Fréttablaðið - 06.03.2008, Page 94
58 6. mars 2008 FIMMTUDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
LÁRÉTT
2. blöðru 6. kusk 8. svörður 9.
upphrópun 11. skóli 12. gjamma 14.
leiftur 16. utan 17. neðan 18. óðagot
20. forfaðir 21. fimur.
LÓÐRÉTT
1. hjartaáfall 3. hljóm 4. lófalestur 5.
sarg 7. lausbeislaður 10. einkar 13.
efni 15. togvinda 16. upphrópun 19.
þurrka út.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. bólu, 6. ló, 8. mór, 9. aha,
11. fg, 12. gelta, 14. flass, 16. út, 17.
upp, 18. fum, 20. ái, 21. frár.
LÓÐRÉTT: 1. slag, 3. óm, 4. lófaspá,
5. urg, 7. óheftur, 10. all, 13. tau, 15.
spil, 16. úff, 19. má.
„Ég hélt fyrst að þetta væri eitt-
hvert grín. Mjög skrýtið en já, jafn-
réttisnefnd Háskóla Íslands var að
senda okkur einhvers konar ávít-
ur,“ segir Pálmar Pétursson, laga-
nemi og ritstjóri Gríms Geitskós.
Grímur Geitskór - tímarit laga-
nema, á sér langa útgáfusögu en
þar er fjallað um ýmislegt á léttum
nótum – skotið á mann og annan.
Nýlegt tölublað fór illa í jafnréttis-
ráð HÍ þó samkvæmt Pálmari sé
það mildara en oft áður. Var það
ekki síst auglýsing frá Goldfinger
sem fór fyrir brjóstið á nefndar-
mönnum sem auk þess höfðu eitt
og annað við efni blaðsins að
athuga. Pálmar furðar sig á verk-
lagi nefndarinnar því hann var
ekki kallaður fyrir heldur fékk til-
kynningu frá forseta lagadeildar
þess efnis að verið væri að taka
blaðið fyrir. Svo barst honum
bókun í pósti. „Þetta er mjög vafa-
söm og illa rökstudd bókun. Vitnað
af handahófi í einhverjar greinar
um stefnu jafnréttisráðs og mis-
munun og vísað óljóst til efnis
blaðsins. Og svo fór þessi auglýs-
ing frá Goldfinger í taugarnar á
þeim,“ segir Pálmar.
Bókunin er harðorð og tekur
fullt tillit til kvartana sem henni
hafa borist en í Grími geitskó á að
gæta bæði kvenfyrirlitningar og
gæta ýmissa fordóma. Telur nefnd-
in orðræðu tímaristins hvorki í
samræmi við siðareglur HÍ né
stefnu skólans gegn mismunun.
Nefndin harmar útgáfu slíks efnis
sem sé nemendum til minnkunar
og til þess fallið að varpa skugga á
orðstír skólans.
Nýráðinn jafnréttisfulltrúi
Háskóla Íslands er Arnar Gíslason
og hann skrifar undir bókunina
fyrir hönd nefndarinnar. Þrátt
fyrir ítrekaðar tilraunir tókst ekki
að ná tali af Arnari í gær né svar-
aði hann skilaboðum. En stærsti
súlukóngur norðan alpa var til við-
tals.
„Ég hef mikil not fyrir lögfræð-
inga. Og býst allt eins við því að
svo verði í náinni framtíð,“ segir
Ásgeir Davíðsson, eða Geiri á Gold-
finger. Hann segist alltaf hafa
keypt auglýsingu af þeim Órator-
mönnum, félagi laganema, allt frá
þeim dögum þegar hann rak Næt-
urgrillið á sínum tíma. „Alltaf aug-
lýst: Hafnarkrá, Skipperinn, Max-
íms og nú Goldfinger þar sem er
náttúrlega full starfsemi,“ segir
Geiri sem furðar sig á því að aug-
lýsing frá sér skuli nú gera allt vit-
laust í akademíunni. En það sé lík-
lega tímanna tákn.
jakob@frettabladid.is
PÁLMAR PÉTURSSON RITSTJÓRI: VAFASÖM OG ILLA RÖKSTUDD BÓKUN
Tímarit laganema sagt varpa
skugga á orðstír Háskólans
PÁLMAR PÉTURSSON Tímarit laganema er sakað um að boða kvenfyrirlitningu og að
þar gæti ýmissa fordóma. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Jens Kr. Guðmundsson hefur undanfarið
staðið fyrir ýmsum lesendakönnunum á
bloggsíðu sinni. Í nýjustu könnuninni er spurt
„Hvert er besta íslenska hljómsveitarnafn-
ið?“ Könnun Jens er hávísindaleg og
hann byrjaði á því að óska eftir
tillögum frá lesendum. Viðbrögð
voru góð og Jens tók saman lista
yfir þau fimmtán nöfn sem
fengu flestar tilnefningar. Nú
hafa rúmlega 400 manns kosið.
„Spilverk þjóðanna“ hefur tekið
afgerandi forystu með 18,4
prósent atkvæða. „Kamarorghest-
arnir“ eru í öðru sæti með tólf
prósent, svo kemur „Unun“ með
9,6 prósent og Purrkur Pillnikk
með 8,3 prósent atkvæða.
„Þessi staða kemur mér
ekkert á óvart, enda er
þetta óviðjafnanlega stórt nafn fyrir litla
hljómsveit og lágværa,“ segir Valgeir
Guðjónsson, einn Spilverksmanna. Bandið
varð til í MH og kom fyrst fram undir þessu
nafni árið 1972. Áður höfðu nöfn eins og
„Hassanssmjör“, „Egils appelsín“ og
„Hljómsveit Árna Vilhjálmssonar“
verið mátuð við tríóið.
„Við vorum þrír að velta nafni
sveitarinnar á milli okkar,“ segir
Valgeir. „Spilverk kom fyrst. Bjólan
fór í orðabók og komst að því að
spilverk getur þýtt grindverk á milli
bása í fjósi. Okkur fannst það ekkert
verra. Þjóðanna bættist svo við.
Okkur fannst það fyndið og lýsa
geigvænlegum skorti á minnimáttar- kennd. Það var lókal húmor hjá okkur að bæta
þriðja n-inu við ákveðinn greini fleirtölu
nafnorða svo nafnið var alltaf skrifað Spilverk
þjóðannna í byrjun.“ - glh
„Spilverk þjóðanna“ besta hljómsveitarnafnið
„Hann les eins og engill. Og er eldhress,“ segir
Hafþór Ragnarsson, tæknimaður hjá Blindrabóka-
safninu. Þar er nú unnið hörðum höndum við að
ljúka fyrsta áfanga á upp-
lestri Biblíunnar, hinnar
nýju þýðingar sem kom
út fyrir síðustu jól hjá
JPV forlagi. Meðal
þeirra sem lesa
biblíuna til hljóðritun-
ar er Sigurbjörn
Einarsson biskup. Hann er
kominn vel á tíræðisaldurinn,
fæddur árið 1911, en að sögn
Hafþórs er ekki að sjá að
elli kerling sé að ná á
honum völdum
heldur leikur Sigurbjörn við hvurn sinn fingur.
Fréttablaðið hefur greint frá væringum Félags
íslenskra leikara og JPV vegna launa sem í boði eru
fyrir upplesturinn sem var krónur 5.000 á klukku-
stund miðað við innlesið efni. Samkvæmt upplýsing-
um frá forlaginu er þetta á misskilningi byggt en
þar töldu þeir að þessi væri hinn opinberi taxti sem
unnið væri eftir á safninu en ekki einhvers konar
gjafataxti. Hafþór bendir á að því fari fjarri að um
illdeilur sé að ræða milli safnsins og JPV heldur ráði
þar kristilegur náungakærleikur. Aðrir þeir sem
lesa Biblíuna fyrir tæknilið Blindrabókasafnsins eru
sonur Sigurbjarnar, herra Karl Sigurbjörnsson
biskup. Auk þeirra feðga les Guðrún Ásmundsdóttir
leikkona einnig inn texta, Þórunn Hjartardóttir sem
og faðir hennar, hinn prestlærði Hjörtur Pálsson. Og
þá munar líklega um rödd útvarpsmannsins Ævars
Kjartanssonar sem einnig les.
Í þessari lotu verður lokið við að taka upp lestur
Nýja testamentisins og er skammt í land með að það
náist. Að sögn Hafþórs er um eitt viðamesta
verkefni safnsins að ræða, það að taka upp Biblíuna.
Og þá muni um að hafa andrúmsloftið í lagi. „Hér í
hljóðveri er notalegt andrúmsloft þessa dagana. Allt
á kristilegum nótum.“ - jbg
Biskupar og feðgar í hljóðveri
SIGURBJÖRN
BISKUP Að verða
hundrað ára og
lætur sig ekki
muna um að
lesa Biblíuna inn til
hljóðritunar.
Á ÆFINGU FYRIR RÚMLEGA 30 ÁRUM „Spilverk þjóð-
anna“ þykir besta nafnið.
VALGEIR GUÐJÓNSSON Niðurstaðan
kemur ekkert á óvart.
GAMLA MYNDIN
„Þetta er bara rétt eftir að Stöð
2 fór í loftið. Þessi múndering er
það sem við köllum mjög „eitís“.
Það er gaman að sjá þetta fara
í hring og koma aftur, þótt það
séu helst ungu stelpurnar sem
draga þetta fram. Ég gæti hins
vegar alveg notað leðurpilsið og
stígvélin í dag.“
Valgerður Matthíasdóttir fjölmiðlakona.
Myndin er tekin í nóvember 1986.
Steingrímur Her-
mannsson, fyrrver-
andi forsætisráðherra,
stóð í ströngu
nú í vikunni við
að hengja upp
sýningu konu
sinnar Eddu
Guðmunds-
dóttur. Þau hjónin eru
þá á leið með alla
stórfjölskylduna á skíði
til Austurríkis. Og gott
betur því ævisagnaritari
Steingríms og hans
fjölskylda verða
með í för. En ævi-
sagnaritari Stein-
gríms er enginn
annar en fyrrverandi borgarstjórinn
Dagur B. Eggertsson.
Laddi er nýlega kominn heim frá
Lúxemborg þar sem
hann skemmti, ásamt
félögum sínum
Steini Ármanni
og Hirti Howser, á
þorrablóti. Nú er farið
að sjá fyrir endann
á einhverri farsæl-
ustu leiksýningu
síðari ára, Laddi
6-tugur, en
hundraðasta sýningin nálgast. Hún
verður á miðvikudag 30. apríl og
lofar plöggarinn Ísleifur Þórhalls-
son flugeldasýningu, leynigestum
og látum.
Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir er
ókrýnd drottning Bókamarkaðar-
ins í Perlunni. Matreiðslubækur
hennar, Í matinn er þetta helst og
Seinni réttir, hafa
hreinlega mokast
út og eru ein
mest selda varan.
Annars er almennt
mikil eftirspurn eftir
matreiðslubókum
á markaðnum en
mjög fáar í boði.
- jbg/glh
FRÉTTIR AF FÓLKI
...alla daga
t...
r.
ir
Allt sem þú þarft...
F é bl ðið l d bl ð l d i
FÖSTUDAGUR
8. FEBRÚAR 200
8
FYLGIRIT FRÉT
TABLAÐSINS