Fréttablaðið - 06.03.2008, Page 58
6. MARS 2008 FIMMTUDAGUR22 ● fréttablaðið ● fermingar
Matt. 5.7 Sælir eru miskunnsamir,
því að þeim mun miskunnað
verða.
Matt. 5.8 Sælir eru hjartahreinir,
því að þeir munu Guð sjá.
Matt. 7.12 Allt sem þér viljið, að
aðrir menn gjöri yður, það skuluð
þér og þeim gjöra.
Jóh. 3.16 Því svo elskaði Guð
heiminn, að hann gaf son sinn ein-
getinn, til þess að hver sem á hann
trúir glatist ekki, heldur hafi ei-
líft líf.
Jóh. 8.12 Jesús sagði: Ég er ljós
heimsins. Sá sem fylgir mér, mun
ekki ganga í myrkri, heldur hafa
ljós lífsins.
Jóh. 10.14 Jesús sagði: Ég er góði
hirðirinn og þekki mína, og mínir
þekkja mig,
Sálm. 37.5 Fel Drottni vegu þína
og treyst honum, hann mun vel
fyrir sjá.
Sálm. 42.2 Eins og hindin, sem
þráir vatnslindir, þráir sál mín
þig, ó Guð.
Sálm. 86.11 Vísa
mér veg þinn,
Drottinn, lát mig
ganga
í
sann-
leika þínum,
gef mér heilt
hjarta, að ég
tigni nafn þitt.
Sálm. 119.9
Með hverju
getur ungur
maður haldið
vegi sínum
hreinum?
Með því að
gefa gaum
að orði
þínu.
Tíu vinsælir
ritningarstaðir
Fermingarbörn þurfa að velja ritningu
úr biblíunni.
Falleg og girnileg fermingarterta
er oft miðpunktur veisluborðs-
ins. Hin hefðbundna kransakaka
hefur lengi verið vinsæl en óhefð-
bundnar og litríkar kökur eru að
ryðja sér til rúms. Þegar fermt er
um páska er gaman að nota liti og
skraut tengt páskunum og skreyta
fermingartertuna til dæmis með
sælgætiseggjum. Svo gæti verið
skemmtilegt að fermingarbarnið
baki og skreyti tertuna sjálft.
Skemmtilegar
fermingartertur Fermingardagurinn markar upp-
haf unglingsára; þegar barn
breytist í hálffullorðna mann-
eskju. Slík tímamót ættu að vera
unglingnum hvatning til að láta
gott af sér leiða sem ábyrg og
heilsteypt manneskja. Til að byrja
með er flott að fara skynsamlega
með fermingarféð og leggja fyrir
til framtíðar, því að kvöldi ferm-
ingardags stendur gjarnan eftir
mesta peningagjöf ævinnar. Þá
er fallegt að sýna frumkvæði að
hvers kyns góðverkum á unglingsárunum, því allir
njóta fegurðar og félagsskapar unglinga. Taktu
fyrsta skrefið í að vera gamla fólk-
inu í kringum þig raunverulegur fé-
lagi, yngri börnum góð fyrirmynd,
dýrum raungott skjól og berðu virð-
ingu fyrir náttúrunni. Vertu ávallt
traustur og sannur vinur vina þinna
og hleyptu í hóp þinn þeim sem
eru einmana og útundan á þessum
miklu þroskatímum. Sýndu foreldr-
um þínum ást og hjálpsemi, og vertu
sanngjarn og fullur virðingar í garð
kennara þinna og annarra samferða-
manna. Mundu að sýna þakklæti þitt
fyrir heilbrigði, hreysti og allar góðar stundir. Lífið
er yndislegt og bara rétt að byrja. - þlg
Í fullorðinna manna tölu