Fréttablaðið - 22.04.2008, Síða 43

Fréttablaðið - 22.04.2008, Síða 43
ÞRIÐJUDAGUR 22. apríl 2008 27 FÓTBOLTI Barátta ensku liðanna Liverpool og Chelsea um sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar hefst í kvöld þegar liðin spila fyrri undanúrslitaleikinn sinn á Anfield Road- leikvanginum í Liverpool. Liverpool hefur slegið Chelsea tvisvar sinnum út úr undan úrslitunum á síðustu fjórum árum, fyrst 1-0 saman- lagt 2005 og svo eftir vítaspyrnukeppni í fyrra. Búast má við harðri baráttu og taktískum leik en aðeins þrjú mörk hafa verið skoruð í sex Meistaradeildarleikjum liðanna undanfarin fjögur ár. Liðin hafa mæst afar oft í flestum keppnum undanfarin misseri og eru því væntanlega farin að þekkja hvort annað út og inn. Chelsea verður án Michael Essien í leiknum í kvöld þar sem hann tekur út leikbann en búist er við því að Michael Ballack komi inn á miðjuna í staðinn fyrir Ganverjann. „Við erum að spila vel bæði varnar- og sóknarlega og það er mikið sjálfstraust í liðinu. Við vitum samt að Chelsea er með mjög skipulagt og gott lið og þetta verður því mjög erf- itt. Við vitum að þegar tvö frábær lið mætast við þessar kringumstæður skipta litlir hlutir oft miklu máli,” sagði Rafael Benitez, stjóri Liverpool, um leikinn. Liverpool hefur aldrei skorað undir hans stjórn á Stamford Bridge og því verður afar mikilvægt að hans menn nái góðum úrslit- um á heimavelli. Avram Grant, stjóri Chelsea, hefur ekki gefið mikil færi á sér í fjölmiðlum upp á síðkastið en hann var þó til í að hrósa Steven Gerrard, fyrirliða Liverpool, í viðtali. „Gerr- ard er frábær leikmaður og frábær manneskja. Hann er besti leikmaðurinn í Englandi að mínu mati og jafnvel sá besti í Evrópu vegna þeirra áhrifa sem hann hefur á sitt lið,“ sagði Grant um Gerrard, sem hefur glímt við meiðsli og var ekki með Liverpool í deildinni um helgina. Hann á samt að vera orðinn klár í leikinn í kvöld. „Það besta sem við getum tekið með okkur úr þessum leikjum er tilfinningin sem greip okkur þegar við heyrðum lokaflautið. Það er versta tilfinning sem hægt er að finna en að öðru leyti munu þessir gömlu leikir ekki hafa nein áhrif,” sagði Chelsea-maðurinn Frank Lampard spurður um áhrif fyrri ófara liðsins gegn Liver- pool í Meistaradeildinni. Í þessi fyrri tvö skipti var fyrsti leikurinn á Stamford Bridge en að þessu sinni leika liðin fyrri leikinn á Anfield. Nú er að sjá hvort það hjálpi Chel- sea-mönnum að brjóta af sér Liverpool-álögin í Meistara- deildinni en sagan er vissu- lega með heimamönnum, sem hafa ekki dottið út úr undanúrslitum Evrópu- keppni meistaraliða síðan árið 1965. - óój Ensku liðin Liverpool og Chelsea leika fyrri undanúrslitaleik sinn í Meistaradeildinni á Anfield í kvöld: Kemst Chelsea loks í gegnum Liverpool? Í FÝLU Það hefur verið þungt yfir stjóra Chelsea síðustu daga. NORDICPHOTOS/GETTY Nám samhliða starfi - styrktu stöðu þína á vinnumarkaði Umsóknarfrestur er til 5. maí Rekstrar- og viðskiptanám Mannauðsstjórnun Þjónustustjórnun Gæðastjórnun Verkefnastjórnun - leiðtogaþjálfun NÁM SAMHLIÐA STARFI Leiðsögunám á háskólastigi Markaðssamskipti - stefnumörkun og framkvæmd Þekkingarmiðuð þjónustustjórnun Nám í verðbréfaviðskiptum Nánari upplýsingar og skráning: sími 525 4444 endurmenntun.is FÓTBOLTI Fyrirsögnin er gömul, hún hefur margoft verið notuð úti um allan heim en orðrómurinn er samt enn að skjóta upp kollinum. Umboðsmaður hollenska þjálfarans Guus Hiddink neitaði því enn og aftur í gær að skjól- stæðingur hans myndi taka við Chelsea í sumar en staða Avram Grant þykir veik hjá félaginu. „Það eru engar líkur á því að Guus fari til Chelsea. Hann skrifaði undir nýjan samning við Rússa í mars sem nær yfir HM 2010 og Guus stendur alltaf við sína samninga,“ sagði umboðs- maðurinn. „Ég veit ekki hvaðan þessar sögur koma alltaf og mér er mikið í mun að jarða þær endanlega. Málið snýst ekki um peninga. Það sem málið snýst um er að Guus er með samning sem hann ætlar að virða.“ - hbg Sagan sem aldrei deyr: Hiddink ekki á leið til Chelsea GUUS HIDDINK Verður áfram með rúss- neska landsliðið. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Þó svo að Ronaldinho sé búinn að semja um kaup og kjör við ítalska liðið AC Milan þarf hann að bíða með að leita að húsi í borginni. Samningaviðræður Barcelona og AC Milan hafa farið hægt af stað og engin sátt er um kaup- verðið sem stendur. „Þetta er ekki að smella saman. Kannski kemur Ronaldinho ekki eftir allt saman og við tökum bara hreinan framherja í staðinn,“ sagði Adriano Galliani, yfirmaður knattspyrnumála hjá Milan. Tímabilið hefur verið erfitt hjá Ronaldinho og hann hefur aðeins verið í byrjunarliðinu í 13 leikjum af 30 í deildinni. Hann hefur verið nokkuð meiddur og sögusagnir hafa verið um að hann hafi verið tekinn út úr liðinu vegna agavandamála. - hbg Ronaldinho-sala í uppnámi: Engin sátt um kaupverðið

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.