Fréttablaðið - 16.03.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 16.03.2008, Blaðsíða 10
10 16. mars 2008 SUNNUDAGUR Náttúrufræðingur- inn Charles R. Dar- win fæddist á Eng- landi árið 1809. Hann var af vel stæðu fólki og lærði læknisfræði. Hann hryllti hins vegar við uppskurð- um og blóði og hafði meiri áhuga á plöntu- og skordýrafræði. Áhugi Darwins á nátt- úrufræði vakti athygli og í kjölfarið fékk hann pláss í leiðangri til að kortleggja strandlengju Suður-Ameríku. Í ferðinni lagði hann grunn að sínum frægustu kenning- um. Árið 1859 setti hann fram kenningu sína um náttúruval sem var misjafnlega tekið. Darwin var heilsu- veill vegna mikils vinnuálags. Hann giftist frænku sinni Emmu og eignuð- ust þau tíu börn. Hann varði mikl- um tíma með börnum sínum sem var óvenju- legt á þessum tíma en Dar- win var mikill fjölskyldumað- ur og eru hans hinstu orð sögð hafa verið til Emmu konu hans: „Mundu hvað þú hefur verið góð eiginkona.“ ÞETTA GERÐIST: 16. MARS 1882 Darwin fellur frá Tímarit Máls og menningar stendur á tímamótum því sjötíu ár eru nú í mars síðan bókaklúbburinn Mál og menning fór að senda félögum sínum fréttabréf með því nafni. Bókaklúbburinn var stofnaður 1937 af bókaútgáfunni Heimskringlu og átti heftið að kynna útgáfubækur klúbbs- ins og freista nýrra félaga. Árið 1940 sameinaðist litla heftið tímaritinu Rauðum pennum, sem líka var gefið út af Heimskringlu, og fékk nýja tíma- ritið nafn heftisins, Tímarit Máls og menningar. Frá upphafi hefur tímaritið birt greinar um bókmenntir og samfélags- mál og reyndar hvaðeina sem varðar íslenska menningu, pólitík og jafnvel heimsmál. Núverandi ritstjóri Silja Aðalsteinsdóttir tók við ritinu aftur árið 2004 eftir að hafa ritstýrt því áður á árunum 1982 til 1987. „Ég tók við tímaritinu í ársbyrj- un 2004 þegar það stóð illa. Útgáfan var búin að gefa það upp á bátinn og ég átti að athuga hvort hægt væri að endurlífga það. Núna eru áskrifendur um 1000, sem ekki virðast nein ósköp, en mér skilst á menningarritstjórum á Norðurlöndunum að þetta sé furðu- lega há tala.“ Silja leggur áherslu á að fjalla um fjölbreytt menningarefni sem höfði til sem flestra. Hún segir tímaritið hafa gott orð á sér fyrir að vera vandað rit og margir vilji prófa að fá efni birt þar áður en þeir leita annað. „Mér finnst að tímaritið eigi fyrst og fremst erindi við alla sem vilja fylgj- ast með bókmenntum á líðandi stund, bæði skrifum um útgefnar bækur, nýjar og gamlar, og ungum höfund- um sem stíga margir sín fyrstu skref í TMM. Fá tímarit og blöð taka við efni frá óþekktum höfundum en ég reyni að kynna nýja höfunda til sögunnar í hverju hefti. Ég hef á mínum snær- um her manns sem skrifar reglulega í blaðið, svo fæ ég líka mikið efni sent frá fólki sem hefur eitthvað að segja. Íslendingar eru mjög ritglaðir. Ég gæti vel haldið sex heftum úti á ári en mér finnst fjögur hefti góð tíðni og hægt að velja efnið betur. Ég birti auðvitað fyrst og fremst það sem ég er hrifin af en er líka alveg óhrædd að birta efni sem ég er ekkert hrifin af sjálf, ef það er vel unnið,“ segir Silja. „Ég veit að smekkur minn er ekki algildur!” Tímaritið fer inn á níu hundruð ís- lensk menningarheimili og þar að auki á öll helstu skóla- og almenningsbóka- söfn. Einnig fer tímaritið á öll helstu háskólabókasöfn á Vesturlöndum. Á heimasíðu Tímaritsins www.tmm.is má sjá fjörug viðbrögð lesenda við efni blaðsins. Silja birtir líka búta úr bréfum lesenda í ritstjórnarpistlum sem gefur tímaritinu skemmtilegan blæ. Auðséð er að henni er annt um blaðið. „Já, mér þykir vænt um Tímaritið. Aðrir ritstjórar harma það að geta ekki verið svona kumpánlegir við áskrif- endur sína, en þar sem ég hef safnað mínum áskrifendum nánast með hand- afli finnst mér þeir vera kunningjar mínir. Þetta er heilmikil vinna því ofan á ritstjórnina koma alls konar erindi varðandi dreifinguna nánast á hverj- um degi. Umsjónarmaðurinn þarf að vera með allan hugann við það, og þá er kostur að unna því hugástum.“ heida@frettabladid.is TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR : 70 ÁR FRÁ FYRSTA FRÉTTABRÉFI KLÚBBSINS Íslendingar eru mjög ritglaðir SILJA AÐALSTEINSDÓTTIR Ritstjóri Tímarits Máls og menningar segist unna blaðinu hugástum. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR RICHARD STALLMANN AÐGERÐA- SINNI ER 55 ÁRA. „Það ætti að þvinga allar ríkisstjórnir til að bæta fyrir brot á mannréttindum.“ Richard Stallman aðgerðasinni og tölvunörður ræður fólki frá því að eiga farsíma. Ástæð- an er að hann telur að hægt sé að rekja staðsetningu farsíma sem sé brot á einkalífi. timamot@frettabladid.is Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Gottskálk Guðjónsson Álfholti 34b, Hafnarfirði, sem lést föstudaginn 7. mars, verður jarðsunginn frá þjóðkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 18. mars kl. 13.00. Guðbjörg Valgeirsdóttir Guðjón Gottskálksson Merlinda Eyac Guðbjörn Jósúa Guðjónsson Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Unnur Þorgeirsdóttir Bogahlíð 9, Reykjavík, sem lést á líknardeild Landspítalans, Landakoti, laugardaginn 8. mars, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 17. mars kl. 13.00. Þorgeir Sigurðsson Þórunn J. Gunnarsdóttir Sigurður Ingi Sigurðsson Guðfinna Thordarson Rósa Karlsdóttir Fenger John Fenger barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og hlýhug vegna and- láts og útfarar ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Einars B. Sturlusonar skipasmíðameistara frá Hreggsstöðum. Sérstakar þakkir til Sigurðar Helgasonar læknis og starfsfólks á Hrafnistu í Reykjavík fyrir einstaka alúð og umönnun. Kristín Andrésdóttir Valgerður Björk Einarsdóttir Guðný Alda Einarsdóttir Þórdís Heiða Einarsdóttir Sturla Einarsson Freyja Valgeirsdóttir Andrés Einar Einarsson Halldóra B. Brynjarsdóttir Guðrún Björg Einarsdóttir Helgi G. Bjarnason María Henley Kristján Ólafsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, dóttir og amma, Rannveig Baldursdóttir Einilundi 8e, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri sunnudaginn 9. mars. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 17. mars kl. 13.30. Baldur Guðnason Þórarinn Guðnason Kristrún Sigurgeirsdóttir Birkir Hólm Guðnason Fríða Dóra Steindósdóttir Hólmfríður Guðnadóttir Halldór Kristjánsson Sveinbjörg H. Wíum og ömmubörn. Elskuleg fósturmóðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Hólmfríður Þóroddsdóttir Hjúkrunarheimilinu Skjóli, sem lést mánudaginn 10. mars sl. verður jarðsungin frá Bústaðakirkju á morgun, 17. mars, kl. 13.00. Jóhanna Gunnþórsdóttir Brynjólfur Lárentsíusson Sveinmar Gunnþórsson Kristín Pálsdóttir Þórey Skúladóttir Jón V. Guðjónsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar Svava Sæunn Guðbergsdóttir til heimilis að Hrafnistu, Reykjavík, áður Álftamýri 46, lést þann 10. mars á Landspítalanum Hringbraut. Útförin mun fara fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Davíð Vilhjálmsson Svanhildur Vilhjálmsdóttir Sæunn Guðjónsdóttir Hanna Guðjónsdóttir Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, Jóns Guðlaugssonar frá Vík í Mýrdal, Hraunbæ 103, Reykjavík. Margrét Ögmundsdóttir Guðrún Jónsdóttir Oddur Þórðarson Jóna Jónsdóttir Pétur Eiríksson Guðlaugur G. Jónsson Sigríður Ingunn Ágústsdóttir barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.