Fréttablaðið - 06.03.2008, Page 33

Fréttablaðið - 06.03.2008, Page 33
FIMMTUDAGUR 6. mars 2008 3 Úr háborg tískunnar BERGÞÓR BJARNASON SKRIFAR FRÁ PARÍS Litir, silki, svartir skór Það virðist hefð á tískusýningum að þær byrja aldrei á réttum tíma. Það átti svo sannarlega við á sýningu tískuhúss Christians Lacroix síðastliðinn fimmtudag. Eins og sannur norrænn maður mætti ég rétt fyrir uppgefinn tíma en þegar ég kom inn í tæplega hálf fullan salinn þar sem verið var að ryksuga teppið á sýning- arpallinum varð mér ljóst að sýningin myndi verða á eftir áætl- un. 45 mínútum seinna var allt komið á sinn stað, meira að segja Anne Wintour (Djöfullinn klæðist Prada) sem mætti í fyrsta skiptið í mjög langan tíma á sýningu Lacroix á fjöldaframleiðslu- línunni „prêt-à-porter“. Kannski var það þess vegna sem amer- íska tískupressan var mjög jákvæð í garð Lacroix, Wintour legg- ur línurnar, hinir blaðamennirnir fylgja svo á eftir. Nú eru liðin tvö ár síðan tískuhús Christians Lacroix var selt frá LVMH-lúxussamsteypunni til Falic-bræðranna bandarísku. Síðan hafa verið gerðar miklar breytingar á starfsemi tískuhúss- ins, meðal annars á fjöldaframleiðslunni. Lacroix hefur sömu- leiðis blómstrað í hátískunni sem aldrei fyrr með endurheimtu hönnunarfrelsi. Tískuhúsið hætti framleiðslu á ódýrari tískulín- um eins og gallabuxum og bolum sem rýrðu gildi þess. Nú vill tískuhúsið auka gæði framleiðslunnar, vinna að ímynd tískuhúss- ins og um leið hækkar verðið. Það er reyndar eins og gerist víðar um þessar mundir og er hægt að tala um nýja hönnun sem er kölluð prêt à couture, á milli hátísku og fjöldaframleiðslu (prêt- à-porter). Nú er lögð meiri vinna í hönnunina, smáatriði verða miklu mikilvægari, til dæmis útsaumur, ísaumaðar pallíettur og strútsfjaðrir. Einnig sambland fleiri efna í sömu flíkinni eins og silki og prjónaefni eða satínborðar á ullarefni. Þessa þróun mátti augljóslega sjá á sýningunni á dögunum sem var litrík eins og við var að búast. Lacroix er oft líkt við listamann og gæti hæglega verið málari eða leikmyndahönnuður eins og hann vildi ungur verða. Þetta mátti sjá á handmálaða efninu sem var notað í kápu og kjól. Sömuleiðis munstur á sléttflaueli sem minnir á steinda kirkju- glugga. Einnig mátti sjá ótrúlegan leðurfrakka og jakka úr gylltu leðri með útsaumi í barokkstíl. Kjólar og kápur eru úr þykku, líkt og vatteruðu efni með gljáandi áferð eða með blúndum sem ull- arþræðir eru þræddir í. Í lokin varð það svo hertogaynju-silk- isatín sem með yfirstærðarslaufum eða fellingum í fúksíubleiku, bláberjalit, anísgulu og pelargoníurauðu sem lokuðu sýningunni. Helst mátti finna að því hversu stutt hún var og skildi hún áhorf- endur eftir í lausu lofti. bergb75@free.fr Magnað augnablik OFT TENGJAST MINNINGAR UM ÓGLEYMANLEG AUGNABLIK ÁKVEÐNUM ILMI. L´Instant Magic er skógarblóma- ilmur. Ilmur af bergamot, rósum, fresíum og hvítum musk í bland við möndlur, sedrusvið og sandal- við. Kvenleikinn uppmálaður. Gydja.is LEIÐRÉTTING Á SLÓÐ Á VEF- VERSLUN Þau mistök áttu sér stað á tísku- síðu Fréttablaðsins síðastliðinn þriðjudag að vefverslun Sigrún- ar Lilju Guðjónsdóttur hönnuð- ar var ranglega nefnd. Hún heit- ir www.gydja.is og leiðréttist það hér með. LÉTT BYL GJUNNAR VERÐUR H ALDIÐ Í S MÁRALIN D 12. MA RS 2008 www.lettbylgjan.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.