Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.03.2008, Qupperneq 90

Fréttablaðið - 16.03.2008, Qupperneq 90
30 16. mars 2008 SUNNUDAGUR Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 Akureyri • sími 461 1099 • www.heimsferdir.is Enska úrvalsdeildin: DERBY COUNTY - MANCHESTER UNITED 0-1 0-1 Cristiano Ronaldo (76.). LIVERPOOL - READING 2-1 0-1 Marek Matejovsky (5.), 1-1 Javier Mascherano (19.), 2-1 Fernando Torres (48.). PORTSMOUTH - ASTON VILLA 2-0 1-0 Jermain Defoe (11.), 2-0 Jermain Defoe (38.). SUNDERLAND - CHELSEA 0-1 0-1 John Terry (10.). WEST HAM UNITED - BLACKBURN 2-1 0-1 Roque Santa Cruz (19.), 1-1 Dean Ashton (39.), 2-1 Fred Sears (81.) ARSENAL - MIDDLESBROUGH 1-1 0-1 Jeremie Aliadiere (25.), 1-1 Kolo Toure (86.). STAÐAN: Man. United 29 21 4 4 59-15 67 Arsenal 30 19 10 1 58-22 67 Chelsea 29 19 7 3 49-18 64 Liverpool 30 16 11 3 55-21 59 Everton 29 17 5 7 47-24 56 Portsmouth 30 14 8 8 44-31 50 Aston Villa 30 13 10 7 52-39 49 Blackburn 30 12 10 8 39-37 46 Man. City 29 12 9 8 34-33 45 West Ham 30 12 7 11 33-36 43 Tottenham 28 9 8 11 53-45 35 Middlesbrough 30 7 10 13 27-44 31 Wigan 29 7 7 15 26-42 28 Reading 30 8 4 18 35-57 28 Newcastle 29 7 7 15 30-56 28 Sunderland 30 7 6 17 26-48 27 Birmingham 29 6 8 15 33-45 26 Bolton 28 6 7 15 28-42 25 Fulham 29 3 11 15 26-49 20 Derby County 30 1 7 22 14-64 10 ÚRSLIT FÓTBOLTI Á meðan Arsenal hikstar er ekkert lát á góðu gengi Manchester United og Chelsea. Bæði lið lentu reyndar í erfiðleikum með tvö af slakari liðum ensku úrvalsdeildarinnar í gær en lönduðu þó stigunum þremur sem allt snýst um á endanum. Liverpool vann svo mikilvæg- an sigur gegn Reading þar sem Fernando Torres kom Liverpool enn og aftur til bjargar. Það tók Manchester United 76 mínútur að brjóta niður vörn botnliðs Derby. Þar var á ferðinni portú- galski snilling- urinn Cristiano Ronaldo en hann hefur verið algjörlega óstöðv- andi í vetur en mark- ið í gær var númer 31 í röðinni í vetur. „Við áttum að vera fjór- um eða fimm mörkum yfir eftir fyrstu 20 mínútur leiksins og ef við hefðum nýtt færi okkar á þeim tíma þá hefðum við ekki lent í þessum vandræðum. Ég tek samt ekkert af Derby sem lét okkur hafa verulega fyrir hlutunum,“ sagði Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, en hann hrósaði Ronaldo sér- staklega í leikslok. „Leikurinn snýst um að vinna og við verðum að þakka Ronaldo enn og aftur fyrir. Þetta var frábært mark því það var alls ekki auðvelt að klára þetta færi. Boltinn skoppaði illa og hann þurfti að hafa sig allan við til að halda boltan- um niðri. Þetta var verulega vel klárað. Þetta var líklega erfiðasta færið sem hann fékk í leiknum en hann fékk þau mörg góð. Allir í lið- inu treysta á Ronaldo það sem maður dáist mest að er hugrekkið sem hann býr yfir. Ég veit ekki hvað það er brotið oft á honum í leik en hann stendur alltaf upp og heldur áfram á fullu,“ sagði Ferguson. Chelsea heldur áfram að læðast aftan að toppliðunum tveimur og er sem fyrr í seiling- arfjarlægð eftir 1-0 sigur á Sunderland. John Terry skoraði sigurmark leiksins en þetta var fyrsta mark Terrys fyrir Chelsea síðan í fyrsta leik síðasta vetrar. Chelsea mátti þó þakka fyrir sigurinn því Sunderland var mjög nærri því að jafna. „Við trúum enn á að við getum orðið meistar- ar og sá sem hefur ekki trú á því ætti ekki að vera í fótbolta,“ sagði Avram Grant, stjóri Chelsea, en hann hefur ekki gefist upp. „Ég er jákvæður og mjög bjartsýnn að eðlisfari og ef ég væri ekki bjartsýnis- maður þá væri ég að leita að öðru starfi. Við höfum sýnt að það er full ástæða til bjartsýni,“ sagði Grant. Liverpool heldur fjórða sætinu í deildinni eftir 2-1 sigur á Reading. Liverpool lenti undir í leiknum en Torres tryggði sigur í leiknum með skallamarki þar sem varn- armenn Reading virtust hrein- lega gleyma honum í teignum. „Að sjálfsögðu er ég enn og aftur ánægður með Fernando. Það þarf vart að ræða það. Hann skoraði enn og aftur dýr- mætt mark,“ sagði Rafa Benit- ez, stjóri Liverpool, en báðir stjórar voru ósáttir við dóm- arann í leiknum. henry@frettabladid.is Ronaldo skaut United á toppinn Man. Utd hrifsaði toppsætið af Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær er United lagði Derby en Arsenal varð að sætta sig við jafntefli gegn Middlesbrough. Chelsea heldur áfram eltingarleiknum eftir nauman sigur á Sunderland og Fernando Torres hélt áfram að tryggja Liverpool stig með sigurmarki gegn Reading. LOKSINS, LOKSINS John Terry skoraði í gær sitt fyrsta mark frá því í fyrsta leikn- um í fyrra. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES KRAFTAVERKAMAÐ- UR Cristiano Ronaldo er búinn að skora 31 mark í vetur og mark frá honum skilaði Man. Utd enn og aftur þremur stigum í gær. Toppsætið fylgdi með í kaupunum. Hann fagnar hér sigurmarki sínu í gær með Skotanum Darren Fletcher. NORDIC PHOTOS/AFP FIMLEIKAR Fyrri dagur Íslands- mótsins í áhaldafimleikum fór fram í Versölum í gær. Keppt var í fjölþraut í gær en úrslit á einstökum áhöldum fara síðan fram í dag. Þau Thelma Rut Hermannsdótt- ir og Viktor Kristmannsson urðu Íslandsmeistarar í gær en Viktor var að vinna sjötta árið í röð en alls hefur hann orðið Íslands- meistari sjö sinnum. Sigur Thelmu Rutar var mjög öruggur en hún var með rúmlega þremur stigum meira en næsti keppandi Dýri Kristjánsson varð annar í karlaflokki og Ingvar Ágúst Jochumsson þriðji. Hjá stúlkun- um varð Sigrún Dís Tryggvadótt- ir önnur en Harpa Dögg Stein- dórsdóttir þriðja. Þess má geta að allir þessir sex verðlaunahafar eru í Gerplu sem er augljóslega langsterkasta fimleikafélag Íslands í dag. - hbg Íslandsmótið í fimleikum: Viktor og Thelma best MEISTARAR Viktor og Thelma Rut hampa hér verðlaunum sínum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Það gengur hvorki né rekur hjá Arsenal í ensku úrvals- deildinni í gær en liðið gerði í gær sitt fjórða jafntefli í röð og missti um leið toppsæti deildar- innar í hendur Man. Utd. Þess utan er Arsenal búið að spila einum leik meira en United. Gamli Arsenal-maðurinn Jer- emie Aliadiere kom Boro yfir á Emirates-vellinum í gær en Kolo Toure bjargaði stigi fyrir Arsenal með skrautlegu skallamarki fjór- um mínútum fyrir leikslok. Toure var ekki upplitsdjarfur eftir leikinn. „Ég er frekar sorgmæddur enda var Boro heppið að komast yfir. Þetta er samt gott jafntefli, það er aldrei gott að tapa og við komum enn og aftur til baka og björguðum stigi,“ sagði Toure en hann segir Arsenal ekki vera á því að gefast upp þrátt fyrir von- brigði í síðustu leikjum. „Sjálfstraustið í liðinu er enn mjög gott og við munum halda ótrauðir áfram. Við teljum okkur enn geta unnið öll lið og við munum minna Man. Utd og Chelsea á að við erum enn með í baráttunni,“ sagði Toure. - hbg Arsenal að gefa eftir í toppbaráttunni: Arsenal búið að gera fjögur jafntefli í röð SVEKKTUR William Gallas, fyrirliði Arsenal, átti afar erfitt með að leyna vonbrigð- um sínum eftir leikinn í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.