Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.03.2008, Qupperneq 71

Fréttablaðið - 16.03.2008, Qupperneq 71
41 MENNING til lengdar lætur. Enda eru flestir þeirra skammlífir. Ungt fólk leggur í hópastarf til að skapa sér tímabundið starfsvett- vang áður en það heldur annað. Maður gerði þetta sjálfur í nokkur ár. Gerði það sem maður vildi sem var óskaplega fínt veganesti. Ég er ekki að gera lítið úr því. En þar eru engir þroskamöguleikar til framtíðar. Og þegar frjálsu leikhóparnir eru að blómstra úti um allt skulum við ekki gleyma því að það er fyrir gefna vinnu – ef það eru laun þá er það hungurlús. Það er algengt að greidd séu 120 þúsund í æfingalaun á mánuði. Það sér hver sjálf- an sig lifa á því. Svo er undir hælinn lagt hvort það fæst borgað þegar upp er stað- ið. Og þegar talað er um blómlegt starf í leikhópum er ekki verið að líta til list- rænna gæða.“ Stóru virkin hrunin „Hitt er svo alvarlegra og mikið áhyggju- efni að bæði Þjóðleikhúsið og Leikfélag Reykjavíkur eru að brotna niður sem kompaní. Og það er stóra áhyggjuefnið í íslensku leikhúsi í dag fyrir utan skort á hugmyndafræðilegri sýn, og þá er ég ekki bara að tala um listræna sýn. Þetta er miklu flóknara en það að lesa nýjustu leikritin. Þú verður að fylgjast með, anda með tímanum, fylgjast með í heimspeki og hugmyndaumræðu, kíkja út fyrir land- steinana og tengja. Leikflokkar stóru leik- húsanna eru orðnir örkompaní, nánast eins og frjáls leikhópur hvað varðar stærð og samsetningu. Með því ástandi erum við búin klippa á alla þróunar- og þroska- möguleika. Fyrir örfáum árum voru 35 stöður fastráðinna í Þjóðleikhúsinu og 25 hjá Leikfélaginu. Þá er verið að tala um tímabundna samninga, ekki æviráðningar eins og margir virðast álíta að séu þar enn við lýði. Núna eru fastráðningar þar rétt yfir einn tug leikara í hvoru húsi.“ Rof í þróun „Leikhúsin eru núna eins og rofabarð sem þarf að græða að nýju. Það er búið að brjóta þau niður. Menn geta blaðrað um að hægt sé að reka leikhús án þess að hafa þar starfandi stóran leikflokk. Ef þeir hefðu þekkingu og þekktu eitthvað til leiklistarsögu og leiklistarþróunar þá vissu þeir betur: þar sem eru starfandi leikflokkar með eðlilegri samsetningu kynslóða, þar sem hinir yngri ögra þeim sem eldri eru, og þeir eldri miðla reynslu til hinna yngri, þar ná menn árangri. Þegar búið er að rjúfa samgang milli kyn- slóða þannig að þær hittast ekki, rofnar samhengið í þróun listgreinarinnar. Listir getur þú ekki lært til hlítar, þú getur tamið þér undirstöðuatriði og tækni en þú lærir bara af reynslunni og hana færðu bara í leikhúsinu sjálfu. Nú er svo komið að ungir leikarar hitta bara ekki aðra en unga leikara, helst úr bekknum sem var á undan þeim í skóla eða bekknum sem var á eftir. Það koma árgangar úr Leiklistarskólanum og mars- era inn í leikhúsin og eru enn í sama litla hópnum. Og þeir sem hafa lagt stund á nám erlendis passa ekki inn í hópinn, eru ekki partur af klíkunni. Þar er hætta á jámennsku og sjálfsánægju sem þroskar ekki fólk, leiðir það áfram. Örkompaníin hafa enga þroskamöguleika. Sú stefna að kalla fólk inn tilviljanakennt og ráða það í stök verkefni er ekki þroskavænleg.“ Dæmi af samhæfðri hljómsveit „Það er gott að taka dæmi af Sinfóníu- hljómsveitinni. Það er auðveldara að skilja það en leikhúsið sem fólk á erfiðara með að skilja. Við höfum Sinfóníuhljóm- sveit sem er viðurkennt að hefur tekið gífurlegum framförum á undanförnum tveim áratugum og er eins og við segjum oft á „heimsmælikvarða“ hver sem hann er nú. Gríðarlega góð hljómsveit. Halda menn að þessi hljómsveit væri góð ef ráðnir yrðu þangað fimm eða tíu og hinir kæmu bara inn eftir því hvernig verkefni væru vaxin eða hver stjórnandinn væri? Þá ættum við enga hljómsveit. Það er vegna þessarar heildar: það er velmenntað fólk sem kemur inn í hóp vel- menntaðs fólks með reynslu. Það verður til deigla, núningur sem er skapandi. Þessi heild sem ekki er einsleit heldur margleit í breidd og þekkingu og aldri og það er þess vegna sem árangur næst.“ Amerískt uppeldi „Þá komum við að sjónvarps- og bíó- myndasamfélaginu. Við búum við afskap- lega einhæft myndefni. Meira og minna er þetta amerísk framleiðsla. Þannig að auðvitað er mjög einsleitt uppeldi í að skoða listir. Hollywood skilgreinir sig ekki sem listaframleiðanda heldur iðnað. Það er aðalfóður í uppeldi íslenskra ung- menna: amerísk skemmtana- og afþrey- ingarmenning. Það þýðir ekkert að fussa og sveia og segja að þetta sé eitthvert tuð og geðvonskutal í gamalli kerlingu. Skoð- um bara hvað er á boðstólum. Ungir leik- arar samsama sig miklu meira með amer- ískum leikurum en evrópskum. En fyrirgefið: Ameríka á leikflokka sem kunnir eru um allan heim og hafa starfað lengi eins og hefur tíðkast í Evrópu. Þar dytti mönnum ekki í hug að fara með sjón- varpsleik upp á svið. Lærður maður hélt því fram í Morgun- blaðinu um daginn að það væri einn helsti akkíllesarhæll íslensks leikhúss að þar væri enn að finna stóran leik og menn ættu að færa sig nær kvikmyndinni. Þar talaði maður sem vissi ekki neitt. En hvers vegna veit hann ekki neitt? Það er vegna þess að það er engin umræða og engin skoðun. Það er allt dottið inn í sama sjónvarpsfarveginn.“ ið er óðar. Engisspretturnar Þórhildur Þorleifs- dóttir við vinnu í síðustu viku ásamt Guðrúnu S. Gísladóttur leikkonu. LEIKLIST PÁLL BALDVIN BALDVINSSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.