Fréttablaðið - 06.03.2008, Page 46

Fréttablaðið - 06.03.2008, Page 46
 6. MARS 2008 FIMMTUDAGUR10 ● fréttablaðið ● fermingar Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar býður þeim sem ekki fara hefðbundnar leiðir upp á öðruvísi klæðnað. Að sögn Kormáks Geirharðssonar, annars eiganda Herrafataverslun- ar Kormáks og Skjaldar, hefur eft- irspurn eftir hvítum jakkafötum verið mikil þetta árið og einnig er síaukin eftirspurn eftir hinum klassísku fötum úr tvídefni. „Sumir fæðast einfaldlega sem séntilmenni og vilja því ferm- ast sem slíkir. Þessir strákar með herramannsgenin finna sig ekki í þeim fatnaði sem markaðssettur er sem fermingarfatnaður fyrir stráka. Einnig er James Bond- útlitið vinsælt og þar eru hvítu jakkafötin númer eitt,“ segir Kor- mákur, ánægður með að finna hve margir ungir drengir þora að fara sínar eigin leiðir í fatavali. „Við reynum að koma til móts við þessa flottu drengi með því að panta inn minni stærðir og erum smám saman að auka úrvalið fyrir unga viðskiptavini. Stelpurnar geta að sjálfsögðu fundið eina og eina flík við sitt hæfi en aðal- áherslan er lögð á herrafatnað,“ segir herramaðurinn Kormákur, sem sjálfur velur tvídfatnað flesta daga. - vaj Sumir fæðast og ferm- ast sem séntilmenni Aðaláherslan er á herrafatnað í versl- uninni. Mikil eftirspurn hefur verið eftir hvítum jakkafötum í James Bond-stíl í búðinni og einnig fötum úr tvídefni. Ungir séntilmenn ættu að finna eitthvað við sitt hæfi í Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Kormákur Geirharðsson tekur vel á móti fermingarbörnum í Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.