Fréttablaðið - 16.03.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 16.03.2008, Blaðsíða 22
MENNING 4 É g hitti Helga Felixson í kvik- myndasmiðju hans á Kungs- holmen í Stokkhólmi. Þar starfar hann ásamt eiginkonu sinni Titti Jonsson við heim- ildarmyndagerð. Titti er farin heim að pakka því á morgun fljúga þau til Suður-Afríku. Þau hafa farið þangað oft og gert heimildar- mynd um Fridu ,fyrrverandi götubarn, og halda áfram að vinna verkefni þar. Í mynd sinni „Andstæðingur dag- drauma“ lýsa Helgi og Titti lífi sænska ljósmyndarans Marianne Greenwood, sögu konu sem á sjötta áratugnum yfir- gaf mann sinn og son, fór til Antibes, kynntist Picasso, varð ljósmyndari Picasso-safnsins og myndaði fjölda listamanna. Nokkrum árum seinna pakkaði hún niður og lagðist í heims- flakk. Hún skrifaði greinar og tók ljós- myndir fyrir fjölda tímarita. Marianne var á flakki í þrjátíu ár með bakpoka og myndavél. Myndavélina keypti hún eftir að hafa selt giftingarhringinn úr seinna hjónabandi sínu. Af hverju gerðuð þið mynd um Green- wood? „Ég hitti Marianne fyrir tuttugu árum og langaði þá að gera mynd um hana. En ég vissi ekki hvernig ég ætti að fara að því. Síðan kynntist ég Titti og hún fann bók hennar „Af hverju grætur púman“ í hillu hjá mér. Þá höfðum við samband við Marianne árið 2004. Okkur fannst merkilegt hvað hún var lítið viður- kennd. Karlmenn á hennar sviði hlutu mikla athygli en hún var kona. Það var eflaust ástæðan. En þegar við töluðum við Marianne sagði hún að einhver annar væri að gera mynd um hana. Seinna fékk hún „Women Discovery Award“ í New York og þá hringdum við aftur til að spyrja hvað hefði orðið um myndina. Þá kom í ljós að verkið hafði dagað uppi. Nokkrum dögum síðar heimsóttum við hana í Frakklandi. Við hófum tökurnar á síðustu stundu og því miður hittum við hana ekki oft. Mari- anne lést 2006 á nítugasta aldursári. Hún var sátt: ljósmyndir hennar voru þá á stórri sýningu í Stokkhólmi.“ Hvar tókuð þið myndina? „Við vorum bundin við íbúð hennar í Antibes því hún var veik. Ég notaði mínar eigin kvikmyndir til þess að skapa nærveru í frásögnina. Af tilvilj- un hef ég ferðast um mörg þeirra landa í Suður-Ameríku og í Kyrrahafi þar sem Marianne dvaldi.“ Helgi hefur gert heimildarmyndir um indjána í frum- skógum Perú og eyjarskeggja í Kyrra- hafi. Hvernig kona var Marianne? „Ákveðin. En okkur kom vel saman. Fyrst horfði hún á okkur sínum áköfu augum og sagði: „Þið verðið að flýta ykkur. Ég veit ekki hvað ég á eftir að vera hér lengi.“ Hún var búin að taka fram fullt af bókum og ljósmyndum. Marianne leit lengi á mig og sagði: „Að lifa er ævintýri. Það mikilvæga er að vera ekki að dreyma um það sem mann langar til að gera og missa af núinu. Ef þú ert hér og þú þráir alltaf eitthvað annað, þá tapar þú tímanum... ég er andstæðingur söknuðar og drauma.““ Í myndinni stendur hún við opna glugga við hafið: „Hér bý ég með vind- inum. Hann kemur inn og síðan fer hann út aftur. Ég vil auðvitað búa á haf- inu, en ég get það ekki. Því er lokið... en samt...“ Og hún starir á marglitt Mið- jarðarhafið. „Marianne var fyrsti hippinn,“ segir Helgi. „Hún ólst upp í borgaralegri fjölskyldu og síðan fór hún burt og lifði eins og hippi löngu áður en sú bylgja hófst. Gekk alltaf ber- fætt. Hún fæddist í Gallivare í Norður- Svíþjóð 1916 og flutti síðar til Kiruna og Skellefteå með fjölskyldu sinni. For- eldrar hennar ferðuðust mikið og marg- ir þekktir landkönnuðir eins og Sven Hedin og Knud Rasmussen komu á heimilið. Hún fór oft með föður sínum á slóðir Samanna og heillaðist fljótt af lífi þeirra og nálægð við náttúruna. Upp frá því hafði hún mikinn áhuga á frum- byggjum. Marianne ferðaðist áratug- um saman bæði í Suður-Ameríku, á Nýju-Gíneu og í Asíu. Ljósmyndir henn- ar og bækur opna heim sem er ekki lengur til.“ Marianne segir í myndinni: „Ég ljós- mynda ekki bara þann sem ég vel að mynda. Ég tek myndir af mínum eigin upplifunum. Þannig deili ég með mér til þeirra sem ég vona að muni einnig njóta þessara augnablika. Það er til- gangurinn, ekkert annað.“ Í myndinni segir Marianne frá því að hún byrjaði að ferðast þegar ung dóttir hennar dó. „Allt hefur sitt gjald,“ segir hún. „En ekki eins hátt fyrir mig og börnin. Ég var víst aldrei góð móðir.“ Hvernig segið þið sögu hennar? „Kjarninn er viðtöl við Marianne og son hennar Bertil. Einnig efni úr bókum hennar og ljósmyndir. Það heillaði okkur hvernig hún lifði. Hún lét ekkert hindra sig. Lifði hér og nú. Við vildum koma lífsþorsta hennar og ljósmyndum á framfæri. Síðan lifði hún auðvitað óvenjulegu lífi sem er spennandi. Eins og Titti sagði þá á Marianne það skilið að vera kynnt og fljúga um heiminn.“ Heimildarmyndin um Marianne Greenwood hefur einnig vakið mikla athygli. Hún var sýnd í Svíþjóð í síð- ustu viku og sáu margir hana á fjöl- varpi og breiðbandi. Hún verður brátt sýnd á öllum Norðurlöndunum og hér heima í apríl. Það var mikið skrifað um Greenwood í Frakklandi þegar hún dó og verður myndin sýnd þar og víðar. Og hvað er svo fram undan hjá Helga Felixsyni kvikmyndagerðamanni? „Fyrir utan verkefnið í Suður-Afríku þá er ég að klippa mynd um Skaftfell- ing.“ Hver er það? „Fljúgandi skip á Íslandi.“ Við bíðum bara spennt eftir því að Skaftfellingur lendi. Í vikunni sem leið sýndi sænska sjónvarpið heimildarmyndina Motståndare till längtan eða Andstæðingur dagdrauma eftir Helga Felixson og Titti Jonsson. Myndin fjallar um sænska ljósmyndarann og rithöfundinn Marianne Greenwood og gæti borið fl eiri titla: lífskúnstner, fl akkari og fyrirsæta. Vinir hennar og samstarfsfólk um árin eru margir þekktir listamenn. Má þar nefna Picasso, Andy Warhol, Fritz Lang og Yves Montand. Myndin verður á dagskrá Ríkissjónvarpsins í apríl. KVIKMYNDIR HELGA BREKKAN Marianne Greenwood Helgi Felixson LÍFSKÚNSTNERmeð myndavél Þ að er fátítt að á uppboð komi söfn sem varpa skýru ljósi á myndlist heimsveldis frá liðnum áratugum, fjölmennasta veldis heims, þar sem myndlistin hefur gengið í gegnum mikla umbrota- tíma. Sotheby´s mun í vor og haust selja Estelle-safnið, yfir 200 verk frá Kína á síðustu tveimur áratugum. Þar er að finna mörg lykilverk kínverskra myndlistar- manna, þar á meðal eru verk eftir Ai Weiwei, Zhang Xiaogang, Cai Guo-Qiang and Xu Bing. Er safnið einstakt fyrir þá sök að þar eru verk unnin í olíu, með vatnslitum, þrykki, þrívíð verk, innsetningar, vídeóverk og ljósmyndir. Sölu- katalógar vegna uppboðanna sem verða í Hong Kong í vor og New York í haust eru einstakt yfirlit um kínverska samtímamyndlist, enda hafa lykilyfirlitsverk um myndlist þar eystra verið unnin upp úr Estella-safninu. Áhugamönnum um myndlist hér á landi gefst einstakt tækifæri í vor að kynnast verkum nokkurra þeirra listamanna sem eiga verk í Estella-safninu þegar Listasafn Akureyrar setur upp sýninguna Facing China á Listahátíð í vor, en það verður að telja eitt merkileg- asta atriði Listahátíðar þetta árið. Þar er lögð áhersla á málverkið, en þar á meðal eru verk Zhang Xiaogang (1958) úr Bloodline- seríunni svokölluðu. Eitt lykil- verka úr henni er einmitt á uppboði í Hong Kong: Fjölskyldu- mynd nr. 3 frá 1995, og var fyrst verka í seríunni í mikilli stærð, 179 x 229 cm, unnið fyrir Tvíær- inginn í Feneyjum það ár. Verk úr sömu seríu verða á Akureyri í vor. Verð á kínverskri samtímalist hefur hækkað hratt á liðnum árum og valdamiklir safnarar á borð við Saatchi hafa sankað að sér kínverskri myndlist; hann á stórt safn málverka eftir Zhang Xiaogang. Talið er víst að nýtt verðmark verði sett á kínverska myndlist á uppboðinu í Hong Kong. Megnið af verkunum sem verða á Facing China á Akureyri er úr eigu safnara sem Hannes Sigurðsson hefur náð sambandi við. Þar er höfuðáherslan lögð á mannamyndir. Zhang Xiaogang, Bloodline: The Big Family No. 3 (1995) er metið á tvær og hálfa miljón dala. M YN D / SO TH EBY‘S IM A G ES ESTELLA-SAFNIÐ SELI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.