenskum ríkis-
borgurum. Þar eru miklir hags-
munir í húfi fyrir íslenskt athafnalíf
og þar með fyrir íslensk stjórn-
völd.
Á seinni árum hefur Ísland hafið
þátttöku í alþjóðlegu friðargæslu-
starfi og aukið verulega framlög til
þróunarmála. Lítil umræða hefur
farið fram um þann þátt, bæði hvað
varðar forsendur, stöðu og framtíð-
armarkmið og samhengi þeirrar
þátttöku við markmið okkar í utan-
ríkismálum almennt.
Aðrar breytingar í alþjóðamálum
Fyrir utan fall Sovétríkjanna og
aðildar Austur-Evrópuríkja að Evr-
ópusambandinu og Nató, sem fyrr
hefur verið nefnt, hefur tilkoma
Kína sem efnahagslegs stórveldis
og vaxandi viðleitni Rússlands til
að endurheimta fyrri áhrif í alþjóða-
málum sem og tilhneiging Banda-
ríkjanna til einhliða ákvarðana í
utanríkis- og öryggismálum án
samráðs við rótgrónar bandalags-
þjóðir, nema í orði kveðnu, haft víð-
tæk áhrif á stöðu heimsmála.
Þá hafa ný vandamál skotið
rótum vegna vaxandi fólksflutn-
inga yfir landamæri (human mig-
ration) sérstaklega frá Norður Afr-
íku og Asíu til Evrópu og frá Austur
Evrópu til Vestur Evrópu, sem m.a.
Norðurlönd hafa ekki farið var-
hluta af. Óstöðugleiki ríkja í Norð-
ur Afríku og fólksflótti þaðan og
smygl á fólki er að verða að vax-
andi evrópsku vandamáli.
Vaxandi áhrifa heittrúaðra og í
sumum tilvikum skipulagðra öfga-
hópa múslíma gætir í mörgum ríkj-
um. Þessi öfl hafa ítrekað staðið
fyrir alþjóðlegri hryðjuverkastarf-
semi, þar sem m.a. er beitt sjálfs-
morðsárásum til að ná fram pólit-
ískum markmiðum, bæði
svæðisbundið og á alþjóðavísu.
Hryðjuverkin náðu hámarki 11.
september 2001 í New York, sem
síðan leiddu beint eða óbeint til
hernaðar Bandaríkjanna og banda-
manna þeirra í Írak og stríðs í
Afganistan undir forystu Banda-
ríkjanna og Bretlands, m.a. til að
freista þess að í því landi kæmist
ekki til valda ríkisstjórn sem styddi
alþjóðlega hryðjuverkastarfsemi.
Viðurkennt er, að Ísland, ásamt
mörgum bandalagsþjóðum öðrum,
lýsti yfir stuðningi við stríðið í Írak
á fölskum forsendum.
Sem dæmi um vandamál í sam-
skiptum vestrænna ríkja og araba
eru viðbrögð margra múslíma við
birtingu skopteikninga í dönskum
blöðum af Múhameð spámanni.
Þau viðbrögð eru birtingarmynd
gjörólíkra menningarheima og
gilda sem íbúar Norðurlanda eiga
erfitt með að skilja.
Í því sambandi má minna á að
alþjóðasamfélagið á eftir að leysa
erfiða deilu við ríki sem stjórnað
er af trúarleiðtogum og sem hefur
haft í undirbúningi að þróa tækni
til að framleiða kjarnavopn.
Hætta er talin á að hryðjuverka-
samtökum takist fyrr eða síðar að
búa til og sprengja svokallaða
„dirty bomb“ þ.e. frumstæða
sprengju með geislavirkum efnum
sem gæti gjörbreytt baráttunni
við slík öfl og haft víðtæk áhrif á
mat ríkja á öryggismálum sínum
og öryggismál heimsins almennt.
Þá er það viðurkennd staðreynd
að þjóðríki standa frammi fyrir
nýrri hættu sem er atlaga að tölvu-
kerfum þeirra, svokölluð „cyber-
attacks“ sem m.a. birtist í árásum
netþrjóta á tölvukerfi eistneska
ríkisins nýlega.
Í seinni hluta þessarar greinar,
sem birtast mun í Fréttablaðinu á
morgun, verður fjallað um umræðu
á Íslandi um utanríkis- og öryggis-
mál, um rannsóknarstofnanir á
sviði utanríkis- og alþjóðamála og
gerð grein fyrir þeirri hugmynd
að tímabært sé að Íslendingar
komi á fót öflugri rannsóknar-
stofnun um utanríkis- og öryggis-
mál.
Höfundur er viðskiptafræðingur
og m.a. fyrrverandi forstjóri
Norræna verkefnaútflutnings-
sjóðsins, NOPEF, í Helsinki.
Stofnun Rannsóknarstofnunar um utanríkis- og öryggismál I
ÞORSTEINN ÓLAFSSON
Vísindamenn hafa einkum
áhyggjur af stigvaxandi áhrif-
um gróðurhúsalofttegunda á
umhverfi mannsins og á veður-
skilyrði á jörðinni.