Fréttablaðið - 20.03.2008, Page 11
FIMMTUDAGUR 20. mars 2008
NEYTENDUR Tölvuleikir hafa hækkað í verði síðan
krónan fór á skrið fyrir nokkrum dögum. Í verslunum
BT eru þeir nú að meðaltali þrettán prósentum dýrari
en 1. mars, samkvæmt verðkönnunum Fréttablaðsins
og leikjasíðunnar GameOver.is. Í Elko hafa þeir
hækkað um sex prósent að meðaltali.
Verð fimmtán tölvuleikja var kannað í verslunum
BT og Elko í Skeifunni um hádegisbil í gær. Fjórtán
þeirra voru til í BT og níu í Elko. Þessi verð voru
síðan borin saman við niðurstöður verðkönnunar
GameOver.is frá 1. mars. Þar var verð á sömu leikjum
kannað í sömu verslunum.
Niðurstöðurnar eru þær að tölvuleikjaverð hefur
hækkað í nær öllum tilfellum. Hlutfallslega var mesta
hækkunin á PC-leikjum í BT, en þeir fóru úr 4.999
krónum í 5.999. Hækkunin nemur tuttugu prósentum.
Þessa þúsund króna hækkun mátti sjá víðar í BT.
PlayStation 3-leikir sem kostuðu 6.999 krónur kosta
nú 7.999, Wii-leikir fóru úr 6.999 krónum í 7.999
krónur og Xbox 360-leikir hækkuðu einnig úr 6.999
krónum í 7.999.
Í verslunum Elko hafði verðið ekki hækkað jafn
mikið en í nokkrum tilvikum hafði þúsund krónum
verið bætt við eldra verðið. Til dæmis kostar PC-
útgáfan af Call of Duty 4 nú 4.995 krónur í Elko en var
áður á 3.995. Hækkunin nemur tuttugu og fimm
prósentum.
„Það er búið að liggja fyrir í nokkrar vikur að það
þyrfti að hækka verðið,“ segir Rúnar Örn Rafnsson,
rekstrarstjóri BT. „Það hafa bæði orðið gengisbreyt-
ingar og hækkanir hjá birgjum þannig að það var fátt
annað hægt að gera.“ Hann segist ekki eiga von á
fleiri verðhækkunum á næstunni.
Örn Barkarson, innkaupafulltrúi afþreyingar hjá
Elko, segir verðhækkanir hjá birgjum eina af
ástæðunum fyrir verðhækkun hjá sér. „Það má búast
við einhverjum fleiri hækkunum vegna gengis, en ég
hækka ekki bara til að hækka,“ segir hann. „Við
reynum að halda verðinu eins lengi og við getum.“
salvar@frettabladid.is
Eldsnöggir að hækka
verð á tölvuleikjum
Rússíbanareið krónunnar hefur nú þegar hækkað smásöluverð til neytenda.
Þúsund krónum hefur verið smurt ofan á stóran hluta tölvuleikja hjá BT og Elko.
Fréttablaðið kannaði verð á tölvuleikjum og bar saman við könnun frá 1. mars.
TÖLVULEIKIR Aðeins lítill hluti tölvuleikja var verðmerktur þegar
Fréttablaðið kannaði verð í gær. Aðspurður sagði starfsmaður
nýja verðmiða vera í prentaranum og yrðu bráðlega settir á
hillurnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
LEIKJAVERÐ Í BT
Samkvæmt verðkönnunum Fréttablaðsins og GameOver.
is
Leikur Verð 1. mars Verð 19. mars Munur
Call of Duty 4 - PC 4.999 5.999 20%
Stranglehold - PS3 6.499 7.999 23%
Metroid Prime 3 - Wii 5.990 6.999 17%
Burnout Paradise - X360
6.999 7.999 14%
Pro Evolution Soccer 2008 - PS2
5.499 5.999 9%
LEIKJAVERÐ Í ELKO
Samkvæmt verðkönnunum Fréttablaðsins og GameOver.
is
Leikur Verð 1. mars Verð 19. mars Hækkun
Call of Duty 4 - PC
3.995 4.995 25%
Unreal Tournament 3 - PS3
4.995 5.995 20%
Burnout Paradise - X360
5.995 5.995 0%
NBA 08 - PS2 4.495 5.495 22%
2 fyrir 1 í Bláa lónið
gildir gegn framvísun afrifunnar dagana 20.–31. mars 2008
Spennandi páskamatseðill á Lava veitingastaðnum.
Börn borða frítt af barnamatseðli panti fullorðinn aðalrétt af matseðli.
Tilboð í Blue Lagoon verslun.
NÝTT – Fjölskyldukort í Bláa lónið. Nánari upplýsingar í afgreiðslu.
Allir sem skrá sig í Blue Lagoon netklúbbinn eiga kost á að vinna
fjölskyldukort.
2 fyrir 1
Gildir gegn
framvísun miðans
dagana 20.–31. mars 2008
Frítt fyrir börn, 11 ára og yngri, í fylgd með forráðamönnum Lykill 1561
Norðurlandaráð veitir í ár náttúru- og umhverfisverðlaun í
fjórtánda sinn. Þau nema 350.000 dönskum krónum og eru
veitt fyrirtæki, stofnun, samtökum eða einstaklingi sem sýnt
hefur sérstakt frumkvæði á sviði náttúru- og umhverfisverndar.
Verðlaunin í ár skulu veitt fyrirtæki, stofnun, samtökum eða
einstaklingi (t.d. hugvits- eða vísindamanni) fyrir norræna
vöru, uppfinningu eða þjónustu, sem hefur átt þátt í að draga
úr orkunotkun almennings. Vöruna, uppfinninguna eða
þjónustuna, skal vera hægt að nota á öllum Norðurlöndum
með umtalsverðum árangri. Um getur verið að ræða
kerfisbundna lausn eða sértækan hlut.
Öllum er heimilt að tilnefna verðlaunahafa á þar til gerðu
eyðublaði. Í fylgiskjali með eyðublaðinu skal tilnefningin
rökstudd, lýst í hverju frumkvæðið felst og hver hafi staðið fyrir
því. Koma skal fram hvernig varan, uppfinningin eða
þjónustan, hefur komið að gagni, hver útbreiðsla hennar er og
hverjir nota hana. Fylgiskjalið skal vera í mesta lagi tvær
blaðsíður í A4-stærð til fjölföldunar fyrir dómnefnd.
Dómnefnd er skipuð fulltrúum Norðurlandanna fimm og
sjálfsstjórnarsvæðanna Færeyja, Grænlands og Álandseyja.
Tilnefningin skal send á eyðublaði sem þarf að berast
Danmerkurdeild Norðurlandaráðs í síðasta lagi föstudaginn 25.
apríl kl. 12. Eyðublaðið má nálgast á heimasíðu ráðsins,
www.norden.org, eða hjá skrifstofu dönsku landsdeildarinnar:
Nordisk Råd
Den Danske Delegation
Christiansborg
DK-1240 København K
Sími +45 3337 5999
Fax +45 3337 5964
Netfang: nrpost@ft.dk
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Náttúru- og
umhverfisverðlaun
Norðurlandaráðs 2008