Fréttablaðið - 20.03.2008, Blaðsíða 35
FIMMTUDAGUR 20. mars 2008 27
65 DAGAR TIL STEFNU
Á ÞRIÐJUDAGINN
FJÖLGAR ÍSLENSKUM
MILLJÓNAMÆRINGUM
UM 30
Íslensku tónlistarverðlaun-
in voru afhent í fjórtánda
sinn í Borgarleikhúsinu við
hátíðlega athöfn í fyrra-
kvöld. Flestir af frambæri-
legustu tónlistarmönnum
Íslands stigu þar á svið við
góðar undirtektir við-
staddra.
Íslenskri tónlist fagnað
PÁLL ÓSKAR Páll Óskar hlaut þrenn verðlaun. Lokaði hann síðan kvöldinu með því
að flytja lög af plötunni „Allt fyrir ástina“ ásamt hópi dansara. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
HJALTALÍN Hljómsveitin Hjaltalín, sem
var kjörin bjartasta vonin, spilaði lag af
sinni fyrstu plötu.
RÚNAR TÓK LAGIÐ Rúnar steig upp á
svið og söng eitt af sínum þekktustu
lögum áður en hann tók á móti heiðurs-
verðlaunum sínum.
ÓLÖF ARNALDS Ólöf Arnalds var verð-
launuð fyrir plötu sína „Við og við“ sem
kom út fyrir síðustu jól við frábærar
undirtektir.
Dustin kalkúni, hið flippaða framlag Íra, segist finna fyrir miklum
áhuga erlendis frá. Nú er verið að skipuleggja kynningarferð og er
aldrei að vita nema kalkúninn komi hingað.
Dustin fór á kostum nýlega í viðtali við írska sjónvarpið. Aðspurður
um söngkonuna Dönu, sem segir kalkúnann og lagið hans ekkert nema
hneyksli, sagði Dustin aðeins: „Það var mikill klassi yfir því þegar
Dana, sem vann árið 1970,
birtist aftur sem Dana
International árið 1998.“
Dustin tekur eingöngu
þátt í Eurovision af
pólitískum ástæðum: „Írski
efnahagurinn var á
blússandi siglingu þegar við
héldum keppnina á tíunda
áratugnum, en nú er allt á
niðurleið. Ég tek einfald-
lega þátt svo við getum
haldið keppnina aftur og
komið efnahagnum í lag!“
Dustin hafði mikinn
áhuga á því að allir ungir
Írar reyndu að komast á
stefnumót með Kryddpíun-
um. Hann segist hættur við
það baráttumál eftir að
hann sá þær í návígi.
Kalkúninn talar!
VILL SIGRA EVRÓPU Dustin
kalkúni.