Fréttablaðið - 16.03.2008, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 16.03.2008, Blaðsíða 76
MENNING 46 Að lifa með lyginni og láta hana vagga sér inn í einhvern veruleika sem verður lyginni sterkari er meginþema þessa farsa sem leik- hópurinn Vesturport býður um þessar mundir upp á í Rýminu á Akureyri. Á frumsýningunni á fimmtudagskvöldið skemmtu áhorfendur sér ákaflega vel. Leikritið er glænýtt eftir ungan íslenskan höfund, Björn Hlyn Har- aldsson, en sagnaminnið eitt það elsta sem leikskáld hafa tekið sér fyrir hendur. Hér skortir ekki safaríka kímni né návígi við okkar á stundum inni- haldslausa frístundalíf. Hjón á fimmtugsaldri koma sér fyrir á sínum bráðnauðsynlega palli sem er fullgerður á undan sumarhúsinu sem þau eru að gera upp. Þar hyggj- ast þau slappa af yfir helgi líklega að vori til, með blöðin, kaffið, tíma- leysið og frekar innihaldslausan félagsskap hvors annars. Allt í einu birtist einkasonurinn sprellandi glaður með spánnýja kærustu. Þá fara minnismyndirnar að birtast og með hjálp holdgerðar samvisku mannsins kemur ýmislegt í ljós sem á alþjóðlegum tungum er nefnt hið mesta tabú sem um getur. Það væri ekki rétt gagnvart verðandi áhorfendum að rekja þau ósköp frekar. Hilmar Jónsson og Harpa Arnar- dóttir fara með hlutverk hjónanna og er samspil þeirra bæði í upphafi og eins gegnum allt verkið trúverð- ugt. Hilmar Jónsson nær ágætum tökum á hinum aumkunarverða föður sem helst af öllu hefði viljað fela sig en aðstæður buðu ekki upp á það. Harpa Arnardóttir í hlutverki móðurinnar þeyttist eins og býfluga um sviðið og var á köflum að leys- ast upp í eigin taugaveiklun og yfir- gangi um leið og hún var konan með áhugamálin í leit að sjálfri sér en samt svo böggandi. Oft hefur Hörpu tekist að rúlla upp heilum sal með skondnum leik sínum og þannig var það einnig hér, þar sem sumir stóðu hreinlega á öndinni, einkum og sér í lagi þá er óþægileg mál bar á góma og hún pússaði og þreif af slíkri áfergju að manni datt helst í hug spæta sem væri að brjóta sér leið inn í þykkan trjástofn. Davíð Guðbrandsson sem fer með hlutverk sonarins er sá sem nýtir best sína eigin líkamlegu burði á sviðinu öllu. Röddin fyllti út í hvert horn og sömuleiðis sársauk- inn og gleðin. Kærustuna leikur María Heba Þorkelsdóttir, við- kvæm og ljúf þó að hlutverkið sé heldur pasturslítið. Sveinn Ólafur Gunnarsson, sem útskrifaðist úr Listaháskólanum 2006, fer með erfiðasta hlutverk leiksins. Hann er samviska manns- ins, hann er röddin sem talar, hann er kannski látinn bróðir, hann er alla vega sá sem aðeins faðirinn heyrir og sér. Hvernig á slík sam- viska holdgerð að birtast? Það er vandasamt að ráða fram úr því en engu að síður gekk þetta upp þó að það hefði mátt leyfa karakternum að fá einhver sterkari einkenni. Sveinn er með einkar góða fram- sögn. Maríanna Clara Lúthersdóttir er fáguð og flink leikkona. Hér kemur hún fram á tveimur aldursskeiðum og eru portrettin bæði skýr í henn- ar höndum. Það er vandasamt að leika upp fyrir sig í aldri, en tísku- meðvituð kaupsýslukonan varð einkar smart í meðförum Mar- íönnu. Leikhópurinn er sjálfur skrifaður fyrir búningunum. Gervi mömm- unnar í garðyrkjuskónum með vest- in sín og kaupsýslukonusláin sögðu allt sem segja þurfti um fataskáp þessara kvenna. Börkur Jónsson og Björn Berg- steinn Guðmundsson vinna saman leikmyndina og lýsinguna og var heildin mjög markviss, lá við að maður sæi raðgreiðslunótur Býkó svífa í loftinu. Asnalegir litlir ljósastaurar og skjólveggir með kínversku yfirbragði sem orðnir eru að nýrri nauðsyn við hvert sumarhús undirstrikuðu fáránleik- ann þar sem þessir þrír heimar mættust, það er hjólhýsið sem þau sváfu í á pallinum og gamla báru- járnshúsið í bakgrunninn. Leik- stjórinn, sem jafnframt er höfund- ur verksins, virðist hafa lagt mesta áherslu á hið talaða orð þannig að ef finna á einhverja auma bletti á sýningunni er það helst að rýmis- nýting og hreyfingar voru heldur stirðbusalegar, sem kemur þó ekki að sök þar sem textinn og sprell- fjörugur alvarleiki hans komst mjög vel til skila. Nú er komið að kveðjustund. Magnús Geir Þórðarson, sem hefur verið einkar farsæll leikhússtjóri norðanlands, er að kveðja merka menningarstofnun í blóma. Það hefur verið athyglisvert að fylgj- ast með hnitmiðuðu og góðu verk- efnavali hans. Lokastykkið í hans stjórnartíð var skemmtilegt. Von- andi tekst Maríu Sigurðardóttur, sem nú tekur við stjórn Leikfélags Akureyrar, að nýta sér það táp og fjör sem einkennt hefur starfsem- ina á undanförnum árum. Elísabet Brekkan Ekki benda á mig! Tvöföld gusa Saga úr lífi íslenskra fjölskyldu sem hittist á sumarhúsapalli, sefur í hjólhýsi og er að endurbyggja sumarhúsið. MYND/LEIKFÉLAG AKUREYRAR/GRÍMUR BJARNASON DUBBELDUSCH Höfundur og leikstjóri: Björn Hlynur Haraldsson Leikmynd: Börkur Jónsson Búningar: Leikhópurinn Tónlist og hljóð: Frank Hall Ljósahönnun: Björn Bergsteinn Guðmundsson Leikfélag Akureyrar í Rýminu Háskólaútgáfan gefur út fjölbreytt frumsamin og þýdd ritverk er varða rannsóknir og kennslu við Háskóla Íslands og stofnanir hans. Háskólaútgáfan gefur að jafnaði út um 60 rit á ári hverju ı Háskólabíó við Hagatorg ı 107 Reykjavík ı Sími 525 4003 ı Fax 525 5255 ı hu@hi.is ı www.haskolautgafan.hi.is ı www.haskolautgafan.is Inngangur að miðöldum Handbók í íslenskir miðaldasögu Gunnar Karlsson Inngangsbindi að fræðilegu yfi rlitsriti um íslenska mið alda sögu.Hér er vísað á leiðir til að fi nna rit um viðfangsefnið, skrifað yfi rlit um miðaldahugtakið, ásamt fl eiri hugtökum um tímabil í Íslandssögu miðalda, farið er yfi r rannsóknarsögu og birt stutt yfi rlit yfi r evrópska miðaldasögu. Lengsti hluti bókarinnar er svo yfi rlit um heimildir íslenskrar miðaldasögu - fornleifar, sögur, lög, skjöl og annála. Loks er gerð grein fyrir mælieiningum og tímatali miðaldafólks. 386 bls. Kr. 5.200,- Fjölmenning á Íslandi Hanna Ragnarsdóttir, Elsa Sigríður Jónsdóttir, Magnús Þorkell Bernharðsson Bókin fjallar á gagnrýninn hátt um ýmsa þætti fjölmenningarsam- félagsins. Kafl arnir eru tengdir nýlegum rannsóknum í viðkomandi fræðum, bæði á Íslandi og í öðrum löndum. Meðal efnis eru þróun fjölmenningarlegs samfélags og skólasamfélags, straumar og stefnur í fjölmenningarfræðum, tvítyngi og móðurmál, íslenska sem annað mál, staðalmyndir og fordómar, sjálfsmynd, menning og trúarbrögð, menningarlæsi og íslenskar rannsóknir, m.a. á stöðu og reynslu barna og fullorðinna í fjölmenningarsamfélagi. Enn fremur eru í bókinni svonefndir gluggar um líf innfl ytjenda á Íslandi, svo og valin ljóð er tengjast viðfangsefninu. 360 bls. kr. 3.900,- Heilagra karla sögur Sverrir Tómasson, Bragi Halldórsson og Einar Sigurbjörnsson sáu um útgáfuna Heilagra karla sögur eru sögur 12 dýrlinga frá mið- öldum, fl estar þýddar eða endursagðar úr latínu eða lágþýsku, en kirkjulegar bókmenntir af þessu tagi eru einn gildasti þáttur íslenskra fornbókmennta. Bókin hefur að geyma lífssögur heilags Nikuláss, Marteins, Rochusar og Ágústinusar kirkjuföður og píslarsögur Ólafs helga, Vitusar og Stefáns frumvottar og auk sögur af einsetumönnunum Páli og Maurusi. Í bókarlok er svo sagan af frægasta syndara miðalda, Gregoríusi á klettinum. Þetta er í fyrsta sinn sem helgisögur af þessu tagi eru gefnar út á Íslandi. 364 bls. kr. 4.900 Almanak HÍ 2008 Dr. Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur reiknaði og bjó til prentunar. Auk dagatals eru margvíslegar upplýs- ingar, svo sem um sjávarföll og gang himintungla, yfi rlit um hnetti himingeims- ins, mælieiningar, veðurfar, stærð og mannfjölda allra sjálfstæðra ríkja og tímann í höfuðborgum þeirra. 96 bls. Kr. 1.285,- Afburðaárangur Agnes Hólm Gunnarsdóttir og Helgi Þór Ingason Um stjórnunaraðferðir sem grund- vallast á gæðastjórnun og rann- sóknir á fyrirtækjum sem náð hafa afburðaárangri. Hvaða aðgerðir og aðferðir eru líklegar til að stuðla að afburðaárangri í rekstri fyrirtækis eða stofnuna. Í þessari bók er leitast við að skapa yfi rsýn yfi r nokkrar vel þekktar rannsóknir á þessu sviði, sem og nokkrar vinsælar stjórnunaraðferðir. 139 bls. Kr. 3.990,- Hegravarpið Lise Tremblay Smásagnasafn sem vakið hefur mikla athygli í heimalandi höf- undar Kanada fyrir einfaldan og beinskeyttan stíl. Sögurnar lýsa lífi íbúa í smábæ í Québec-fylki, sem byggja afkomu sína á veiðimönnum, fuglafræðingum og borgar- börnum í leit að ró. Fyrir þetta verk hlaut höfundurinn ein merkustu bókmenntaverðlaun sem veitt eru í Kanada. Kr. 2.800,- Ljóðmæli Einars Sigurðssonar í Eydölum Einar Sigurðsson var höfuðskáld þjóðarinnar í árdaga lúthersks siðar hér á landi.Bókin skiptast í þrjá hluta. Inngangur fjallar um sálma- kveðskap í lútherskum sið og ævi Einars í Eydölum. Þá tekur við kveðskapur Einars, alls 45 sálmar og kvæði. Í síðasta hluta, Skýringum og athugasemdum, er gerð rækileg grein fyrir einstökum sálmum og kvæðum og varðveislu þeirra. Bókinni fylgja heimildaskrá, handritaskrá og nafnaskrá. Kr. 5.600,- Villa á öræfum / Allein durch die Einöde eftir Pálma Hannesson Tvímála útgáfa á sívinsælum hrakningasögum Pálma Hannessonar, f.v. rektors MR og alþingismanns. Þær leika meira að segja hlutverk í glæpasögum Arnaldar Indriðasonar þar sem söguhetjan Erlendur er sífellt að lesa þær og má kannski halda því fram að þær gegni því hlutverki þar að undirstrika íslensk sérkenni þessa rannsóknalögreglumanns. Bókin er á tveimur tungumálum, íslensku og þýsku, og er mikill fengur að þessu verki fyrir áhugamenn um hálendið og þessar hrakningasögur sem hafa verið ófáanlegar árum saman. Kr. 3.300,- Söngvarnir frá Písa Ezra Pound Söngvarnir frá Písa teljast til stórvirkja í ljóðabókmenntum Vesturlanda og eru að margra mati hápunkturinn í hinu mikla æviverki Ezra Pound sem hann nefnir Cantos. Ljóðafl okkurinn er ortur í fangabúðum Bandaríkjahers norðan við Písa á Ítalíu 1945, en þar sat Pound um nokkurra mánaða skeið, ákærður fyrir landráð og með dauðadóm vokandi yfi r sér. Hann gerir upp líf sitt og les brot úr því saman við rústir Evrópu sem og við leiftur úr liðinni sögu og þá goðsagna- kjarna sem hann taldi óforgengilega. Kr. 3.400,- Leitin lifandi Líf og störf sextán kvenna Sextán konur, sem allar hafa lokið doktors- námi við erlenda háskóla, eiga kafl a í bókinni. Þær starfa við ýmsa háskóla landsinss og hafa allar, um lengri eða skemmri tíma, stundað eigin rannsóknir og miðlað þeim ríkulega í ræðu, kennslu og riti. Í bókinni greina konurnar frá eigin fræða- og rannsóknarsviði, hvernig áhugi þeirra á því vaknaði og hvernig þeirra eigin lífssaga og persónuleg reynsla hafði áhrif á starfsval þeirra. Þær fjalla einnig um hugmyndafræðilega þróun innan síns fræðasviðs og hvernig hún hefur endurspeglast í lífi þeirra, störfum og rannsóknum. Kr. 3.500,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.