Fréttablaðið - 16.03.2008, Blaðsíða 94

Fréttablaðið - 16.03.2008, Blaðsíða 94
34 16. mars 2008 SUNNUDAGUR Matreiðslumaðurinn Guðbergur Garðarsson og unnusti hans, Inácio Pacas da Silva Filho, voru reknir úr vinnu sinni á veitingastaðnum Gló, þegar upptökur á þættinum Hæðinni voru rétt nýhafnar. „Já, já, þetta er rétt. Dramatíkin er allsráðandi í þessum þáttum,“ staðfesti Guð- bergur þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Þá var hann reyndar að setja upp ljós í einu rýmanna á Arnarnesinu og beið eftir dómnefndinni vökulu til að taka verkið út. Eins og kunnugt er keppa þrjú pör í þáttunum Hæðinni. Keppt er um hvert paranna innréttar íbúð sína flottast. Þættirnir hefja göngu sína á Stöð 2 næst- komandi fimmtudags- kvöld. Að sögn Guðbergs kom uppsögnin þeim í opna skjöldu en þeir fengu þessi tíð- indi eftir að hafa farið í vikufrí á Kan- arí til að slaka á fyrir komandi átök í sjón- varpsþættinum. Guð- bergur gefur lítið fyrir þær skýringar sem þeim voru gefnar á brottrekstrinum. „Ástæðan er fyrst og fremst þessi þáttur og sú athygli sem við höfum fengið. Ég ætla ekki að erfa þetta við starfsfólkið og þá sem eiga veit- ingastaðinn. Við ætlum bara að nýta þennan mót- byr og vinna þessa keppni,“ segir Guðbergur. Matreiðslumaðurinn segir það hafa verið algjöran draum að taka þátt, hann og Pacas hafi notið hverrar ein- ustu mínútu. „Allt er látið flakka og við erum hvergi bangnir. Við leggjum sálu okkar og hjarta í þetta og að vera þátttakandi í þessu er alveg rosalega gaman,“ segir Guðbergur sem jafnframt hrósar þáttastjórnandanum og gestgjafanum, Gulla Helga, fyrir sitt framlag. „Hann hefur verið alveg frábær.“ Guðlaug Pétursdóttir, rekstr- astjóri Gló, sagðist ekki vilja tjá sig um uppsögnina, kvaðst ekki vilja fara með sína skoðun í blaðið. „Ég er með lögfræðing í málinu og tel að þetta eigi ekki heima í fjölmiðl- um,“ segir Guð- laug. freyrgigja@fretta- bladid.is HVAÐ SEGIR MAMMA? GUÐBERGUR GARÐARSSON: NÝTIR MÓTBYRINN TIL SIGURS Hommarnir á Hæðinni reknir úr vinnu Hvað er að frétta? Það er bara allt gott. Hljómsveitin er komin í gang og bjart fram undan. Augnlitur: Blár. Starf: Rafvirki og plötusnúður. Fjölskylduhagir: Í sambúð með eitt barn. Hvaðan ertu? Úr Hafnarfirði. Ertu hjátrúarfullur? Já. Uppáhaldssjónvarpsþátturinn: Friends og Vörutorg. Uppáhaldsmatur: Hangikjöt með öllu tilheyrandi. Fallegasti staðurinn: Hafnarfjörður, ég hef ofurtrú á mínum firði. iPod eða geislaspilari: Bæði. Hvað er skemmtilegast? Klárlega að fara á ball eða tónleika með Sálinni. Og auðvitað að heyra nýtt lag með Sálinni. Hvað er leiðinlegast? Að vakna á morgnana. Helsti veikleiki: Að vakna á morgn- ana. Helsti kostur: Ég er með eindæmum skemmtilegur. Helsta afrek: Að syngja með Sálinni. Ég á mér textabrot í laginu Brosið blíða sem ég fæ oft að syngja með þeim á böllum. Mestu vonbrigðin: Ég týndi einu sinni miða á Sálarball á gamlárskvöld og komst ekki. Annars reyni ég að yfirstíga allar hindranir sem verða á vegi mínum. Hver er draumurinn? Meinarðu ekki: Hvar er draumurinn? Hver er fyndnastur/fyndnust? Ásgeir Páll útvarpsmaður. Hann var hjá mér í gærkvöldi og er sá fyrsti sem kemur upp í hugann. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Vanvirðing. Þegar fólk sýnir öðrum vanvirðingu. Hvað er mikilvægast? Heilsan og fjölskyldan. HIN HLIÐIN JÚLÍUS SIGURJÓNSSON, RAFVIRKI OG SÁLARAÐDÁANDI Skemmtilegast að heyra nýtt lag með Sálinni SEMJA ÍSLENSKU TEXTANA SAMAN Lostafulla listakonan Leoncie og Viktor eiginmaður hennar. Þeir Guðbergur Garðarsson og Inácio Pacas voru reknir úr vinnu sinni á veitingastaðnum Gló skömmu eftir að upptökur á Hæðinni hófust. Guðbergur og Pacas etja kappi við þau Elísabetu Ólafsdóttur og Hreiðar Örn Gestsson og einnig við þau Brynjar Ingólfsson og Steinunni Garðarsdóttur í sjónvarpsþætt- inum Hæðin. Fyrsti þáttur fer í loftið 20. mars. DRAMATÍKIN ALLSRÁÐANDI „Menn verða bara að fylgjast með því. Við gefum engar upplýsingar um það fyrirfram hvort við gerum breytingar á blaðinu eða ekki. Það bara sést á síðum blaðsins þegar þar að kemur,“ segir Styrmir Gunn- arsson, ritstjóri Morgunblaðsins. Sögusagnir hafa verið uppi um að leggja eigi af Fluguna, sam- kvæmissíðu Morgunblaðsins, og megi rekja þá ákvörðun til þeirra sömu forsendna og lesa má í afsök- unarbeiðni Styrmis, sem birtist í blaðinu á þriðjudag. Þar segir: „Í DÁLKI Flugunnar í Morgunblað- inu í gær birtust óafsakanleg ummæli um Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóra í Kópavogi. Bæjar- stjórinn er hér með beðinn afsök- unar á þeim. Ritstj.“ Með afsökun- arbeiðninni hvað varðar hið óafsakanlega er verið er að vísa til þessarar skáldlegu klausu sem ónefndur ritari Flugunnar ritaði og birtist á mánudag: „En fyrir utan Kaffi París stóð hugsandi á svip óðalsbóndinn úr Kópavogi, Gunnar Birgisson bæjarstjóri, skammt frá skemmtistaðnum Óðali. Hann var ekki á Lloyds-skóm.“ Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins hefur verið tekist á um málið í ritstjórn blaðsins og hefur umsjónarkonu síðunnar, sem vann Fluguna í lausamennsku, verið sagt upp störfum. En hvort efnisþáttur- inn sem slíkur fýkur mun ekki koma í ljós fyrr en á mánudag. Fríða Björk Ingvarsdóttir er yfir- umsjónarmaður innblaðsefnis Morgunblaðsins og þar með Flug- unnar. Hún var með öllu ófáanleg til að láta hafa nokkuð eftir sér um málið og vísaði til Styrmis. Og hans svar er eins og sjá má hér að ofan. - jbg Flugan flögrar um í óvissu Nýjasti diskur Leoncie er uppseldur hjá 12 Tónum á Skólavörðustíg, einu búðinni á landinu sem selur hann. Hart var barist um upplagið og streyma nú inn pantanir í næstu sendingu sem væntanleg er bráðlega. Diskur Leoncie heitir Pukki Bollywood Baby og er átta laga. Þar af eru fjögur lög á íslensku, sem eiginmaðurinn Viktor samdi með listakonunni. Í textunum er tekið á ýmsu. Í „Litla sjóaranum“ fjallar Leoncie um drykkjulæti sjómanns og „Bla bla, bully á internetinu“ er uppgjör við Íslandsárin: „Þau eru geðveik, hatursfullir kynþáttahatarar,“ syngur söngkonan um andstæð- inga sína. Í „Pólitískar leikbrúð- ur“ kryfur Leoncie lífskjör á Íslandi: „Það er þrælahald á Íslandi. Lífið, er lúxus. Brennivín- ið, er líka lúxus,“ syngur hún og bætir við reið: „Dollarar, krónur, pund og euro, hvað skiptir það helvítis máli þegar allt er á zero?“ Tónlistin á plötunni er þó glaðleg eins og Leoncie er siður og glaðlegasta lagið er tvímælalaust „Enginn þríkantur hér,“ sem er lostafullt í meira lagi: „Ég hef leikið marga leiki í baðherbergj- um með þér. Í stofunni og eldhúsinu, og komið fram allsber.“ Stórsmellur Leoncie „Ást á pöbbnum“ er svo á ensku á nýju plötunni. Kópavogur er orðinn að Essex – „Love in a pub in Essex“ heitir lagið núna. - glh Lostafull og pólitísk Leoncie STYRMIR GUNNARSSON Vill ekkert segja um afdrif Flugunnar - þeim verði menn að fylgjast með á síðum Morgunblaðsins. „Birgir hefur alltaf verið hreinn og beinn í sinni gagnrýni og hann hefur í seinni tíð líka alveg getað tekið gagnrýni. Tónlist hefur alltaf leikið stórt hlutverk í lífi hans og ég man varla eftir honum öðruvísi en að hlusta og pæla í henni.“ Jórunn Andreasdóttir, mamma Birgis Arnar Steinarssonar, ritstjóra Monitors, sem lenti í klónum á Bubba Morthens. VELJUM LÍFIÐ 27.10.1976
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.