Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.03.2008, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 06.03.2008, Qupperneq 32
[ ]Sólgleraugun er um að gera að draga fram núna þar sem sólin er farin að sýna sig. Til dæmis eru þau nauðsyn-leg við aksturinn. Það var á heitum degi í Flórída síðast- liðið haust að unnusti Línu Ívarsdóttur bar upp bónorð og uppskar já sem stað- fest verður frammi fyrir guði og mönnum í júní. Með bónorðinu kviknaði draumur þriggja systra sem nýlega varð að veru- leika í Brúðarkjólaleigu Línu & Lilju. „Við vorum stödd í Miami þegar kærastinn bað mín og í kjölfarið fórum við á brúðarkjólaleig- ur vestra til að kíkja á kjóla, en það gerðum við líka hér heima þegar til Íslands kom,“ segir Lína sem alltaf hefur haft mikinn áhuga á tísku og fannst vanta meira úrval brúðarkjóla og fylgihluta að velja úr. „Við systur vorum lengi búnar að hugsa hvað við vildum gera við framtíðina og höfðum oft setið saman á rökstólum, en ekki fundist neitt koma til greina fyrr en hugmyndinni að brúðarkjólaleigunni laust niður. Við Lilja tví- burasystir mín stöndum vaktina í búðinni en Jóna stóra systir sér um bókhald og breytingar á kjólum, enda afbragðs saumakona,“ segir Lína um þær samrýndu systur sem þríeykið í Brúðakjólaleigu Línu & Lilju er. „Við erum með yfir sextíu nýja brúðarkjóla til leigu og sölu, en þeir eru allir frá Bretlandi og Bandaríkjunum og margir eftir fræga brúðarkjólahönnuði. Langflestar leigja sér brúðarkjól, en verð á þeim til kaups út úr búð er frá 120 þús- undum upp í hálfa milljón, en sá dýrasti er sérhannaður, alskreyttur steinum og perlum. Í tísku er öll breidd af brúðar- kjólum, þótt látlausir og lítt skreyttir kjólar séu enn algeng- astir, með litlum slóða. Íburðar- miklir kjólar eru að vinna á og ég sjálf er rosalega mikið fyrir þá,“ segir Lína sem gengur upp að altar- inu með sínum heittelskaða í júní. „Eins og ég horfi á þetta er brúð- kaupsdagurinn sá eini þar sem kona getur verið eins og drottning og af hverju ekki að nýta sér það? Það gefast næg tilefni seinna á lífsleið- inni til að skarta látlausari kjólum, eins og á árshátíðum og öðru sem á dagana drífur,“ segir Lína af skynsemi og finnur vel fyrir tíðum brúðkaupum Íslendinga sem aldrei hafa verið fleiri. „Viðtökur hafa verið stór- kostlegar og óhætt að segja að við stöndum hér stoltar, enda aðstaðan æðisleg og ekki síst fyrir mátun. Við bjóðum upp á sveigjanlegan mátunar- tíma á kvöldin og um helg- ar og erum með úrval skarts, fylgihluta, borð- skrauts, brúðarmeyja- kjóla og senn brúðar- klæði fyrir herra líka, auk árshátíðarkjóla og keppniskjóla fyrir feg- urðarsamkeppnir.“ Sjá nánar á www. brudarkjolaleigan. is. thordis@frettabladid.is Drottning í einn dag Systurnar samrýndu: Jóna og eineggja tvíburarnir Lína og Lilja í Brúðarkjólaleigu Línu & Lilju á Stórhöfða 17. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Guðdómlegir brúðarskór, kórónur, gestabækur, sápukúlur, hringapúðar, polaroid-myndavélar, skartgripir og hvers kyns fylgihlutir og brúðarskart er í fádæma flottu úrvali hjá Brúðarkjólaleigu Línu & Lilju. Látlaus og undur- fagur brúðarkjóll með litlum slóða eftir Ronald Joyce. s: 557 2010
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.