Fréttablaðið - 16.03.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 16.03.2008, Blaðsíða 26
MENNING 8 S ólin er heit á svölunum hjá Þór- hildi og Arnari á Skólavörðu- stígnum þaðan sem bakgarðar á gamla Brennutúninu blasa við. Þau hafa flutt sig um set á Óðins- götunni og eru nú við vegamótin: hér mætast stígar kenndir við Skólavörðuna, Veghús og Bergstaði. Það er steinkast á Kjaftaklöppina þangað sem fólk safnað- ist fyrir rúmri öld er líða tók á daginn og spjallaði saman meðan fylgst var með bátum koma úr róðri: þar er nú bíla- stæðahús sem tæmist milli fjögur og fimm og fyllist aftur. Hver vinnur Eurovision í ár? Serbía er í brennidepli: þar var boðað til kosninga fyrir réttri viku og verður þar bæði kosið til þings og sveitarstjórna í annarri viku maí. Augu Evrópu verða því ekki bara á Serbíu vegna Eurovision: þar eru nú stjórnmálaátök með skarpara móti en um langt skeið sökum sjálfstæð- is Kosovo sem íslensk stjórnvöld hafa nýlega viðurkennt og veldur miklum átökum í samfélagi landa á Balkanskaga. Og beint inn í þennan raunveruleika sem birtist okkur mest sem æsingur yfir hvernig okkar fólki gangi í slagara- keppni Evrópu koma Engispretturnar á svið í Þjóðleikhúsinu. Engispretturnar er verk sprottið úr samfélagi sem hefur gengið í gegnum harkalega borgarastyrjöld. Það eru þrettán ár síðan skáldkonan, Srbljan- ovic, hóf upp raust sína og öll verk henn- ar endurspegla það ástand sem ríkir með Serbum og nálægum þjóðum. Hún hefur fengið mikið lof og aðdáun fyrir leikverk sín, stendur sjálf í miðri hríð- inni sem nú geisar í serbnesku samfé- lagi. Það er verkurinn Engispretturnar eru ansi flókið verk en virðist vera fjarska einfalt. „Eins og öll góð verk virðist það vera einfalt á yfirborðinu en svo taka við ein- hverjar ómælisdýptir. Hún er náttúru- lega bara nýr Tjekov. Þau sjá bæði mannskepnuna í heldur neyðarlegu ljósi. Hún leiðir fram á sviðið fólk sem er fórnarlömb ekki tveggja, heldur þriggja eða fjögurra styrjalda. Endalaus vald- níðsla ofbeldis og stríða er sá raunveru- leiki sem hún fjallar um. Borgarastyrj- aldir eru hræðilegastar allra styrjalda og úr þeim sleppur enginn heill. Persón- urnar í Engisprettum eru meira og minna brenglaðar, tættar. En um leið hefur höfundurinn ást á þeim og það á hún sammerkt með Tjekov. Hún lítur á þær af manngæsku. Tjekov sagðist skrifa gamanleiki. Það er hægt að leika Engispretturnar sem gamanleik. Verkið er meinfyndið og ekki hægt að rýra verkið þeim eiginleika. Það er verkurinn við að setja upp verk- ið: að draga upp úr djúpunum sársauk- ann, örvæntinguna, firringuna og hræðsl- una. Og samt er fólkið hlægilegt. Þetta er viðfangsefnið og það er heillandi.“ Talað í gátum „Austantjaldsþjóðir eru svo vanar að lesa í það sem sagt er undir rós eða með táknrænum hætti. Þar eru áhorfendur vanari að lesa í verkið en við sem erum vönust því allt sé uppi á borði. Þá er ekk- ert eftir sem má velta fyrir sér. Engi- spretturnar eru fullar af umhugsunar- efnum. Það kemur meira og meira í ljós eftir því sem maður kynnist verkinu betur. Það er ekki vafi að hún er að tala um Júgóslavíu. Persónurnar eru tákn fyrir öll þessi smáríki sem urðu til þegar þar fór allt í bál og brand. Ég ætla ekkert að mata fólk á því með teskeið en það má hjálpa því: Ás verks- ins er amman sem aldrei sést en alltaf er verið að segja sögur af. Hún er þjóðar- tákn. Svo er barnabarn hennar, Nadežda, sem er bara ósköp venjuleg og er sér á báti í verkinu, af því að allar aðrar per- ónur eru meira og minna skrýtnar. Eng- inn vill tala um það sem liðið er og þess vegna forðast fólk hvort annað. Umgengst ekki. Það er allt of mikið í for- tíðinni sem má ekki tala um. Eina mann- eskjan sem talar um fortíðina og fram- tíðina er Nadežda. Vegna þess að hún hugsar um hið liðna í núinu getur hún hugsað til framtíðar. Hún er líka forspá og hefur margar athyglisverðar gáfur sem henni sjálfri þykja ekkert merki- legar. Í enda verksins flytur hún inn í tóma íbúð ömmu sinnar. Hún er með arf- inn en er laus við farangur fortíðarinnar. Enda þýðir nafnið Nadežda von. Svo erum við með manninn sem alltaf flýtur ofan á, og hugsjóna- og fræði- manninn sem enginn hlustar á. Svo höfum við sjálfan Kommúnistaflokkinn þarna á sviðinu eða Tító, eða Milosevic, hvernig sem við viljum lesa úr því. Tákn- gervi hins deyjandi valds og það er svo deyjandi að það hefur ekki talað í tíu ár.“ Plágan og engispretturnar. „Við erum spurð út í þennan titil, Engi- spretturnar. Engisprettan er skemmti- legt skordýr sem við rekumst á á ferðum okkar til suðlægari landa. En eins og segir í Bibíunni var engisprettan ein af plágunum. Þar sem engisprettufaraldur fór um var öllu eytt. Mannfólkið er eins og engispretturnar: Við förum um eins og faraldur og eirum þá engu lífi, skiljum eftir okkur slóð eyðileggingar og er ekk- ert heilagt, eins og mörg dæmi sanna. Mér finnst merkilegt að í þessu verki er unga skáldkonan að ráðast á sinnu- leysi þjóðar sinnar og ekki síður á það hvernig samband kynslóða er rofið með samfélagsháttum. Sú sátt sem boðuð er í verkinu lýsir sér í því að unga kynslóðin tekur hina eldri í faðm sinn, sinnir þeim sem eru komnir vel á aldur. Og ef sú boðun á ekki erindi við okkur veit ég ekki hvað á erindi við okkur.“ Það er stór hópur sem Þór- hildur hefur yfir að ráða í sýningunni: Gunnar Eyjólfs- son elstur, Arnar Jónsson, Anna Kristín Arngrímsdótt- ir, Hjalti Rögnvaldsson, Egg- ert Þorleifsson, Pálmi Gests- son, Guðrún Snæfríður Gísladóttir, Friðrik Friðriks- son, Þórunn Lárusdóttir, Sól- veig Arnarsdóttir og Þóra Karítas Árnadóttir. Leik- mynd gerir Vytautas Nar- butas sem Lárus Björnsson lýsir. Tónlist er eftir Giedrus Puskunigis, en búninga gerir Filippía Elísdóttir. Þýðingu vann Davíð Þór Jónsson eftir þýskum og dönskum þýðing- um. Frumsýning verður eftir páskana, þann 27. mars. Lafi enn þá inni Það eru misseri síðan Þór- hildur vann við leikstjórn, þá reyndar á flóknu og erfiðu verki eftir aðra skáldkonu frá miðju Evrópu, Elfriede Jelinek. Þótt hlé hafi orðið á leikstjórn segist hún ekkert hafa dottið út. Elsta kynslóð íslenskra leikstjóra er að mestu horfin af vettvangi: Sveinn Einarsson, Brynja Benediktsdóttir, Þórhallur Sig- urðsson, Stefán Baldursson, María Kristjánsdóttir, Kristín Jóhannesdóttir, jafnvel Kjartan Ragnarsson svo ekki sé talað um marga yngri spámenn. Hópur ungra og reynslulítilla leikstjóra fær forgang og framgang í flestum leikhús- um landsins. „Það er best að orða það svo að ég lafi inni. Ég hef verið lengst allra sjálfstætt starfandi leikstjóri, ekki með fast starf í öðru hvoru stóru leikhúsanna. Ég hef alltaf haft nóg að gera, þótt það hafi verið minna undanfarin ár en ég hefði kosið. Ég hefði líka talið að það væri afskaplega gott fyrir leikhúsin að þar væru fleiri en ég sem hefðu mikla reynslu og meiri þekkingu í leikstjórn í vinnu. Fólk í þessu starfi batnar með aldrinum, kann að greina hluti öðruvísi. Ég finn með sjálfa mig, að ég hef minni og minni áhuga á formi og meiri áhuga á innihaldinu eftir því sem árin færast yfir. Ég deili því með mörgum sem fá að eldast í þessu starfi og með öllum menn- ingarþjóðum fær nú fólk að gera það.“ Flóttinn í formið „Ég skil mjög vel að ungir leikstjórar tak- ist fyrst og fremst á við formið. Þá hef- urðu ekki reynslu af lífinu og mannfólk- inu og þekkingu til þess að takast á við persónur og innihald. Þannig að þú flýrð yfir í formið. Fyrir unga leikstjóra er ágætt að hafa þá reynslu í pokahorninu. Ég hafði gríðarlegan áhuga á formi og sé þetta mikið hjá mörgum ungum leikstjór- um, þó sú skynvilla sé í gangi að það sé eitthvað nýtt að fólk hafi áhuga á því. Nánast alla síðustu öld voru menn að fást við form. Þegar menn tala nú um form þá eru þeir yfirleitt að tala um sjónrænar upp- lifanir. Það er ekkert gert mikið af því að fást við leikformið sjálft – hvernig leikar- inn leikur – sem er sérkennilegt. Það er mikið um raunsæisleik, mér liggur við að segja smáan sjónvarpsleik inni í miklum sjónrænum upplifunum: leiktjöldum, búningum, ljósum, alls konar hugmynd- um, en eftir stendur leikarinn. Það væri hægt að setja hann fyrir framan sjón- varpskameru og hann myndi sjálfsagt virka betur þar með sinn raunsæisleik.“ Slök sjálfsmynd „Leikhúsið hefur gefist upp á grunnhlut- verki sínu að skilgreina sig sem tjáning- artæki. Sú uppgjöf stafar af því að það er engin umræða í gangi um hlutverk leikhússins, aðferðir og þekkingu. Við náðum því þó á sjöunda og áttunda ára- tugnum og sú umræða teygðist fram á þann níunda. Leikhúsið lenti undir valt- ara póstmódernismans og var fullkom- lega meðvitundarlaust um það. Það var eins og menn vissu ekki í hverju þeir hefðu lent. Ég held sökum skorts á almennri umræðu hvað var í gangi. Það er eitt af því sem leikhúsfólk verð- ur að gera, að greina sífellt samfélagið. Listin er dýpsta sjálfskoðun og sjálf- stjáning hverrar þjóðar. Menningar- stofnanir og listamenn eiga sífellt að skoða samfélagið og greina það til þess að á einhvern hátt sýna samfélaginu aftur hvernig það er, gagnrýna það, ýta undir, hafa áhrif á hvernig við upplifum og skoðum okkur sjálf. Hugmyndafræði- leg umræða er gríðarlega nauðsynleg í leikhúsi og hefur verið bannorð hér um hríð, nema í kreðsum sem leggja stund á hana innan akademíunnar. Hugmynda- fræðileg umræða á sér ekki lengur stað inni í leikhúsunum.“ Bara það sé í plús Ríki og borg setja hundruð miljóna inn í rekstur dýrra og stórra húsa einmitt til þess að þar verði miðstöð slíkrar umræðu, miðstöð alvarlegrar listsköp- unar? Það er hlutverk þeirra. „Nei, það held ég að sé einmitt ekki lengur skilgreint hlutverk þeirra. Ég held að ríki og borg ætlist fyrst og fremst til þess að leikhúsin fylli áhorfendasalina og skili sæmilegri afkomu. Uppi í Borgar- leikhúsi heitir það að reksturinn gangi vel ef útleigur og gestaleikir fylla húsið, hvað sem líður Leikfélagi Reykjavíkur. Og þetta er það sem verið er að biðja um. Enda er engin menningarumræða meðal stjórnmálamanna. Þú heyrir hana aldrei. Þeir eru svo gersamlega blindir að það er ekki einu sinni að þeir fatti það. Þeir virðist ekki einu sinni hafa þá hégómagirnd að þeirra verður frekar minnst fyrir stórar hugmyndir um að bæta og breyta samfélagið, styrkja menningarstarf, en þess hvað stendur í vegalögum. Allir gleyma því. Hitt skap- ar mönnum minnisvarða. Nema þeir nái að drepa nógu marga sem ég á nú ekki von á að íslenskir stjórnmálamenn ætli að fara að drífa sig í.“ Staða leikhópanna Bæði forkólfar sjálfstæðra leikhópa og eldri leikhúsmenn á borð við Svein Ein- arsson hafa nýlega talað um misvægi fjármagns til stofnana á borð við leikfé- lögin gömlu syðra og nyrðra og Þjóðleik- hússins. Viltu bæta við þá umræðu? „Auðvitað verða sjálfstæðir leikhús- hópar einhvers staðar að hafa athvarf. Aðstaða leikhópa er ekki hluti ef vit- rænni stefnu í menningarmálum hjá borg og ríki. Það er bara nóg að þeir tóri og fari ekki á hausinn. Í sjálfstæðum leikhópum sem hafa mjög litla peninga getur enginn þroskast eða þróast þegar „ÞAÐ ER VERKURINN“ Þórhildur Þorleifsdóttir hefur staðið í ströngu við sviðsetningu á Engisprettunum í Þjóðleikhúsinu sem verða frumsýndar strax eftir páska. Verki mikilvægt og fl ókið þar sem á takast mikil örlög, grátbroslegar persónur í skugga borgarastyrjaldar sem hefur skilið eftir sig ör á sál og líkama þj M YN D /A RN ÞÓ R BI RK IS SO N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.