Fréttablaðið - 20.03.2008, Page 12

Fréttablaðið - 20.03.2008, Page 12
12 20. mars 2008 FIMMTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 1.346 4.564 -2,02% Velta: 12.983 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 7,16 -0,28% ... Bakkavör 38,65 +1,31% ... Eimskipafé- lagið 25,35 -2,12% ... Exista 10,01 -0,89% ... FL Group 6,45 -6,39% ... Glitnir 16,10 -1,53% ... Icelandair 23,80 -2,06% ... Kaupþing 680,00 -4,76% ... Landsbankinn 27,45 +1,67% ... Marel 82,3 -3,4% ... SPRON 4,35 -6,05% ... Straumur-Burðarás 10,75 +0,09% ... Teymi 4,24 -4,93% ... Össur 86,40 -1,37% MESTA HÆKKUN EIK BANKI 3,88% LANDSBANKINN 1,67% BAKKAVÖR 1,31% MESTA LÆKKUN FL GROUP 6,39% SPRON 6,05% TEYMI 4,93% Skipti, móðurfélag Sím- ans, höfðu verið í um 20 mínútur á markaði þegar yfirtökutilboð barst í félagið frá Existu, stærsta eiganda þess. Gengi bréfa Skipta lækkaði um tæp 10 prósent frá útboðsgengi síðustu viku í fyrstu viðskiptum. Til stendur að taka Skipti sem fyrst af markaði aftur. Merkja mátti að eitthvað lá í loft- inu og jafnskjótt og fagnað hafði verið fyrstu viðskipum með Skipti hf. og félagið boðið velkomið í Nas- daq OMX kauphöllina í gærmorg- un þá hurfu þeir Brynjólfur Bjarna- son forstjóri Skipta, Erlendur Hjaltason, forstjóri Existu og Þórð- ur Friðjónsson forstjóri Kauphall- arinnar inn í hliðarherbergi og lok- uðu að sér. Nokkrum mínútum síðar kom tilkynning í kerfi Kaup- hallarinnar um stöðvun pörunar með hlutabréf Skipta og Existu og í framhaldi. Klukkann 11.35, rétt rúmum hálftíma eftir að viðskipti hófust í fyrsta sinn með bréf Skipta á mark- aði lá fyrir yfirtökutilboð í allt hlutafé félagsins frá Existu, sem fyrir á tæp 43,7 prósent í félaginu. Þá stóð gengi bréfa Skipta í 6 krón- um á hlut 9,6 prósentum undir útboðsgengi félagsins í síðustu viku sem var 6,64 krónur. Bréf félagsins fóru lægst 24,2 prósent undir útboðsgengi um hádegisbil, en stóðu í 5,75 krónum á hlut í dags- lok, 13,4 prósentum undir útboðs- gengi, eftir 25 viðskipti. Yfirtökutilboð Existu hljóðar hins vegar upp á útboðsgengið 6,64 krónur á hlut og er í allt útistand- andi hlutafé. Greiða á fyrir hlutina með nýjum hlutum í Existu sem verðleggja á í samræmi við loka- gengi á markaði á þriðjudag, 10,1 krónu á hlut. „Fyrirhugað er að til- boðið standi í átta vikur. Verði gengið að tilboðinu mun Exista leggja til við stjórn Skipta að óskað verði eftir afskráningu félagsins eins fljótt og auðið er,“ segir í til- kynningu Existu. Lýður Guðmundsson, stjórnar- formaður Existu, segir útboð á bréfum Skipta í liðinni viku hafa leitt í ljós að hlutabréfamarkaður sé ekki reiðubúinn til að taka við nýju félaga í því árferði sem nú ríki, en þátttaka var dræm í útboð- inu þar sem selja átti 30 prósent hlutafjár. 200 fjárfestar tóku þátt og um fjórðungur seldist. „Þegar ríkið seldi hlut sinn um mitt ár 2005 var ófyrirséð hvernig fjármála- markaðir yrðu nú þegar Skipti fara á markað. Kaupendur félagsins hafa staðið við gerða samninga að fullu, þrátt fyrir erfiðasta ástand á hlutabréfamörkuðum í áratugi,“ er eftir honum haft í tilkynningu. Þá kemur fram að til standi að skrá Skipti aftur í Kauphöll síðar þegar aðstæður leyfi. Bent er á í tilkynn- ingu félagsins að Exista sé annað fjölmennasta hlutafélag landsins og hlutabréf félagsins séu í flokki veltumeiri bréfa Kauphallarinnar. „Í gegnum eign sína í Exista mun hluthöfum Skipta gefast kostur á að njóta með óbeinum hætti þess ávinnings sem Skipti kunna að skapa í framtíðinni,“ segir þar. Verði yfirtökutilboð Existu sam- þykkt nýtir stjórn Existu heimild í samþykktum félagsins til útgáfu allt að 2.846.026.330 nýrra hluta í félaginu og mun hlutafé félagsins því að hámarki aukast úr 11.361.092.458 hlutum í allt að 14.207.118.788 hluti og eigið fé félagsins mun aukast um allt að 28,7 milljarða króna. Tilboð Existu er háð skilyrði um samþykki sam- keppnisyfirvalda. olikr@frettabladid.is SKIPTI HF. HRINGD INN Á MARKAÐINN Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Skipta, móð- urfélags Símans, hringir markaðsbjöllu Nasdaq OMX kauphallarinnar hér við upphaf viðskipta með bréf félagsins í gærmorgun. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar- innar, fylgist með. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Skipti gera stuttan stans í Kauphöllinni Ferðaskrifstofa

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.