Fréttablaðið - 16.03.2008, Blaðsíða 81

Fréttablaðið - 16.03.2008, Blaðsíða 81
SUNNUDAGUR 16. mars 2008 Möguleikhúsið frumsýnir í kvöld Aðventu eftir Gunnar Gunnarsson í leikgerð Öldu Arnardóttur, en hún leik- stýrir jafnframt verkinu. Leikritið er einleikur í anda hins svokallaða frásagnarleikhúss. Leik- arinn í verkinu, Pétur Eggerz, er því einn á sviðinu allan tímann, segir söguna og bregður sér í hlut- verk helstu sögupersóna. „Þessi uppsetning leggur áherslu á ein- falda umgjörð og leyfir þannig sjálfri sögunni að njóta sín,“ segir Pétur. „Sviðsmyndin er einföld og ég er aðeins í einum búningi allan tímann. Tónlist og ýmis hljóð leika aftur á móti stóran þátt í sýning- unni og skapa mikil hughrif; Kristj- án Guðjónsson vinnur hljóðmynd- ina fyrir okkur og gerir það stórvel. Það vill stundum brenna við í leik- húsi þegar leikgerðir bókmennta eru settar upp að leikritin enda á að vera eins konar myndskreytingar við söguna í staðinn fyrir að öðlast eigið líf. Einfaldar uppsetningar sem þessar, sem tíðkast í frásagn- arleikhúshefðinni, virkja ímyndun- arafl áhorfenda og leyfa þeim að fylla svolítið í eyðurnar.“ Aðventa kom fyrst út árið 1939 og er hún sú saga Gunnars sem víð- ast og oftast hefur verið gefin út. Í henni er sagt frá svaðilförum vinnumannsins Benedikts sem fer til fjalla í vetrarríki aðventunnar að leita þess fjár sem eftir varð er smalað var um haustið. Pétur segir söguna eiga erindi við alla, enn þann dag í dag. „Þetta er frábær- lega vel skrifuð saga sem er fyrir löngu orðin sígild í íslenskri bók- menntasögu. Í henni má finna ein- faldan og fallegan kærleiksboð- skap sem á alltaf erindi og sem ekki veitir af að minna á nú á tímum markaðshyggju og græðgi. Við höfum náttúrulega þurft að laga söguna að þörfum leikhússins og meðal annars stytt hana eilítið, en boðskapur hennar kemst samt til skila.“ Líkt og margar fyrri sýningar Möguleikhússins er Aðventa hugs- uð sem farandsýning, en hún er ætluð áhorfendum þrettán ára og eldri og hentar því vel til sýninga hjá skólum landsins. Verkið verður engu að síður frumsýnt í húsnæði Möguleikhússins við Hlemm og munu þar fara fram nokkrar sýn- ingar áður en leikritið fer á flakk. Pétur segir þó útlit vera fyrir að Aðventa verði síðasta sýningin sem Möguleikhúsið frumsýnir við Hlemm. „Við höfum fengið lítinn fjárhagsstuðning nú í ár og því er svo komið að við þurfum að flytja út úr húsnæðinu sem við höfum haft aðsetur í undanfarið. Mögu- leikhúsið er þó ekki að hætta, langt því frá, við þurfum bara að laga okkur að breyttum aðstæðum.“ vigdis@frettabladid.is Það er tilvalið að hefja sunnudaginn á því að njóta menningar. Þeir sem eru staddir á Akureyri eiga þess kost að skella sér á opnun sýningar Ragnars Kjartanssonar „Allt gott að frétta af póesíunni“ í Kunstraum Wohnraum nú kl. 11. Ragnar Kjartansson er, eins og flestum er vel kunnugt, einn af okkar frambærilegustu myndlist- armönnum og verður næsti fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum árið 2009. Sýning hans í Kunstraum Wohnraum byggist á ljósmyndum sem hann tók á símann sinn í París- arborg af þremur íslenskum lista- konum. Í fréttatilkynningu vegna sýningarinnar eru verkin sögð sönnunargögn fyrir ljóðrænu til- verunnar þar sem þau sýna þrjú guðdómleg móment úr hversdags- leikanum. Ljóðrænan byggist enn fremur á því að konurnar á mynd- unum eru ekki sérlega hversdags- legar. Kunstraum Wohnraum hefur verið starfrækt frá árinu 1994, fyrst í Hannover og nú á Akureyri. Það er til húsa á heimili Hlyns Hallssonar og Kristínar Kjartansdóttur í Ása- byggð 2. Sýning Ragnars stendur yfir til 22. júní næstkomandi og er opin eftir samkomulagi. - vþ Góðar fréttir fyrir morgunhana PÓESÍAN Í GÓÐUM GÍR Ein af ljósmynd- um Ragnars Kjartanssonar. Boðskapur sem á alltaf erindi EINN TIL FJALLA Pétur Eggerz í hlutverki sínu í leikritinu Aðventu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.