Fréttablaðið - 23.04.2008, Side 30
23. apríl 2008 MIÐVIKUDAGUR12
ATVINNA FUNDIR / MANNFAGNAÐIR
STYRKIR
BORGARTÚN 3 - 105 REYKJAVÍK - SÍMI 411 3000 - MYNDSENDIR 411 3090
Auglýsing um nýtt
deiliskipulag og breytingar
á deiliskipulagsáætlunum
í Reykjavík
Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga
nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér
með auglýstar tillögur að nýju deiliskipulagi
og breytingum á deiliskipulagsáætlunum í
Reykjavík.
Sólvallagata 67, Vesturbæjarskóli
Tillaga að deiliskipulagi fyrir lóð Vesturbæjarskóla
að Sólvallagötu 67 sem gerir ráð fyrir m.a. að
lóðirnar að Vesturvallagötu 10 – 12 og Hringbraut
116 – 118 verði sameinaðar lóð Vesturbæjarskóla.
Eftir sameiningu er gert ráð fyrir viðbyggingu við
skólann meðfram Framnesvegi að Hringbraut.
Næst Framnesvegi verður viðbygging á einni
hæð en á tveimur hæðum þar fyrir austan og að
Hringbraut. Hæsti kóti verður miðaður við mæni
aðalbyggingar.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Vegamótastígur 9
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.5
vegna lóðarinnar að Vegamótastíg 9. Tillagan gerir
ráð fyrir m.a. að byggt verði á lóðunum nokkurn
veginn í samræmi við fyrra deiliskipulag en að
gamli steinbærinn sem áður stóð á Vegamótastíg
7 verði endurreistur á þaki nýbyggingar ásamt
gamla húsinu að Vegamótastíg 9. Gerð er
tillaga að endurmótun götusvæðis sunnan við
Vegamótastíg 9. Öðrum kjallara er bætt undir
kjallara í núverandi deiliskipulagi og verður
hann notaður fyrir bílastæði með aðkomu frá
Grettisgötu.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Melavellir, Kjalarnesi
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi jarðarinna að
Melavöllum á Kjalarnesi. Tillagan gerir ráð fyrir
m.a. að heimilt verði að byggja fjögur alifuglahús
sunnan við þegar samþykkt alifuglahús á lóðinni
þannig að samtals verði sex ný hús. Sömu reglur
gilda um þessi hús hvað varðar byggingarreiti og
húsagerðir og á áður samþykktu deiliskipulagi.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Tillögurnar liggja frammi í upplýsingaskála skipulags-
og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar að Borgartúni
3, 1. hæð, virka daga kl. 8:20 – 16:15, frá 23. apríl
2007 til og með 7. júní 2008. Einnig má sjá tillögurnar
á heimasíðu sviðsins, www.skipbygg.is. Eru þeir sem
telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna
sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum
við tillögurnar skal skila skriflega eða á netfangið
skipulag@rvk.is, til skipulags- og byggingarsviðs
eigi síðar en 7. júní 2008. Vinsamlegast notið
uppgefið netfang fyrir innsendar athugasemdir
með tölvupósti. Þeir sem eigi gera athugasemdir
innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar.
Reykjavík, 23. apríl 2008
Skipulagsstjóri Reykjavíkur
Reykjavíkurborg
Skipulags- og byggingarsvið
PÍPARAR
Erum með vana pípara á skrá sem
eru klárir til vinnu.
Kraftafl ehf S: 840-1616
TILKYNNINGAR
TILKYNNINGAR