Fréttablaðið - 16.03.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 16.03.2008, Blaðsíða 8
8 16. mars 2008 SUNNUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS Ekki rekstrarhæft án útlendinga Íslenskt þjóðfélag hefur tekið miklum breyting-um á þeim tíma sem ég hef tekið þátt í stjórn- málum. Það sem mestu hefur ráðið um þá opnun sem hefur orðið á samfélaginu og breyttu lagaum- hverfi í þeim efnum er aðild okkar að hinu Evrópska efnahagssvæði. Eitt af frelsunum fjórum sem við undirgengumst með þeim gjörningi var frjálst flæði fólks. Það var líka eitt af því sem ýmsir óttuðust hvað mest eins og fram kom í umræðu á Alþingi um málið á sínum tíma. Fram að þeim tíma voru útlend- ingar frekar sjaldséðir sem íbúar á Íslandi. Í því ljósi má rifja upp að það var líklega á 8. áratugnum sem forsíðufrétt birtist í Degi á Akur- eyri með fyrirsögninni „Negri í Þistilfirði“. Þess má einnig geta að sérstakt ákvæði var í upphaflegum varnarsamningi á milli Íslands og Bandaríkjanna þess efnis að bandarísk stjórnvöld mættu ekki senda svertingja til Íslands. Þetta finnst okkur einkenni- legt í dag en engu að síður er þetta staðreynd. Reynsla mín Þegar ég var að alast upp í Grýtubakkahreppi var þýskur vinnumaður heima. Þar voru síðar ráðskon- ur sem voru ýmist þýskar eða færeyskar og danskir vinnumenn á sumrin. Þegar ég fer yfir íbúa sveitar- innar í dag þá lítur málið þannig út að svissnesk fjöl- skylda hefur keypt eitt býli og hollensk fjölskylda annað. Þrjár húsfreyjur eru útlendar, frá Sviss, Þýskalandi og Nýja-Sjálandi. Einn bóndi er norskur. Á Grenivík er fólk frá Srí Lanka, Taílandi, Hondúr- as, Færeyjum og Póllandi. Þetta finnst okkur sem teljumst innfæddir hreppsbúar mjög jákvætt í alla staði. Tekið skal fram að í sveitarfélaginu búa innan við 400 manns. Útlendingar mikilvægir á vinnumarkaði Í dag er áætlað að tæplega 22 þúsund erlendir rík- isborgarar búi á Íslandi og séu um 10% vinnuafls. Atvinnuþátttaka þeirra er mjög mikil og því fáir atvinnulausir. Atvinnuþátttaka þessa fólks hefur haldið þjóðfélagi okkar gangandi á síðustu árum þar sem ákveðnar þjónustugreinar eru nær eingöngu skipaðar útlendingum. Svipuð þróun hefur verið hjá nágrannaþjóðum okkar. Hér er fyrst og fremst um fólk að ræða frá lönd- um Evrópska efnahagssvæðisins sem á fullan rétt á að flytja hingað og hafa aðgang að vinnumarkaði til jafns við Íslendinga. Fólk sem kemur frá lönd- um utan EES og hyggst flytja til Íslands kemur hins vegar nánast að læstum dyrum. Það hefur ekkert með EES-samninginn að gera eins og sumir virð- ast álíta heldur var tekin um það pólitísk ákvörðun í tengslum við stækkun EES-svæðisins að hafa þetta með þessum hætti, a.m.k. fyrst um sinn. Niðurstaða mín er sú að það séu ekki of marg- ir útlendingar á Íslandi. Við þurfum hins vegar að leggja meiri metnað í að taka vel á móti þeim og t.d. að leggja áherslu á að kenna þeim íslensku. Það tel ég vera grundvallaratriði. Mikilvæg auðlind Fjöldi útlendinga hér á landi hefur vaxið hratt á undanförnum árum. Hlutfall útlendinga af heild- aríbúafjölda er nú um 7% og er með því hæsta sem þekkist í Evrópu. Þetta er algerlega ný þróun fyrir okkur Íslend- inga. Við höfum frekar leitað til útlanda þegar á hefur bjátað í íslensku efnahagslífi. Það er því jákvæður vitnisburður um kraftinn í íslensku efna- hagslífi að þrátt fyrir þennan mikla fjölda útlend- inga hefur fjöldi atvinnulausra hér sjaldan verið minni – stendur í 1%. Án hinna erlendu starfsmanna myndi íslenskt samfélag einfaldlega stöðvast. Fisk- vinnsla, byggingariðnaður, leikskólar, skóladagheim- ili, öldrunarstofnanir, verslanir – öll þessi starfsemi byggir í dag á erlendu vinnuafli. Þessar hröðu breytingar valda hins vegar auðvit- að togstreitu. Sumir Íslendingar eru nú í minnihluta á sínum vinnustað. Það er eðlilega erfitt, þegar nýir vinnufélagar eiga erfitt með að tjá sig á íslensku. Slíkt á að ræða og við því á að bregðast. Afbrotamenn eru ekki á ábyrgð útlendinga En þess hefur líka gætt undanfarið að afbrot manna af erlendum uppruna séu tengd umræðu um fjölda útlendinga í landinu. Slíkt er fráleitt. Við megum ekki gleyma því að hlutfall afbrotamanna meðal útlend- inga sem búa hér á landi er mun lægra en hlutfall afbrotamanna meðal Íslendinga. Flestir útlendingar sem hér búa eru löghlýðið og heiðarlegt fólk sem vill aðlagast íslensku samfélagi og búa sér og fjölskyldu sinni betri framtíð hér á landi. Og heiðarlegir útlend- ingar hér á landi eiga ekki að gjalda afbrotamanna af erlendum uppruna – ekki frekar en ég ber ábyrgð á íslenskum afbrotamönnum. Það er nefnilega hollt að minnast þess að hlutfall drullusokkanna er þokkalega jafnt meðal ólíkra þjóða. Með aðild okkar að Schengen hafa löggæsluyfir- völd ómetanlegan aðgang að fullkomnasta milliríkja- samstarfi á sviði löggæslu í heiminum. Réttur útlend- inga til að starfa hér er samningsbundinn samkvæmt EES-samningnum og hann verður ekki takmarkað- ur nema þá með uppsögn þess samnings og með því að loka landinu á ný. Eina færa leiðin er því að efla möguleika löggæslunnar á að nýta sér alþjóðlegt lögreglusamstarf og auðvelda henni þannig að taka á þeim vandræðamönnum sem hingað eru komnir í óheiðarlegum tilgangi. Í sumum löndum hefur tíðkast meira umburðarlyndi gagnvart ölvunarakstri en hér tíðkast. Þá þarf að koma til skýrari fræðsla og aukið eftirlit. Við höfum upplifað mikla samfélagsbreytingu á skömmum tíma. Stjórnsýsla landsins var á sínum tíma illa í stakk búin til að taka við þessum nýju íbúum. Nú er unnið að því að bæta úr því. Verkalýðs- hreyfingin hefur unnið lofsvert átak í að verja hag og réttindi erlends verkafólks og þannig dregið úr spennu á vinnumarkaði. Ísland er nú orðið hluti af evrópskum vinnumarkaði og við þurfum áfram að takast á við þá staðreynd. ÁRNI PÁLL ÁRNASON VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR BITBEIN Árni Páll Árnason spyr: Eru of margir útlendingar á Íslandi? Þess má einnig geta að sérstakt ákvæði var í upphaf- legum varnarsamningi á milli Íslands og Bandaríkj- anna þess efnis að bandarísk stjórnvöld mættu ekki senda svertingja til Íslands. Og heiðarlegir útlendingar hér á landi eiga ekki að gjalda afbrotamanna af erlendum uppruna – ekki frekar en ég ber ábyrgð á íslenskum afbrotamönnum. Það er nefnilega hollt að minnast þess að hlutfall drullusokkanna er þokkalega jafnt meðal ólíkra þjóða. U mferðarmerki eru eitt af þessum fyrirbrigðum dag- legrar tilveru sem gerð eru eftir alþjóðlegum stöðl- um. Sú var tíð að við áttum séríslensk umferðarmerki. Sum þeirra höfðu meiri varnaðaráhrif en þau stöðluðu. Þegar komið var að aðalbraut blasti til að mynda við merki þar sem letrað var stórum stöfum: Stanz. Það var sterk við- vörun um aðgæslu. Umræður um hlutverk dómara og þátttöku í því sem kalla má upplýsingu á viðhorfum þeirra í samtímanum hafa verið býsna líf- legar upp á síðkastið. Með hæfilega einfaldri líkingu má segja að sú umræða hafi fært dómstólana að krossgötum. Á þeim færi vel að hafa þetta gamla umferðarmerki svo að dómarar ani ekki í ein- hverju óðagoti út á aðalbraut dægurumræðunnar í samfélaginu. Upphaf þessa máls voru ummæli hæstaréttardómara í um margt athyglisverðu viðtali í þessu blaði. Honum verður ekki gerður upp ásetningur um að vilja draga viðhorf dómara inn í þjóðmálaum- ræðuna. En einsleit og víðtæk þverpólitísk viðbrögð við ummælum hans kalla á nokkur varúðarsjónarmið. Hvaða rök standa til þess að viðhorf dómara eigi að vera öllum kunn? Hverju á það að breyta? Hvaða þörf er á því að dómarar séu þjóðþekktir eins og ráðherrar eða sjónvarpsþulir? Sannleikurinn er sá að hvorugt skiptir máli varðandi traust á dómstólunum Ekki ætla menn að láta dómara koma og fara eftir viðhorfum þeirra. Ekki ætla menn að rökræða niðurstöður dómstóla út frá því úr hvaða viðhorfaflokki dómarar í einstökum málum koma. Ekki ætla menn að kalla á að í einstökum málum verði farið að krefjast viðurkenningar á vanhæfi dómara vegna þekktra viðhorfa þeirra. Kjarni málsins er sá að dómarar eiga einungis að dæma eftir lögunum. Öll embættisfærsla þeirra lýtur þeirri stjórnarskrár- bundnu takmörkun. Eðli máls samkvæmt reynir oft á túlkun laga við ákvörðun dóma. Hún ræðst ekki af frjálsu mati. Þvert á móti verður hún að byggjast á viðurkenndum aðferðum lögfræðinnar. Sama á við um sönnunarmat. Persónuleg viðhorf dómara eiga með öðrum orðum ekki að ráða niðurstöðum dóma. Þó að aldrei verði komist hjá því að dómstólar móti réttarþróun að einhverju marki má það ekki verða til þess að veikja löggjafarvaldið með því að það færist í vaxandi mæli til dómstólanna. Hætta er á að almenn viðhorfaumræða dómara ýti undir slíkan feril. Það er óæskilegt. Forsendur dóma þurfa vissulega að vera skýrar. Dómsniðurstöð- ur verða heldur ekki undanþegnar gagnrýni. En það er ekki hlut- verk dómara að bæta úr vanþekkingu þeirra sem lesa dóma eða draga jafnvel ályktanir af þeim án þess að lesa. Í þeim tilvikum sem mönnum þykir sem dómar beri vott um tímaskekkju er í flestum tilvikum rétt að beina gagnrýninni að lög- gjafanum. Sama er að segja um réttlætið. Það er fyrst og fremst á ábyrgð löggjafans að sjá svo um að löggjöfin fullnægi viðurkennd- um sjónarmiðum um það mikilvæga efni. Umræða um dómsúrlausnir og lögfræðileg álitaefni er mikil- væg í sérhverju réttarríki. En að öllu virtu er þátttaka dómara í almennri dægurumræðu og reifun þeirra á eigin viðhorfum á þeim vettvangi ekki líkleg til að bæta álit á dómstólunum. Vænlegra til að viðhalda trausti er að þeir standi þar hlémegin hér eftir sem hingað til. Alltént er ástæða til að gæta að varúðarmerkjum áður en haldið er út á þessa braut. Dómarar á krossgötum: Stanz! ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Ólíkt hafast menn að Aðkoman að vinnustöðum getur verið æði misjöfn. Á Patreksfirði hefur svokallaður leynihópur tekið sig til og skilið eftir kassa með gulum borðum fyrir utan vinnustaði þar í bæ. Með kassanum var miði með kærleiksríkum skilaboðum. Fyrir framan Stjórnarráð Íslands í Reykjavík var aðkoman ekki jafn spennandi í gær en þar hafði verið skilin eftir líkkista. Í henni voru spjöld með nöfnum Íraka sem fallið hafa í stríðinu þar í landi. Það er því mun viðkunnanlegra að vinna fyrir vestan um þessar mundir. Brandarinn hans Björns Bubbi Morthens hefur verið áberandi í umræðunni síðan menn felldu mis- jafna dóma um þáttinn hans Bandið hans Bubba. Í þættinum í fyrradag nýtti svo kóngurinn tækifærið þegar keppendur stóðu sig vel og sagði þá réttlæta tilvist þáttarins. Hvað segja gagnrýnendur við því? Björn Jörundur var sprækur í þættinum og notaði tækifærið til að segja brandara sem lýsir umræðu síðustu misserin ágætlega. Hann kastaði upp 50 kalli en upp kom 10 kall enda efnahags- ástandið orðið afar slæmt. REI-skýrslan kennir mönnum að þegja Borgarfulltrúar allra flokka voru afskaplega ánægðir með REI-skýrsluna svokölluðu og sögðu margt mega af henni læra. Nú er Svandís Svavarsdótt- ir hins vegar orðin óróleg því henni virðist ekkert hafa gerst síðan skýrslan lærdómsríka leit dagsins ljós. Hún hefur spurst fyrir um málið en mætt þögninni einni. Hún áttar sig ekki á því að sennilega drógu sumir þann lærdóm af skýrslunni að best væri að þegja. jse@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.