Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.04.2008, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 22.04.2008, Qupperneq 6
6 22. apríl 2008 ÞRIÐJUDAGUR DÓMSMÁL Mál ríkisins gegn Ólafi Páli Sigurðssyni, stofnanda sam- takanna Saving Iceland, var tekið til aðalmeðferðar í Héraðsdómi Austurlands í gær. Þar er Ólafur Páll sakaður um eignaspjöll; að hafa unnið skemmdarverk á lög- reglubifreið í búðum mótmæl- enda við Snæfell í lok júlí árið 2006. Lögreglubifreið var ekið í átt að mótmælendum. Eru vitni ekki sammála um hvort bílnum hafi viljandi verið ekið á nokkrum hraða á Ólaf Pál, eins og hann heldur fram, eða hvort hann hafi lamið á vélarhlíf bílsins og með því valdið skemmdum á bifreið- inni. „Þetta er bara klúðurslegt hjá þeim og léleg rannsókn,“ segir Brynjar Níelsson, lögmaður Ólafs Páls, um vinnubrögð lögreglunn- ar við rannsókn málsins. Gagn- rýnir hann að framburður lög- reglumannanna sé látinn duga. Þess í stað hefðu rannsakendur átt að taka myndir af meintum skemmdum á bílnum og tala við önnur vitni, sem ekki hafi verið gert. Framburður vitna stangist á. „Þetta er sitt hvor lýsingin á atburðum, annars vegar lögreglu- mannsins og hins vegar Ólafs Páls.“ Þá hafi vitnisburður alltaf minna sönnunargildi en ella þar sem lögreglumennirnir séu hluti af málinu. „Það skiptir máli hvern- ig þetta gerðist, ekki bara upp á sakfellinguna heldur líka upp á hugsanlega refsingu og þeir láta þetta bara eiga sig.“ Áður hafði Ólafur Páll kært lög- reglumennina fyrir að hafa ekið á sig. Segir Brynjar það mál hafa verið rannsakað, skýrsla tekin af lögreglumönnunum og framburð- ur vitna stangast á. En mismun- andi er tekið á þessum tveimur kærum. Kæra Ólafs á hendur lög- reglumönnunum hafi farið til ríkis saksóknara þar sem málið hafi verið látið niður falla. Kæra lögreglunnar á hendur Ólafi hafi ekki farið sömu leið. „Þeir eru kærendur, rannsakendur og ákær- endur,“ segir Brynjar. „Þetta er allt sami hópurinn, lögreglumenn- irnir gefa skýrslu, veita vitnis- burð og svo rekur embættið málið fyrir dómi.“ Í tilefni aðalmeðferðar málsins efndu nokkrir einstaklingar til samstöðu- og stuðningsmótmæla fyrir utan Héraðsdóm Reykjavík- ur í gær. „Við erum að sýna Ólafi Páli stuðning,“ segir Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson, hjá samtök- unum Saving Iceland. „Að auki mótmælum við þeirri valdníðslu sem viðgengst hér á landi og hefur hvað best sýnt sig í framkomu lögreglu við þátttakendur mót- mælabúða okkar sumrin 2005 til 2007.“ olav@frettabladid.is Það er ekkert gert í sönn- unarferlinu til að styðja framburð lögreglumannanna. BRYNJAR NÍELSSON LÖGMAÐUR ÓLAFS PÁLS SIGURÐSSONAR. flugfelag.is Skráðu þig í Netklúbbinn REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR VESTMANNAEYJAR ÍSAFJÖRÐUR VOPNAFJÖRÐUR ÞÓRSHÖFN GRÍMSEY Félagar í Netklúbbnum fá fyrstir upplýsingar um tilboð og nýjungar í tölvupósti. Alltaf ódýrast á netinu www.flugfelag.is ÍS L E N S K A S IA .I S F L U 4 16 84 0 4. 20 08 STJÓRNMÁL Alþjóðleg efnahags- mál, orkumál og tvíhliða sam- skipti verða helstu umræðuefni fundar Geirs H. Haarde forsætis- ráðherra og Gordons Brown, for- sætisráðherra Bretlands, í Downing-stræti 10 í Lundúnum á fimmtudag. Báðir eru fyrrverandi fjár- málaráðherrar ríkja sinna og kynntust sem slíkir fyrir nokkr- um árum. „Við tölum örugglega ítarlega um efnahagsmálin,“ sagði Geir í samtali við Frétta- blaðið. Englandsbanki greip í gær til aðgerða sem miða að því að auð- velda viðskiptabönkum að verða sér úti um laust fé, sérstaklega til að mæta þrengingum íbúðaeig- enda. Geir segir aðgerðirnar í raun hliðstæðar sumum aðgerð- um Seðlabanka Íslands sem hafi rýmkað reglur sínar gagnvart bönkunum. Tvíhliða málefni Íslands og Bretlands verða einnig til umræðu. Geir segir engin sérstök vandamál uppi en mikilvægt sé að vera í góðu sambandi við forsætisráð- herra Bretlands ef á þurfi að halda. Í dag hittir Geir David Cameron, leiðtoga breska Íhaldsflokksins, sem er systurflokkur Sjálfstæðis- flokksins í alþjóðlegu samstarfi stjórnmálaflokka. Þeir hafa áður hist. „Við hittumst á Svalbarða. Hann er mikill áhugamaður um umhverfismál og var þar að kynna sér loftlagsmál.“ - bþs Geir H. Haarde forsætisráðherra hittir Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands: Ræða alþjóðleg efnahagsmál GEIR H. HAARDE GORDON BROWNDAVID CAMERON Klúðursleg og léleg rannsókn lögreglu Stofnandi samtakanna Saving Iceland er sakaður um að hafa unnið skemmdar- verk á lögreglubifreið við mótmæli á Kárahnjúkasvæðinu. Lögreglan sökuð um að reyna að aka á Ólaf Pál. Klúðursleg og léleg rannsókn segir verjandi Ólafs. VIÐ HÉRAÐSDÓM Í GÆR Mótmælendur vildu sýna Ólafi Páli stuðning og mótmæla valdníðslu lögreglunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR JERÚSALEM, AP Khaled Mashaal, leiðtogi Hamas-samtakanna, býður Ísraelsríki tíu ára vopnahlé gegn því að Ísraelar afsali sér öllu til- kalli til landsvæða utan landamæra ríkisins eins og þau voru árið 1967. „Við föllumst á palestínskt ríki með landamærunum frá 1967, með Jerúsalem sem höfuðborg og óskoruðu fullveldi, án landtöku- byggða en án þess að viðurkenna Ísrael,“ sagði Mashaal. Hins vegar býður hann Ísraelum tíu ára vopna- hlé „sem sönnun viðurkenningar“. Jimmy Carter, fyrrverandi for- seti Bandaríkjanna, hafði fyrr í gær fullyrt að Hamas væru reiðu- búin til að viðurkenna tilverurétt Ísraelsríkis í friði við nágranna- ríki sín. Hann fullyrti einnig að Hamas gæti fallist á niðurstöður úr friðar- viðræðum Ísraels og Palestínu- manna, svo fremi sem þær niður- stöður yrðu annað hvort samþykktar í þjóðaratkvæða- greiðslu Palestínumanna eða sam- þykktar af nýrri Palestínustjórn að undangegnum kosningum. Carter hitti í síðustu viku nokkra helstu leiðtoga Hamas í Sýrlandi. Leiðtogar Hamas hafa áður sagt að þeir muni fallast á frið við Ísrael í nokkrum áföngum ef Ísrael sætti sig við landamærin frá 1967. Carter segir nauðsynlegt að Ísraelar ræði beint við Hamas, að öðrum kosti verði erfitt að tryggja frið við Palestínumenn. - gb Jimmy Carter segir að Hamas geti viðurkennt tilverurétt Ísraelsríkis: Hamas bjóða Ísrael vopnahlé JIMMY CARTER Fyrrverandi forseti Bandaríkjanna í ræðustól í Jerúsalem í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Hefur þú gengist undir aðgerð á Landspítalanum? Já 52,5% Nei 47,5% SPURNING DAGSINS Í DAG: Vilt þú að ráðist verði í stjórnar- skrárbreytingar svo Ísland geti gengið í Evrópusambandið? Segðu þína skoðun á visir.is VIÐSKIPTI Alþjóðlega matsfyrir- tækið Standard & Poor‘s lækkaði í gær langtíma lánshæfiseinkunn Glitnis um einn flokk og segir horfur neikvæð- ar. Fær bankinn einkunnina BBB+ en hafði A-. Skammtíma- einkunn Glitnis var hins vegar staðfest. Lækkunin er sögð endur- spegla þá óvissu sem ríki í íslensku efnahagslífi og geti stuðlað að verri gæðum í eigna- safni Glitnis. Einnig sé aukin óvissa um tekjumöguleika bankans og fjármögnun á alþjóðlegum mörkuðum. Ingvar H. Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri fjárstýringar Glitnis, segir í tilkynningu að þessi niðurstaða endurspegli fyrst og fremst óróleika sem ríki á alþjóðlegum mörkuðum. Glitnir er eini bankinn á Íslandi sem er metinn af S&P. - bg Lánshæfismat Glitnis lækkaði: Órói orsökin INGVAR H. RAGNARSSON VIÐSKIPTI Krónan kann að styrkjast um 8 prósent gagnvart evru á næstu þremur mánuðum gangi eftir ný spá bandaríska fjárfest- ingarbankans Bear Stearns. Bloomberg fréttaveitan hefur eftir Steve Barrow, sérfræðingi bankans, að krónan hafi „trúlega fallið nóg“ eftir 30 prósenta veikingu frá því í byrjun árs. „Ég býst ekki við frekari veikingu þar sem horfur í heiminum eru ívið betri,“ segir hann og kveður aðstæður nú reyna á „sársauka- mörk“ þeirra sem skortselt hafa gjaldmiðla, en þá veðja fjárfestar á veikingu gjaldmiðils. Bear Stearns hefur verið tengdur umræðu um skortstöður og meintar árásir vogunarsjóða á íslenskt efnahagslíf. - óká Bear Stearns í BNA: Spáir fyrir um sterkari krónu MOSKVA, AP Dómstóll í Moskvu dæmdi í gær bandarískan prest til þriggja ára og tveggja mánaða fangelsisvistar fyrir að smygla skotfærum til Rússlands. Hann hyggst áfrýja dóminum. Phillip Miles kom til Rússlands 3. febrúar með kassa af skotum í Winchester-veiðiriffil, sem hann hugðist gefa vini sínum. Þeir eru báðir miklir veiðimenn. „Þetta eru gríðarleg vonbrigði. Þetta er undarlegur dómur fyrir að flytja inn einn kassa af byssukúlum,“ sagði Miles í gær. Hann segist ekki hafa gert sér grein fyrir því að innflutningur- inn varðaði við lög í Rússlandi. - bj Prestur smyglaði riffilskotum: Fékk þriggja ára fangelsisdóm STJÓRNMÁL Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra er sammála Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, varaformanni Sjálfstæðisflokks- in, um að breyta eigi stjórnar- skránni til að greiða fyrir hugsanlegum aðildarviðræðum að Evrópusambandinu (ESB). Þetta kom fram á bloggi Össurar í gær. Þorgerður Katrín lýsti því yfir í Silfri Egils í Sjónvarpinu á sunnudag að gera ætti nauðsyn- legar breytingar á stjórnar- skránni, enda þarf að samþykkja slíkar breytingar á tveim þingum og kjósa til Alþingis á milli. - bj Össur sammála Þorgerði: Breyta ætti stjórnarskrá FÓLK Dorrit Moussaieff, eiginkona Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, sat í gær alþjóðlega ráðstefnu í Katar um börn með sérþarfir. Á ráðstefn- unni var einnig Cherie Blair, mannréttindalögfræðingur og eiginkona Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands. - kh Barnaráðstefna í Katar: Dorrit hitti Cherie Blair HITTUST Dorrit og Cherie í Katar. KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.