Fréttablaðið - 23.04.2008, Síða 31

Fréttablaðið - 23.04.2008, Síða 31
MIÐVIKUDAGUR 23. apríl 2008 19 UMRÆÐAN Ari Arnórsson skrifar um samgöngumál Vilhjálmur Vilhjálms-son, oddviti sjálfstæð- ismanna í borgarstjórn, sagði nýlega að við ættum að fá að aka bílunum okkar ofan í sjó við Laugarnesið. Strax. Og hann er ekki einn um það. Spyrjum nú: Hvað er best að gera í samgöngum höfuðborgar- svæðisins fyrir 30 milljarða? Svari uppáhaldspólitíkusinn þinn, „nú Sundabraut auðvitað,“ ætti sá kannski erindi á spítalann við Sundin. Og ekki sem læknir. Lækn- irinn sem var í borgarstjórastóln- um á undan mínum afbragðs heim- ilislækni, viðurkennir á sig skömm. Hann samþykkti í blindni „nýju“ Hringbrautareyðimörkina. Þar fuku ekki bara útsvör lítils hverfis í eina öld heldur er þetta skrímsli þvert á móti skynsemi. Hugmyndin, sem var vond á sínum tíma en passaði við tískuna þá, varð ekki að rándýrum mistökum fyrr en 10-20 árum eftir að hún læsti tönnum í skipulagið. Það gafst áratugur til að slá skrímslið af, en nei, með biblíulegri þrjósku var trölli færður til lífs. Hafi ein- hver þá trú að „nýja Hringbraut“ sé annað en alvarleg mistök, er það nákvæmlega það. Trú. Trú í trássi við staðreyndir. Trú og skipulag er þekktur, baneitraður kokkteill. Skynsemi, ekki trú En Sundabrautin er verri kredda. Grátleg gröf fyrir ofboðslegt magn fjár- muna. Tugi milljarða! Hvaðan koma þeir sem ætla á Kjalarnes? Væri svarið Kvosin, væri samt tæp glóra í að borga fyrir að fara út í sjó undan Laugarnesi, í göng – fjór- föld líklega – austur að Elliðavogi og undir hann og yfir eyjar og sjó. Laugarnes er tangi, en umferðarmiðjan er allt annars staðar. Síðan Sundabraut- arhugmyndin beit sig í skipulagið hafa breytingar (tvöföldun Vestur- landsvegar o.fl.) jafnt og þétt minnkað skynsemina í rökum fyrir henni, en hún jafnt og þétt orðið tröllslegri. Er t.d. meiri þörf fyrir jarðgöng undir Laugarnes en Lönguhlíð? Læknar góðir, gagnfræðingar og annað gott fólk með peningana mína í höndunum: Svona gerir maður ekki! Ekki aftur! Skynsemi nú, ekki trú. Sunda- braut með Laugarnesgöngum biti höfuðið af skömm sem ráðamenn okkar hafa þegar meitlað á sinn pólitíska grafstein. Því er enn hægt að afstýra. Fyrir Sundabrautarpeningana er hægt að setja upp almennings- samgöngur sem virka. Byrja strax og fá af þeim gott gagn jafnvel hraðar en þeirri firrtu Laugarnes- buktar-Kjalarness peningagröf. Daglegt gagn frá Straumsvík að Sundahöfn, frá Gróttu að Gljúfra- steini. Flýta fyrir öllum íbúum, skera niður umferðarvandamálin, minnka mengun, plásssóun, olíu- eyðslu… Lestir væru enn verri hít Hvernig almenningssamgöngur þá? Léttlestir? Úps, þar er þá kominn frasi sem gæti toppað Sundabraut í Klepp- arahjali. „Léttlestir“? Það fæst ekki einu sinni fólk í einstaka lest- arvagna nú (þeir eru kallaðir strætisvagnar, nema þeir komist hvert sem er á gúmmíhjólunum sínum, ekki bara sporið sitt), nú á að hengja marga saman (er það ekki lest?) og láta ganga… Hvað- an og hvert? Já, hvaðan? Og hvert? Hvað mun það leysa? Hver mun í þeim sitja? Hver mun fyrir borga? Slíkt kerfi kostar peningahaf fyrir útum-allar-koppagrundir þorpið okkar. Eigi kerfið að standa undir sér yrði fargjaldið að toppa leigubílsfar. Hver metri af slíku (ósveigjanlegu) kerfi kostar íbúð- arverð, meira en margar millj- ónaborgir með 10-20 földum byggðaþéttleika sjá vit í að starta, fyrir utan landrýmið, sem þá væntanlega bætist við það sem fer undir átta akreinar einkabíl- ismans. Eða á að fara í rokið yfir þökunum? Á ég að fá lestarteina yfir húsið mitt? Í gegn um húsið mitt? Skynsemi nú. Höfundur starfar við farartækja- hönnun. SEND IÐ OKK UR LÍNU Við hvetj um les end ur til að senda okk ur línu og leggja orð í belg um mál efni líð andi stund ar. Grein ar og bréf skulu vera stutt og gagn- orð. Ein göngu er tek ið á móti efni sem sent er frá Skoð ana síð unni á vis ir.is. Þar eru nán ari leið bein- ing ar. Rit stjórn ákveð ur hvort efni birt ist í Frétta blað inu eða Vísi eða í báð um miðl un um að hluta eða í heild. Áskil inn er rétt ur til leið rétt- inga og til að stytta efni. BRÉF TIL BLAÐSINS ARI ARNÓRSSON Sundabraut til hvers? Ferðamannaferja eða sam- gönguæð? Matthías Kristinsson, fyrrverandi skólastjóri, skrifar: Í fréttaviðtali við Pétur Ágústsson, framkvæmdastjóra Sæferða, í Ríkis- sjónvarpinu sl. sunnudagskvöld kom það fram, að til stæði að hætta ferð- um yfir Breiðafjörðinn yfir vetrarmán- uðina, en leggja þess í stað aðalá- herslu á ferðir um ferðamannatímann á sumrin. Þessi afstaða kemur fólki að sjálfsögðu afar undarlega fyrir sjónir, því að á sumrin eru samgöngur á landi greiðar og er þá síður þörf á ferju eins og Baldri. Hins vegar er ekki alltaf gefið að landsamgöngur eða flugsam- göngur séu fyrir hendi á veturna og er þá þörfin fyrir ferju á þessari leið afar brýn og nauðsynleg því fólki sem býr við norðanverðan Breiðafjörðinn og á sunnanverðum Vestfjörðum. Þetta ætti framkvæmdastjóri Sæferða auð- vitað að vita, sem og fjárveitingavaldið. Það er því von að spurt sé: Er ferjan Baldur fyrst og fremst fyrir ferðamenn en ekki samgönguæð þeirra sem búa við Breiðafjörðinn? Allt í lagi, Geir Stefán Máni rithöfundur skrifar um eldsneytisverð: Allt í lagi, Geir. Þú vilt ekki semja við ofbeldismenn. En hvers á almenn- ingur að gjalda? Eru meintir ofbeldis- menn þeir einu sem kaupa eldsneyti á okurverði? Er ekki lag fyrir hið opinbera að koma til móts við neyt- andann og lækka álögur á eldsneyti? Setja kannski á fast lítragjald í stað prósentu? Eða er hið opinbera að nota sér reiði trukkabílstjóranna til að slá þessu á frest eða drepa málinu á dreif? Því trúi ég varla. Að lokum: Geir, þú semur auðvitað ekki við ofbeldismenn. Þú sýnir einfaldlega almenningi að þér sé ekki sama um hann og breytir lögunum þess vegna. Þetta er ekki „þú og þeir“, Geir. Þetta erum við; kjósendur; Íslendingar; almenningur. Og hið opinbera ert þú. Einn af okkur. Ekki satt? H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 0 8 -0 6 2 8 Alþjóðlegur hópur framúrskarandi kennara frá viðskiptaháskólum beggja vegna Atlantshafsins sem raða sér í efstu sæti í alþjóðlegum samanburði á MBA-námi Áhersla á sérfræðiþekkingu, persónulega færni og alþjóðlega færni Námið fer fram á ensku Sterk tengsl við atvinnulífið ALÞJÓÐLEGT MBA-NÁM Í HÁSKÓLANUM Í REYKJAVÍK INNOVATECHANGE LEAD *Samkvæmt könnun meðal allra útskrifaðra nemenda frá 2002 til 2007. 95% MBA-nemenda við HR segja að námið hafi gert þá hæfari og betri í starfi.* 91% MBA-nemenda við HR segja að námið hafi aukið möguleika þeirra á vinnumarkaðnum.* Föstudagur 25. apríl kl. 11.30–13.00 – Kennslufundur með Dr. Joe Pons Dr. Joe Pons veitir innsýn í kennslustund í MBA-náminu í HR í umræðum um raundæmi (case). Frábært tækifæri fyrir alla sem eru að velta fyrir sér MBA-námi á Íslandi eða í útlöndum til að prófa að setjast á skólabekk! Skráðu þig á mba@ru.is og fáðu raundæmið sent til þín fyrir „tímann“. Miðvikudagur 14. maí kl. 12.00–13.00 – Stefnumót við nemendur Fáðu upplýsingar um MBA-námið í HR – kennsluna, aðstöðuna og námið – beint frá núverandi og fyrrverandi nemendum. Þorbjörg Jónsdóttir, MBA 2009 Þorgeir Pálsson, MBA 2008 Samúel Guðmundsson, MBA 2007 Fundirnir fara fram í HR, Ofanleiti 2, 3. hæð. Líttu á vefinn okkar fyrir nánari upplýsingar um MBA-námið, www.ru.is/mba, eða hringdu í Hrafnhildi (599 6506) eða Aðalstein (599 6430). KYNNTU ÞÉR MBA-NÁM Í HÁSKÓLANUM Í REYKJAVÍK BEINT Í TÍMA HJÁ KENNARA OG Í SAMTÖLUM VIÐ NEMENDUR Dr. Joe Pons Þorbjörg Jónsdóttir Þorgeir Pálsson Samúel Guðmundsson

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.