Fréttablaðið - 16.03.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 16.03.2008, Blaðsíða 16
16 16. mars 2008 SUNNUDAGUR E ins mikil tímaskekkja og það kann að virðast þá er heimurinn uppfullur af eiginkonum ríkra karlmanna sem okkur hinum finnst ekkert hafa að gera allan daginn. En þetta er ekkert auðvelt líf. „Ég hef bara enga hjálp með börnin,“ segir ein titrandi rómi. Önnur segir: „Það er fullt starf að sjá um alla þessa fermetra.“ Og hin þriðja: „Ég verð að gera þetta allt saman sjálf.“ Í þvottahúsinu er þó oftast filippseysk stúlka að strauja þvottinn og eftir smá stund mætir einkabílstjórinn með sjö ára soninn beint úr skólanum. Svo tekur eiginkonan upp símann og ræðir við arkitektinn sinn um að innrétta sundlaug í neðanjarðarbyrginu sem maður hennar fékk loks leyfi til að byggja. Og það er einstaklega pirrandi að enginn virðist geta skilið hvað marmari safnar miklu ryki. Stundum er bara eins og öllum sé sama... Eiginkonur íþróttamanna og fjárfesta Slíkar „heimavinnandi“ eigin- konur nefnast WAGS í Bretlandi, en sú skilgreining byrjaði sem skammstöfun á „Wives and Girlfriends of Sportsmen“ enda fótboltaeiginkonur táknmynd fyrir þessa tegund. Næsta kynslóð slíkra WAG-kvenna voru „City Wags“ en það eru eiginkonur bankamanna. Flestar þessar eiginkonur eiga það sameiginlegt að vera heimavinn- andi. Þær búa í heimi ríkidæmis þar sem börnin og hundurinn eru stöðutákn og hjálpa til að sýna fram á stórfenglegan launaseðil eiginmannsins. Tegundin virðist þrífast á rucola-salatblöðum og par- mesan-flögum og geta varla hreyft sig án þess að vera með einkaþjálfarann og lífsstílshönn- uðinn á línunni. Að brosa yfir einhverju óvæntu og skemmti- legu er númer eitt á bannlistan- um, og að líta út eins og þeim leiðist er lykilatriði. Þær eru allar með heilsuæði, fara reglulega til heilara og nuddara og jóga- eða pilates-þjálfarinn býr heima hjá þeim. Og svo eru þessar ofurmömmur auðvitað allar komnar aftur í kjörþyngd á þriggja mánaða afmælisdegi nýjasta afkvæmisins. Stór- skemmtileg og ansi tæfuleg skáldsaga kom út í Bretlandi í fyrra um líf þeirra nýríku sem kallaðist „Notting Hell“ og lýsir lífi í einkaþotum með þjónum, barnapíum og persónulegum stílistum og er ef til vill bók sem hinar íslensku heimavinnandi konur gætu tileinkað sér og keypt á Amazon. Hinar íslensku WAG-konur Lítil kynslóð ríkra eiginkvenna hefur myndast á Íslandi undanfarin ár. Þær eru oftast með óaðfinnanlega litað ljóst eða tinnusvart hár, gyllta húð og fataskáp frá Karen Millen og Gucci. Það er ekkert tiltökumál lengur að skutlast til New York í einkaþotunni, vera með lífstíð- arkort í Laugar Spa og skipta út innbúinu á sex mánaða fresti eftir því sem er í tísku þá stundina. Margar raða líka niður höllum í Frakklandi, Englandi eða á suðrænni slóðum og eyða öllum tíma sínum í að innrétta þær. Oft. Þær eru ávallt uppstrílaðar og í dýrum en missmekklegum fatnaði (peningar kaupa aldrei stíl), eyða mörgum klukkustundum í ræktinni á viku og rúnta um húsbúnaðarverslanir bæjarins í Porsche Cayenne-jeppum eða Range Rover. Þær eiga líka gjarnan þó nokkur börn, sem öll eru í lúxus-aukatímum og stundum eru leigðir heilu einkaballettsalirnir fyrir litlu prinsessurnar sem að sjálfsögðu klæðasta bara Bonpoint eða Burberry. Kjörstaður þessarar tegundar kvenfólks til búsetu er Þingholtin, Arnarnesið eða Seltjarnarnesið. Grafarvogurinn er „so passé“. Svo skipuleggja þær skíðafrí og sólarfrí á „smart“ stöðum eins og í Vail og á Marbella og eyða dágóðum tíma í að stunda námskeið ýmiss konar og góðgerðastarfsemi. Hins vegar er þetta dálítið streituþrungið líf þar sem þær þurfa alltaf að vera tipp-topp í útliti þar sem þær eiga jú á hættu að eiginmaðurinn skipti þeim út fyrir nýrra módel. En þá er ekkert að óttast, kaupmál- ar eru ekki enn komnir í tísku á Íslandi og þær fá bara helming- inn... af öllu. Eða eins og fyrirmynd allra þessara kvenna, Ivana Trump, sagði hér um árið: „Don‘t get mad, get everything.“ Heimavinnandi húsmæður Ísland er uppfullt af auðmönnum, að minnsta kosti ennþá. En hvað gera eiginkonur þeirra eiginlega á meðan þeir svífa um loftin blá á einkaþotum að afla tekna? Það fer hver að verða síðastur að skoða þessa tegund sem fer að komast í útrýmingarhættu og því fór Fréttablaðið á stúfana. IVANA TRUMP Táknmynd ríku atvinnueiginkonunnar ANNA NICOLE SMITH HEITIN Giftist moldríkum ellismelli. COLLEEN MCLOUGHLIN Eigin- kona Waynes Rooney er með fataæði og sand af peningum. IRINA, FYRRVERANDI EIGIN- KONA ROMANS ABRAMOVICH Í góðum félagsskap Dorritar. GABRIELLE SARCONAGGI Smart kærasta hins moldríka Louis Bacon. Einkakennari. Kemur heim og býður upp á kennslu í listasögu, tungumálum, tónlist eða söng og dustar rykið af menntaskólanáminu. Stílisti. Svona Rachel Zoe-týpa sem fer með mann að versla innanlands eða utan svo að maður sé alltaf smekklegur í veislum og lista- opnunum. Listfræðingur. Þegar maður ætlar að fjárfesta í vinsælli list er ráðlegra að vera með einhvern á sínum snærum sem hefur vit á þessu. Gengur ekki að vera með Jóa Fel upp um alla veggi. Flugmaður í einkaþotuna. Þetta er hinn nýi bílstjóri og verður að vera tilbúinn til þess að takast á loft þegar húsbændum hans dettur í hug. Næringarfræðingur. Þegar einsemdin hellist yfir þær og ísskápsferðir á nóttunni verða of tíðar verður maður að hringja grátandi til að fá innblástur í hveitigraskokkteilinn. Skilnaðarlögfræðingurinn. Ef eiginmanninum dettur í hug að skipta þeim út fyrir ljóshærðara, brjóstastærra og yngra klón. Maður verður jú að halda í sama lífsstílinn eftir skilnaðinn. 1. Að spóka sig í húsbúnaðarbúðum. Það er alltaf hægt að raða fleiri Eggjum, Svönum, Lounge Chairum eða Philippe Starck-lömpum í höllina. 2. Fara á námskeið. Matargerðarnámskeið eru vinsæl og einnig hafa nokkrar tekið upp á því að læra óperusöng. Það er svo gaman að geta brostið í söng í kvöldverð- arboðum og komið fólki á óvart. 3. Funda með lífsstílshönnuðinum. Hann kemur reglulega og segir til um hvort það þurfi að bæta nýjum bleikum púða í stofuna, færa lampana til eða tilkynna að rokkókó sé bara búið og nú verði að hreinsa allt út. 4. Góðgerðastarf. Það er mjög smart að gera eitthvað fyrir þá þurfandi. Það beinir líka almenningsathyglinni frá leiðinlegu slúðri. Til dæmis ráðlagði fjölmiðlaafulltrúi kærustu Sven Göran Erikssons að verða „Goodwill ambassador“ hjá Rauða kross- inum þegar framhjáhaldssögur um hann voru í algleymingi. 5. Golf. Það er vinsæl jólagjöf frá eigin- manninum að borga golfferðir fyrir eig- inkonurnar svo þær læri loksins eitthvað. Verst að þær eyða ferðinni í kampavíns- drykkju í pottinum. 6. Gala-viðburðir í útlöndum. Það er flottast að fara á grímuball í Feneyjum eða góðgerðaball í London. Þetta gerist bara alltof sjaldan á Íslandi og er aldrei nógu grand. ➜ Vinsæl afþreying ➜ Hjálparkokkar Háaldraði og ríki eiginmaðurinn. Takið Önnu Nicole Smith til fyrirmyndar og finnið mann á áttræð- isaldri. Passið að halda honum lifandi og sprækum þar til hann hefur skrifað ykkur inn í allar erfðaskrárn- ar sínar. Svo fer hann alltaf svo snemma að sofa að það er hægt að eyða öllum kvöldum á djamminu án hans. Aðalsmaðurinn. Því miður engir alvöruaðals- menn á Íslandi þannig að það má bregða á það ráð að deita ráðherra, sendiherra eða næsta forseta. Erlendir aðalsmenn eru það alsvalasta, sérstaklega ef eitthvað af fjölskylduauðæfunum er eftir og sirka eitt ættarsetur. Ljóti ríki eiginmaðurinn. Frábært mannsefni þar sem honum finnst hann svakalega heppinn að hafa fundið svona fallega konu. Hvað kynlíf varðar er um að gera að loka augunum og hugsa um Ísland að hætti Viktoríu drottningar. Eða horfa nokkrum sinnum á Fríðu og dýrið. Það var nú dáldið krúttlegt, ekki satt? Fyrrverandi glaumgosinn. Efnaður maður sem hefur sængað með ótal konum en ákveður á miðj- um fimmtugsaldri að festa ráð sitt, enda orðinn lúinn. Hann elskar konur og þegar hann finnur loksins þá einu réttu heldur hann sig við hana. Og hefur skemmtilega reynslu undir beltinu. Eiginmaðurinn í skápnum. Hann er ríkur, óaðfinnanlega klæddur og sykursætur. Samt eru allir að hvísla í boðum: „Spilar hann ekki með hinu liðinu?“ En horfum á björtu hliðarnar. Hann er með meiri áhuga á innanhússhönnun en eiginkonan, finnst svakalega gaman að versla í tískubúðum og elskar að fara í smart frí. Þá hlýtur að vera að hægt að fyrirgefa smá „bi-try“ endrum og eins. Leiðbeiningar að vænlegum eiginmönnum fyrir metnaðarfullar konur F ræ ga r fy ri r að v er a ei gi n ko n u r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.