Fréttablaðið - 20.03.2008, Page 21

Fréttablaðið - 20.03.2008, Page 21
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Leikkonan Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir á það til að gefa sjálfri sér frumsýningargjöf. Hún keypti sér langþráðan leðurjakka í síðustu viku í tilefni af frumsýningu Heiðarinnar. Ísgerður, sem flestir þekkja úr Stundinni okkar, á það til að verðlauna sig í kringum frumsýningar með því að kaupa sér einhverja nýja flík. Þannig var það í síð- ustu viku þegar kvikmyndin Heiðin, sem hún leikur í, var frumsýnd. „Ég átti leðurjakka sem ég hélt rosalega mikið upp á en honum var stolið síðastliðið sumar. Ég er búin að syrgja hann mikið en fann svo nýjan í Kringlunni í síðustu viku og skellti mér á hann í tilefni af frum- sýningunni. Jakkinn er renndur, með hettu og stroffi á ermunum og ég er hæstánægð með hann,“ segir Ísgerður. Fyrir utan leðurjakkann segist Ísgerður ekki ganga mikið í leðri og kaupir hún fötin sín hér og þar. Þegar hún var í leiklistarnámi í London keypti hún mest á mörkuðum eins og Camden og Portobello. „Ég geng yfirleitt bara í þægilegum fötum og hef verið mikið í víðum buxum og hettupeysu í gegnum tíðina. Síðast- liðið ár hefur mér þó fundist gaman að fara í kjóla og pils en er þó ekki búin að leggja víðu buxunum,“ segir Ísgerður og hlær. Heiðin, sem er eftir Einar Þór Gunnlaugsson, er önnur bíómynd Ísgerðar en áður hefur hún leikið í Strákunum okkar. vera@frettabladid.is Jakki í frumsýningargjöf Nýi leðurjakkinn er renndur, með hettu og stroffi á ermunum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SKRAUT OG GJAFIR Fermingargjafir þarf stundum að kaupa á síðustu stundu svo og fylgihluti við sparifötin. Sem bet- ur fer eru oft einhverjar verslanir opnar um páskana þar sem þess háttar fæst. TÍSKA 2 GULT Á PÁSKABORÐIÐ Servíettur, dúkar og bakkar með páska- legum myndum eða í gulum lit lífga upp á páskaborðið og koma öllum í hátíðarskap. HEIMILI 4 NOSE & BLOWS Fæst í verslunum og apótekum um land allt. Ofnæmisprófuð lína sem er sérstaklega hönnuð fyrir kvefaða litla nebba. Mild formúla sem svíður ekki undan. Nebbaþurrkur og nebbakrem Blautklútar sem hjálpa til við að hreinsa nefgöngin. Inniheldur rakagefandi B5 vítamín og náttúrulegt mentol til þess að auðvelda öndun. Inniheldur hvorki litarefni né alkohól. Kremið inniheldur ilmkjarnablöndu af piparmyntu og eucalyptus auk nornaheslis sem er mjög græðandi. Fæst í apótekum um land allt

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.