Fréttablaðið - 16.03.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 16.03.2008, Blaðsíða 2
2 16. mars 2008 SUNNUDAGUR noatun.is LÉTTIR ÞÉR LÍFIÐ Gott í helgarmatinn 29% afsláttur 498 kr.kg. Grísabógur hringskorinn TILBOÐ! ÍTALÍA Háskólakennarinn Augusto Cavadi hefur gefið út handbók um mafíuna, Cosa Nostra, sem hefur aðsetur á Sikiley. Hann hafði fengið nóg af því að svara sífellt spurningum um mafíuna og brá því á það ráð að skrifa 55 blaðsíðna handbók um hana. Cavadi er kennari í afbrotafræð- um og sérfræðingur um mafíuna. Í bókinni svarar hann spurningum eins og þeirri hvort mafían drepi presta, konur og börn, og hvort guðfaðir mafíunnar líti í raun út eins og Marlon Brando. Þá er listi yfir bækur og kvikmyndir sem höfundurinn segir gefa raunsæja mynd af mafíunni. - þeb Háskólakennari á Ítalíu: Gefur út bók um mafíuna DÓMSMÁL Hafskipsmálið verður rakið í nýrri bók sem kemur út um mánaðamótin. Þar tekur Stefán Gunnar Sveinsson hagfræðingur saman eitt umdeildasta saka- og gjaldþrotamál síðustu áratuga. Bókin er afrakstur einkarannsóknar sem hópur sérfræðinga hefur gert á málinu, og Fréttablaðið sagði frá. Erfiðleikar voru í rekstri skipafélagsins Hafskips á árinu 1985 og var það tekið til gjaldþrotaskipta. Fjórir voru dæmdir til refsingar í Hæstarétti árið 1991. Þyngstan dóm hlaut Björgólfur Guðmundsson sem hafði verið forstjóri. Hann fékk tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi. Í október sagði Fréttablaðið frá því að Hafskips- mennirnir Björgólfur Guðmundsson, Páll Bragi Kristjónsson og Ragnar Kjartansson stæðu að baki ítarlegri úttekt á málinu, sem fjöldi lögfræðinga og sagnfræðinga ynnu að. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er bókin, sem heitir „Afdrif Hafskips í boði hins opinbera“, afrakstur þessarar rannsóknar. „Við skulum segja að þetta sé fyrst og fremst skilmerkileg samantekt á málinu en ég er klár á því að augu margra munu opnast þegar bókin kemur út,“ segir Jóhann Páll Valdimarsson, útgáfustjóri JPV sem gefur bókina út. „Þarna verður fjallað um ýmislegt sem hefur ekki komið fram.“ - sþs Afrakstur einkarannsóknar á einu umdeildasta saka- og gjaldþrotamáli síðari ára: Hafskipsmálið reifað í bók HEILBRIGÐISMÁL Þingflokkur Vinstri grænna segir mikil- vægustu heilbrigðisstofnunum landsmanna haldið í fjár- hagslegri spennitreyju. Upplausnarástand hafi skapast í heilbrigðiskerfinu vegna framgöngu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar heilbrigðisráðherra. „Vinstrihreyfingin - grænt framboð mun ekki láta rík- isstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar komast þegj- andi og hljóðalaust upp með að vinna óbætanleg skemmd- arverk á heilbrigðiskerfinu og flæma þaðan burtu í stórum stíl mestu verðmæti þess, starfsfólkið,“ segir í ályktun þingflokksins. Sjálfur þvertekur Guðlaugur fyrir að heilbrigðis- stofnanir séu í fjárhagslegri spennitreyju. Fjárheimild- ir til Landspítalans hafi þvert á móti verið auknar í fjár- lögum og fjáraukalögum. „Ég hvet menn til að skoða úttekt Efnahags- og framfarastofnunar OECD á heil- brigðismálum,“ segir hann. „Þar bendir ekkert til þess að heilbrigðiskerfið hafi þurft að þola fjársvelti eða nið- urskurð.“ Guðlaugur bætir við að menntunar- og mönnunarmál séu tvö af þeim stóru verkefnum sem heilbrigðisþjón- ustan þurfi að takast á við. „Það er eitthvað sem við tökum mjög alvarlega, og munum fara í þær ráðstafanir sem við teljum að muni hjálpa til við að mæta því.“ - sþs Vinstri grænir segja heilbrigðisstofnanir í spennitreyju, ráðherra vísar því á bug: VG beinir spjótum að Guðlaugi Þór LANDSPÍTALINN Í ályktun þingflokks Vinstri grænna segir að vinnuálag fari þegar vaxandi á undirmönnuðum deildum heilbrigðisstofnana og vöktum sé breytt í óþökk starfsfólks. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR UPPHAFIÐ Hinn 6. júní 1985 fjallaði Helgarpósturinn um málefni Hafskips í grein sem bar yfirskriftina „Er Haf- skip að sökkva?“ Í kjölfar greinarinnar upphófst mikil umræða um málið, bæði í fjölmiðlum og á Alþingi. MENNTUN Dómurinn yfir Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni er ekki síður óþægilegur fyrir Háskóla Íslands en fyrir Hannes, að mati Helgu Kress, prófessors við Háskóla Íslands og höfundar skýrslu um vinnubrögð Hannesar. Hannes hefur verið dæmdur til að greiða Auði, ekkju Halldórs, eina og hálfa milljón fyrir að nýta sér texta Halldórs í heimildarleysi er hann skrifaði ævisögu hans. Hannes er prófessor við Háskóla Íslands og fellur því undir siða- reglur skólans. Í kafla þeirra um heiðarleika segir að kennarar setji ekki fram hugverk annarra sem sín eigin. Helga sendi á föstudag bréf til Kristínar Ingólfsdóttur rektors HÍ og þar furðaði hún sig meðal ann- ars á viðbrögðum rektors við dóm- inum. Starfsmenn Háskólans fengu afrit af bréfinu. Hún bendir á að skólinn hljóti að bera ábyrgð á því að starfsmenn hans séu hæfir og kunni að vinna rétt. Málið hafi komið upp í háskól- anum fyrir fimm árum en verið þaggað niður. „Það er fyrst núna þegar það er kominn dómur að svo virðist sem eigi að fara að taka á því,“ segir hún. Málið snúist ekki um að Hannes hafi ekki getið heimilda, heldur að hann hafi gert annarra manna texta og rannsóknir að sínum. „Það sem Hannes tekur frá Hall- dóri er varla nema þriðjungur af öllu því efni sem hann tekur frá öðrum, bæði rithöfundum og ekki síst fræðimönnum. Mest tekur hann frá Peter Hallberg, úr grund- vallarritum hans um Halldór,“ segir Helga. Háskólinn stefnir á að komast í hóp hundrað bestu skóla í heimi en rektor, Kristín Ingólfsdóttir, vill ekki svara því hvort hún telji rit- stuld prófessors skaða trúverðug- leika stofnunarinnar. Enn sé of snemmt að bregðast við dóminum, en hún taki hann mjög alvarlega. Spurð hvers vegna skólinn hafi ekki tekið á málinu sjálfur, segir hún einungis að málið hafi á sínum tíma komið fyrir siðanefnd en þá hafi verið ákveðið að bíða úrskurð- ar almennra dómstóla. Um hvers vegna ekki hafi verið brugðist við 270 síðna skýrslu Helgu Kress á sínum tíma, segir rektor að hún geti ekki svarað fyrir fyrrverandi háskólayfirvöld. Kristínu er ekki kunnugt um hvort Hannes er æviráðinn eður ei og segir það ekki skipta höfuð- máli. „Mál af þessu tagi fara í sér- stakan farveg, hvort sem starfs- menn eru æviráðnir eða ekki,“ segir hún. klemens@frettabladid.is Jafn óþægilegt fyrir skólann og Hannes Prófessor við HÍ segir hallærislegt að skólinn hafi ekki fjallað um mál Hannes- ar, að fimm árum liðnum. Hannes hafi einnig tekið mikið frá fræðimönnum. Rektori svarar engu um trúverðugleika skólans en tekur dóminn alvarlega. HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON HELGA KRESSKRISTÍN INGÓLFSDÓTTIR Peter Hallberg: „Aðalpersónan í Barni náttúrunn- ar, Randver Ólafsson, er ungur og glæsilegur Íslendingur sem hefur efnazt á fasteignasölu vestur í Ameríku. Hann snýr heim til Íslands, búinn að glata barnatrú sinni og vonsvikinn á ástinni,“ (Vefarinn mikli, bls. 24) Hannes Hólmsteinn: „Önnur aðalsöguhetjan, Randver Ólafsson, er ungur og myndarleg- ur Íslendingur, sem hefur efnast á fasteignasölu í Vesturheimi. Hann hefur glatað barnatrú sinni og orðið fyrir vonbrigðum í ásta- málum,“ (Halldór, bls. 100) Heimild: www.hi.is/~helga/skyrsla.htm EFTIR HVERN? KÍNA, AP Yfirvöld í Tíbet hafa gefið mótmælendum frest fram á mánudag til þess að gefast upp og hætta mótmælum. Þá hefur einnig verið lokað fyrir símasam- band við útlönd úr héraðinu. Stjórnvöld segja að tíu manns hafi látið lífið í átökum síðustu daga. Útlagastjórn Tíbeta segir þrjátíu manns látna og að óstaðfestar heimildir hermi að hundrað til viðbótar séu látnir. Mótmæli til stuðnings frelsis- baráttu Tíbeta hafa farið fram víða um heim síðustu daga. Komið hefur til átaka mótmæl- enda við lögreglu í Ástralíu, Indlandi, Nepal, Sviss og í New York í Bandaríkjunum. - þeb Útlagastjórn Tíbeta: Segja hundruð hafa látið lífið MÓTMÆLT VÍÐA UM HEIM Þessir mót- mæltu fyrir utan kínverska sendiráðið í Berlín í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP LÖGREGLUMÁL Fjögurra ára gömul stúlka féll niður úr rúllustiga í verslun Rúmfatalagersins á Glerártorgi í gærdag. Fallið var um sex metrar niður á teppalagt gólf. Stúlkan var með ættingjum sínum í versluninni en ekki er vitað nákvæmlega hvernig slysið bar að, að sögn lögreglu. Stúlkan var flutt á slysadeild Sjúkrahússins á Akureyri en að sögn lögreglu var hún ekki alvarlega slösuð. - þeb Fjögurra ára stúlka á Akureyri: Sex metra fall úr rúllustiga UTANRÍKISMÁL Vel á annað hundr- að manns mótmælti Íraksstríðinu í miðbæ Reykjavíkur í gær, undir yfirskriftinni „Stríðinu verður að linna!“. Þau Hjalti Hugason prófessor og neminn Steinunn Rögnvaldsdóttir ávörpuðu mannfjöldann á Ingólfs- torgi við góðar undirtektir. Þess má geta að Samtök hernað- arandstæðinga hafa sent utanríkis- ráðherra tillögur um hvernig megi koma á friði í Írak. - kóþ Mótmæli í miðbænum í gær: Stríðinu í Írak verður að linna Þorgils, eruð þið alveg í rusli? „Já, ætli við endum ekki bara eins og reyktir kjúklingar?“ Jarðeigendur í Rangárþingi ytra og kylf- ingar eru margir hverjir ósáttir við áform um stækkun ruslahauga og byggingu kjúklingabús við golfvöllinn. Þorgils Torfi Jónsson er oddviti hreppsnefndarinnar. TÓNLIST Hljómsveitin Agent Fresco fór með sigur af hólmi í Músíktilraunum 2008, en úrslita- kvöld keppninnar fór fram í gærkvöldi. Að auki voru besti trommarinn, besti bassaleikarinn og besti gítarleikarinn allir úr sigurhljómsveitinni. Í öðru sæti urðu þau Óskar Axel og Karen Páls, sem einnig fengu viðurkenningu fyrir textagerð á íslensku. Í þriðja sæti var hljómsveitin Endless dark. Hljómsveit fólksins var svo valin The Nellies. Besti hljómborðs- leikarinn var Þórður Sigurðsson úr Blæti og besti söngvarinn Dagur Sigurðsson úr Happy Funeral. - þeb Úrslitakvöld Músíktilrauna: Agent Fresco besta sveitin ÚRSLITAKVÖLDIÐ Tíu hljómsveitir komust í úrslit Músíktilrauna, en úrslita- keppnin fór fram í Listasafni Reykjavíkur í gærkvöldi. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.