Fréttablaðið - 06.03.2008, Side 91
FIMMTUDAGUR 6. mars 2008 55
KÖRFUBOLTI KR-ingurinn Joshua
Helm var með hæsta framlag allra
leikmanna Iceland Express-deild-
ar karla í febrúar en hann skilaði
32,0 framlagsstigum til síns liðs í
þeim fjórum leikjum sem Íslands-
meistaranir spiluðu í mánuðinum.
Joshua Helm var með 24,3 stig,
9,8 fráköst og 3,0 stoðsendingar að
meðaltali í leik en mesta athygli
vakti skotnýting kappans, sem
nýtti 70 prósent skota sinna í leikj-
unum fjórum. Helm var sem dæmi
með rúmlega fimm prósentum
betri nýtingu í skotum utan af
velli en í vítaskotum sínum, en
hann nýtti 64,7 prósent víta sinna.
Nate Brown lék einnig mjög vel
með ÍR-liðinu í febrúar en hann
var með 22,5 stig, 8,5 stoðsending-
ar, 8,0 fráköst og 4,8 stolna bolta
að meðaltali í leik í fjórum leikj-
um Breiðholtsliðsins. Enginn stal
fleiri boltum í febrúar en Nate
Brown.
Grindvíkingurinn Páll Axel Vil-
bergsson var efstur af íslensku
leikmönnunum með 26,8 fram-
lagsstig í leik, tveimur stigum á
undan Hlyni Bæringssyni hjá
Snæfelli sem kom næstur.
Páll Axel var með 31,5 stig og 6
fráköst að meðaltali í leik en hann
nýtti rúmlega 56 prósent skota
sinna. Þar af setti hann niður 51,2
prósent af 43 þriggja stiga skotum
sínum. Enginn leikmaður deidlar-
innar skoraði meira en hann í mán-
uðinum en nýi Stjörnumaðurinn
Jarrett Stephens kom næstur með
27,7 stig í leik. Hlynur var með
15,3 stig, 14,8 fráköst, 3,5 stoð-
sendingar og 3,0 stolna bolta að
meðaltali í leik en enginn leikmað-
ur deildarinnar tók fleiri fráköst
en hann í febrúar. - óój
HÆSTA FRAMLAGIÐ Í
FEBRÚAR:
Joshua Helm, KR 32,0
Nate Brown, ÍR 31,0
Darrell Flake, Skallagrími 29,8
Jarrett Stephens, Stjörnunni 29,0
Cedric Isom, Þór Ak. 28,5
Páll Axel Vilbergsson, Grindavík 26,8
Justin Shouse, Snæfelli 25,8
Hlynur Bæringsson, Snæfelli 24,8
Damon Bailey, Njarðvík 24,5
Brenton Birmingham, Njarðvík 24,3
EFSTU TÍU ÍSLENDINGAR:
Páll Axel Vilbergsson, Grindavík 26,8
Hlynur Bæringsson, Snæfelli 24,8
Brenton Birmingham, Njarðvík 24,3
Friðrik Stefánsson, Njarðvík 18,8
Svavar Birgisson, Tindastóli 18,0
Helgi Már Magnússon, KR 17,0
Sveinbjörn Claessen, ÍR 16,0
Svavar Páll Pálsson, Hamar 14,8
Hreggviður Magnússon, ÍR 14,3
Fannar Freyr Helgason, Stjörnunni 13,5
Fréttablaðið skoðar hver var með hæsta framlagið til sinna liða í Iceland Express-deild karla í febrúar:
Joshua Helm stóð sig best allra í febrúar
BESTIR Í FEBRÚAR KR-ingurinn Joshua
Helm og Grindvíkingurinn Páll Axel
Vilbergsson. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
FÓTBOLTI HK-ingar hafa styrkt sig
fyrir komandi tímabil því liðið
hefur nú samið við þrjá erlenda
leikmenn fyrir átökin í Lands-
bankadeild karla í sumar.
HK hafði áður fengið króatíska
miðjumanninn Goran Brajkovic
og slóvenska sóknarmanninn
Mitja Brulc en samdi nú síðast
við Danann Iddi Alkhag.
Iddi Alkhag er 29 ára gamall
sóknarmaður og hefur spilað
undanfarin tíu ár í tveimur efstu
deildunum í Danmörku, með
liðum Esbjerg, Silkeborg og
Frem.
Alkhag á samtals að baki 107
úrvalsdeildarleiki í Danmörku og
hefur skorað í þeim 28 mörk en á
sínum tíma spilaði hann 15 leiki
með danska 21 árs landsliðinu. - óój
Landsbankadeild karla:
HK komið með
þrjá erlenda
KÖRFUBOLTI Nýliðar Stjörnunnar
eiga enn möguleika á að komast
inn í úrslitakeppnina en til þess
þurfa þeir að gera það sem liðið
hefur aðeins gert einu sinni í
vetur; að vinna á útivelli.
Stjarnan er búin að tapa sex
síðustu útileikjum sínum og vann
eina sigur sinn utan Garðabæjar í
Njarðvík 8. nóvember.
Það er eini útisigur Stjörnunnar
í tuttugu útileikjum í efstu deild
en Garðbæingar eiga tvo af
þremur síðustu leikjum sínum á
útivelli og þurfa helst að vinna þá
báða til þess að tryggja sér sæti í
úrslitakeppninni í fyrsta sinn.
Stjarnan heimsækir ÍR í
Seljaskólann í kvöld og ræðst
ekki á garðinn þar sem hann er
lægstur. ÍR-ingar hafa unnið þrjá
af síðustu fjórum heimaleikjum
sínum og hafa unnið tvö af
þremur efstu liðum deildarinnar í
síðustu tveimur leikjum sínum.
- óój
Iceland Express-deild karla:
Stjarnan þarf
stig á útivelli
HVAÐ GERA ÞEIR? Fannar Freyr Helga-
son, fyrirliði Stjörnunnar, og félagar hans
þurfa að vinna í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
SKRÚFUDAGUR
Komdu og taktu þátt í skemmtilegri dagskrá í Fjöltækniskóla
Íslands og Flugskóla Íslands við Háteigsveg laugardaginn
8. mars kl. 13:00 - 16:30.
NÁMSKYNNING
Stúdentspróf
Einka- og atvinnuflugmannspróf
Vélstjórnar- skipstjórnarpróf
Alþjóðleg réttindi
Nám í Iðnskólanum í Reykjavík
DAGSKRÁ
Véla-, siglinga- og flughermar
Nemendur og kennarar að störfum við vélar og tæki
Þyrla Landhelgisgæslunnar sýnir björgun kl. 14:00
Turninn verður opinn gestum
Ókeypis ferðir á milli Fjöltækniskólans og Flugskólans á
Reykjavíkurflugvelli
Ferðaklúbburinn 4x4 verður með jeppasýningu á staðnum
Dregið úr lukkupotti kl. 16:00.
Tímar í flughermi og útsýnisflug yfir Reykjavík í verðlaun.
Útsýnisflugið er strax að útdrætti loknum
Kvenfélögin Hrönn og Keðjan selja kaffiveitingar gegn vægu gjaldi
Allir velkomnir
Vinnið útsýnisflug yfir Reykjavík og tíma í flughermi.
Þyrla Landhelgisgæslunnar sýnir björgun kl. 14:00.
HÁTEIGSVEGI 105 REYKJAVÍK SÍMI 522 3300 WWW.FTI.IS
Nám í Fjöltækniskóla Íslands og Flugskóla Íslands hentar m.a. þeim sem
vilja ljúka stúdentsprófi af náttúrufræðibraut með véltækni,- raftækni,-
skipstækni- eða einkaflugmannsprófi.
Náimið hentar líka þeim sem vilja verða skipstjórar, flugmenn, vélstjórar,
vélfræðingar hjá orkufyrirtækjum eða vilja undirbúa sig fyrir háskólanám
á tæknisviði.