Fréttablaðið - 16.03.2008, Blaðsíða 38
ATVINNA
16. mars 2008 SUNNUDAGUR201
Hjúkrunardeildin Víðihlíð hjá Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja (HSS) er að leita að áhugasömum
og kraftmiklum hjúkrunarfræðingum, hjúkrunar-
fræðinemum, sjúkraliðum og öðru starfsfólki til að
koma og starfa á stofnuninni við hjúkrunarstörf.
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er sjúkrastofnun í
markvissri sókn. Hér ríkir afbragðsgóður
starfsandi, góðum hugmyndum starfsmanna er
tekið fagnandi sem og nýjungum í starfsemi.
Víðihlíð er 25 rúma hjúkrunardeild í Grindavík,
sem sinnir öldruðum langlegusjúklingum.
Nánari upplýsingar veitir Edda Bára
Sigurbjörnsdóttir, yfi rhjúkrunarfræðingur í
gegnum netfangið edda@hss.is eða í síma
426-7600.
Um er ræða framtíðarstörf og sumar-
afl eysingarstörf, æskilegt er að umsækjandur
geti hafi ð störf sem fyrst. Laun eru samkvæmt
kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi
stéttarfélags.
Umsóknir sem greina frá menntun, fyrri störfum
og meðmælendum skulu berast til Bjarnfríðar
Bjarnadóttur starfsmannastjóra , Mánagötu 9,
230 Reykjanesbæ eða með tölvupósti á netfangið
bjarnfridur@hss.is.
Umsóknarfrestur er til og með 30.mars 2008 og
geta umsóknir gilt í 6 mánuði. Öllum umsóknum
verður svarað.
Víðihlíð - Hjúkrun
FRÁBÆR SUMARSTÖRF Í BOÐI
Laugaland - Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra
Við erum að leita að hressu fólki sem er vill vinna í gefandi
og skemmtilegu umhverfi í sumarbúðum félagsins að
Laugalandi í Holtum. Starfsemin hefst í lok 15. júní og lýkur
27. júlí. Starfsmenn Laugalands eru 24 og vinna á vöktum.
Ekki er gerð krafa um menntun, en áhugi er auðvita skilyrði.
Við hvetjum nema á heilbrigðis- og uppeldisvið sérstaklega
til að sækja um.
Umsóknir vegna sumarstarfa eru fáanlegar hjá Styrktarfélagi
lamaðra og fatlaðra að Háaleitisbraut 11-13 og á heimasíðu
félagsins á www.slf.is. Umsóknir þurfa að berast SLF
(Háaleitisbraut 11-13) eða á slf@slf.is eigi síðar en 24. mars
2008.
Golfklúbburinn Oddur
lýsir eftir áhugasömum aðilum til að
sjá um veitingarekstur klúbbhúsana á
Urriðavelli og á Setbergsvelli.
Á Urriðavelli er stórt klúbbhús með fullbúnu
eldhúsi og tekur salurinn um 120 manns í sæti.
Salurinn þjónar félögum GO yfi r sumarið en er
vinsæll veislusalur á veturna. Á Setbergsvelli
er lítið og snoturt klúbbhús sem rúmar um 40
manns. Golfklúbburinn Oddur telur um 1400
meðlimi og rekur eitt fl ottasta golfsvæði landsins.
Áhugasamir setji sig í samband við framkvæm-
dastjóra (Hjört) í gegnum netfangið: oddur@
oddur.is eða í síma 895 9094. Viðkomandi þarf
að geta hafi ð rekstur 1. maí n.k.
Aðeins fagfólk með mikinn metnað og vilja til
framtíðarreksturs koma til greina.
Viðkomandi kemur til með að taka þátt í þróun og uppbyggingu fyrirtækisins en fyrirhugaðar eru opnanir á fleiri verslunum.
Um spennandi og krefjandi starf er að ræða sem býður upp á góða starfsþróunarmöguleika. Verslanirnar eru vel
mannaðar og ríkir góður og léttur andi meðal starfsmanna.
Starfshlutfall er 100%, vinnutíminn nokkuð sveigjanlegur en er einnig bundinn við opnunartíma verslunar.
Ráðið verður í stöðuna sem fyrst. Um framtíðarstarf er að ræða.
Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um starfið.
Umsóknir óskast fylltar út á heimasíðu Hagvangs, www.hagvangur.is fyrir 23. mars nk.
Nánari upplýsingar veita Arna Pálsdóttir og Elísabet Sverrisdóttir, ráðgjafar hjá Hagvangi.
Netföng: arna@hagvangur.is og elisabet@hagvangur.is
Aðstoðarverslunarstjóri
TOYS”R”US óskar eftir að
ráða til sín aðstoðarverslunarstjóra
Starfssvið:
Dagleg stjórnun í fjarveru verslunarstjóra
Sala og þjónusta við viðskiptavini
Fylgja eftir gæðastefnu fyrirtækisins
Almenn verslunarstörf
Verðlagning, eftirfylgni vegna tilboða og auglýsinga
Önnur tilfallandi verkefni
Hæfniskröfur:
Góð almenn grunnmenntun
Reynsla af verslunarstjórn eða störfum í verslun
Rík samskiptahæfni og þjónustulund
Skipulagshæfileikar
Enskukunnátta
TOP-TOY A/S er móðurfyrirtæki leikfangaverslananna BR og TOYS"R"US á Norðurlöndunum sem opna nú á Íslandi. Hjá fyrirtækinu starfa rúmlega 2.000
manns í fleiri en 250 verslunum. Vöxtur TOP-TOY er undir dyggu starfsfólki kominn. Aðalskrifstofur fyrirtækisins eru í Danmörku. Starfsumhverfið er óformlegt.
Lesið meira um TOP-TOY á: www.top-toy.com
Leikskólasvið
Laus er til umsóknar staða aðstoðar-
leikskólastjóra í leikskólanum
Austurborg, Háaleitisbraut 70.
Austurborg er fjögurra deilda leikskóli sem starfar í anda
Reggió Emilia með áherslu á listgreinar. Leikskólinn er
miðsvæðis og staðsettur nálægt helstu samgönguæðum
borgarinnar. Einkunnarorð Austurborgar eru lifa, leika, læra.
Helstu verkefni:
• Að vera aðstoðarmaður leikskólastjóra og staðgengill í
fjarveru hans
• Að vinna ásamt leikskólastjóra að daglegri stjórnun
leikskólans og skipulagningu uppeldisstarfsins
Menntunar- og færnikröfur:
• Leikskólakennaramenntun áskilin
• Hæfni og reynsla í stjórnun æskileg
• Sjálfstæð vinnubrögð
• Færni í mannlegum samskiptum
• Skipulagshæfi leikar, frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi
Upplýsingar veitir Hrafnhildur Konný Hákonardóttir, leik-
skólastjóri í síma 588-8545/693- 9836 og Auður Jónsdóttir,
mannauðsráðgjafi á Leikskólasviði í síma 411-7000.
Staðan er laus frá og með 1. maí 2008.
Umsóknum fylgi yfi rlit yfi r nám og störf. Umsóknir skulu
berast til Leikskólasviðs Reykjavíkurborgar, Fríkirkjuvegi 1,
101 Reykjavík eða á netfangið starfsumsoknir.leikskolar@
leikskolar.is.
Umsóknarfrestur er til 26. mars 2008.
Laun eru skv. kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og
Félags leikskólakennara.
Nánari upplýsingar um laus störf á Leikskólasviði er að fi nna
á www.leikskolar.is.
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag
sem borgin er. Atvinnuauglýsingar má einnig skoða á heimasíðu Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/storf. Hjá símaveri Reykjavíkurborgar,
4 11 11 11 færð þú allar upplýsingar um þjónustu og starfsemi borgarinnar og samband við þá starfsmenn sem þú þarft að ná í.
Aðstoðarleikskólastjóri í Austurborg
Starfsþjálfun í utanríkisþjónustunni
Utanríkisráðuneytið óskar eftir umsóknum um starfsnám í utanríkisþjónustunni. Markmið starfsnámsins er að gefa ungu
fólki sem er að hefja starfsferil sinn færi á að kynnast störfum utanríkisþjónustunnar. Um er að ræða tímabilið frá júlí til
desember 2008. Gert er ráð fyrir að ráða tvo starfsnema.
Krafi st er góðrar kunnáttu í íslensku, ensku og Norðurlandamáli, auk þess sem æskilegt er að viðkomandi hafi vald á
frönsku, þýsku og eða öðrum tungumálum sem geta nýst á þeim starfsstöðvum sem í boði verða. Umsækjendur þurfa að
hafa lokið a.m.k. B.A. eða B.S. gráðu eða samsvarandi námi. Leitað er að duglegum og samviskusömum einstaklingum
með góða aðlögunarhæfni.
Starfsnám hjá utanríkisráðuneytinu er launað og þiggja starfsnemar laun skv. kjarasamningi ríkisins og FHSS.
Umsóknir með upplýsingum um m.a. menntun, starfsreynslu, tungumálakunnáttu, meðmælendur og öðrum persónuup-
plýsingum s.s. símanúmeri og heimilisfangi, skulu sendast utanríkisráðuneytinu með rafrænum hætti á netfangið starf-
snam@mfa.is fyrir 10 apríl 2008. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Nánari upplýsingar veitir Hreinn Pálsson hjá utanríkisráðuneytinu, hreinn@mfa.is.
Utanríkisráðuneytið